Veðramót - Fjórar stjörnur 9. september 2007 00:01 Veðramót Draugar fortíðarinnar banka upp á hjá Selmu, hæstarrréttardómara, í Reykjavík samtímans og við tekur ferðalag þrjátíu ár aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Veðramót heimili fyrir vandræðaunglinga. Í anda hippatímans halda þrjú ungmenni á vit ævintýra og hugsjóna. Kærustuparið Selma og Blöffi ásamt Hálfdáni vini þeirra. Markmiðið er að bylta gömlum gildum og reka heimilið í anda jafnræðis og bræðralags. Börnin á Veðramótum eru fórnarlömb kynferðisofbeldis og vanrækslu en þær upplýsingar liggja ekki á lausu og enginn veit neitt. Með góðum vilja og umhyggju ná þremenningarnir góðum tengslum við krakkana og lífið virðist brosa við. Þangað til Dísa birtist. Einmanna og ráðvillt, fórnarlamb vanrækslu og kynferðis ofbeldis. Það eina sem hún kann er sársauki og þegar hún verður skotin í Blöffa breytast örlög allra til frambúðar. Leikarar Veðramóta fara á kostum og það gustar af Hilmi Snæ Guðnasyni sem Blöffa sem á trúverðugt samspil við góðan leik Tinnu Hrafnsdóttur og Atla Rafns Sigurðarsonar. Helgi Björnsson á líka sterkan í leik í litlu hlutverki sem faðir Selmu. Ungu leikararnir takast á við hlutverk sín af miklum þroska og Guðný Halldórsdóttir hefur bersýnilega unnið lengi með þeim og það tekst að draga fram örlög Veðramótabarnanna. Þar ber helst að nefna Heru Hilmarsdóttur í hlutverki Dísu sem er ótrúlega áhrifarík og sönn. og Jörund Ragnarsson sem fer stórkostlega með hlutverk hins misþroska Samma. Heildarútlit myndarinnar lyftir sögunni og er greinilega unnið að miklum metnaði. Tónlistin er í góðum höndum Ragnhildar Gísladóttur og angurvært lag dóttur hennar Bryndísar Jakobsdóttur, Söknuður, situr í lengi eftir að myndinni lýkur. Sagan er harkaleg og hrá en samt sögð með hlýju og húmor, enda heldur hún áhorfendum í gíslingu frá upphafi til enda. Hún er þjóðfélagsádeila af bestu gerð og vekur til umhugsunar. Ekki bara um örlög barna fyrir þrjátíu árum síðan, heldur líka um örlög barna í dag. Veðramót hreyfir við áhorfendum og ólíkt mörgum öðrum bíómyndum, gerir hún ekki bara tilraun til að segja eitthvað. Henni tekst það. Rut Hermannsdóttir Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Draugar fortíðarinnar banka upp á hjá Selmu, hæstarrréttardómara, í Reykjavík samtímans og við tekur ferðalag þrjátíu ár aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Veðramót heimili fyrir vandræðaunglinga. Í anda hippatímans halda þrjú ungmenni á vit ævintýra og hugsjóna. Kærustuparið Selma og Blöffi ásamt Hálfdáni vini þeirra. Markmiðið er að bylta gömlum gildum og reka heimilið í anda jafnræðis og bræðralags. Börnin á Veðramótum eru fórnarlömb kynferðisofbeldis og vanrækslu en þær upplýsingar liggja ekki á lausu og enginn veit neitt. Með góðum vilja og umhyggju ná þremenningarnir góðum tengslum við krakkana og lífið virðist brosa við. Þangað til Dísa birtist. Einmanna og ráðvillt, fórnarlamb vanrækslu og kynferðis ofbeldis. Það eina sem hún kann er sársauki og þegar hún verður skotin í Blöffa breytast örlög allra til frambúðar. Leikarar Veðramóta fara á kostum og það gustar af Hilmi Snæ Guðnasyni sem Blöffa sem á trúverðugt samspil við góðan leik Tinnu Hrafnsdóttur og Atla Rafns Sigurðarsonar. Helgi Björnsson á líka sterkan í leik í litlu hlutverki sem faðir Selmu. Ungu leikararnir takast á við hlutverk sín af miklum þroska og Guðný Halldórsdóttir hefur bersýnilega unnið lengi með þeim og það tekst að draga fram örlög Veðramótabarnanna. Þar ber helst að nefna Heru Hilmarsdóttur í hlutverki Dísu sem er ótrúlega áhrifarík og sönn. og Jörund Ragnarsson sem fer stórkostlega með hlutverk hins misþroska Samma. Heildarútlit myndarinnar lyftir sögunni og er greinilega unnið að miklum metnaði. Tónlistin er í góðum höndum Ragnhildar Gísladóttur og angurvært lag dóttur hennar Bryndísar Jakobsdóttur, Söknuður, situr í lengi eftir að myndinni lýkur. Sagan er harkaleg og hrá en samt sögð með hlýju og húmor, enda heldur hún áhorfendum í gíslingu frá upphafi til enda. Hún er þjóðfélagsádeila af bestu gerð og vekur til umhugsunar. Ekki bara um örlög barna fyrir þrjátíu árum síðan, heldur líka um örlög barna í dag. Veðramót hreyfir við áhorfendum og ólíkt mörgum öðrum bíómyndum, gerir hún ekki bara tilraun til að segja eitthvað. Henni tekst það. Rut Hermannsdóttir
Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein