Verður næststærsta Kauphöll heims 21. september 2007 09:01 Opnun OMX Nordic Exchange. Norðurlöndin, Bandaríkin og Dubai eru nú hluti af Kauphöll Íslands. Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira