Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast 4. október 2007 09:06 Sameiningin kynnt. Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, fylgjast með þar sem Haukur Leósson, stjórnarformaður OR, kynnir samþykkt eigendafundar og stjórnar OR fyrir sameiningu REI og Geysis Green Energy. Mynd/Völundur Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. Stjórnir Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaganna undir merkjum hins fyrrnefnda. Heildarverðmæti félagsins eftir sameiningu nemur um 65 milljörðum króna. Stærstu eigendur eru Orkuveita Reykjavíkur með 35,5 prósent, FL Group með 27 prósent og Atorka Group með fimmtungshlut. Forsvarsmenn félagsins segja að við sameininguna verði til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í fjárfestingum og þróun á sviði jarðvarma. Stjórnarformaður félagsins verður Bjarni Ármannsson og forstjórar félagsins verða Guðmundur Þóroddsson og Ásgeir Margeirsson. Á verkefnalista REI er bygging og kaup um 700 megawatta raforkuvinnslu sem nær meðal annars til Bandaríkjanna, Filippseyja, Grikklands, Indónesíu, Þýskalands og Eþíópíu, en framtíðarmarkmið félagsins er að framleiða þrjú til fjögur þúsund megavött fyrir lok árs 2009. „Þetta eru mjög metnaðarfull markmið sem leiða munu til þess að til verður langstærsta orkufyrirtæki heims á sviði jarðvarma,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og telur að með sameiningu þessara tveggja lykilkrafta íslenskrar orkuútrásar sé kominn öflugur vettvangur til enn frekari vaxtar. „Þarna eru auknir möguleikar á dreifðara tekjustreymi frá hinum ýmsu sviðum. En auðvitað snýst þetta aðallega um verkefnin sem fyrir dyrum standa,“ segir hann og telur mikið svigrúm til verðmætaaukningar á næstu árum. „En auðvitað þarf að vinna vel úr spilunum. Samkeppni er einhver, en við teljum okkur geta náð leiðandi stöðu,“ segir hann og kveður stefnt að skráningu félagsins á markað jafnskjótt og auðið er. „Því ferli hröðum við töluvert með því að sameina félögin því reksturinn er þá strax frá fyrsta degi umfangsmeiri en ella.“ Bjarni Ármannsson, sem staddur var í Gíneu Bissá í gær, segir stefnt að markaðsskráningu vorið 2009. „Saman eru þessi félög með mörg fjárfestingaverkefni í farvatninu og ná saman að stækka hraða og ná meiri áhættudreifingu. Þá hafa þau meira mannafl og fjármagn til að sækja fram. Það mun hraða bæði fjárfestingu og skráningu frá því sem annars hefði orðið.“ Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. Stjórnir Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaganna undir merkjum hins fyrrnefnda. Heildarverðmæti félagsins eftir sameiningu nemur um 65 milljörðum króna. Stærstu eigendur eru Orkuveita Reykjavíkur með 35,5 prósent, FL Group með 27 prósent og Atorka Group með fimmtungshlut. Forsvarsmenn félagsins segja að við sameininguna verði til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í fjárfestingum og þróun á sviði jarðvarma. Stjórnarformaður félagsins verður Bjarni Ármannsson og forstjórar félagsins verða Guðmundur Þóroddsson og Ásgeir Margeirsson. Á verkefnalista REI er bygging og kaup um 700 megawatta raforkuvinnslu sem nær meðal annars til Bandaríkjanna, Filippseyja, Grikklands, Indónesíu, Þýskalands og Eþíópíu, en framtíðarmarkmið félagsins er að framleiða þrjú til fjögur þúsund megavött fyrir lok árs 2009. „Þetta eru mjög metnaðarfull markmið sem leiða munu til þess að til verður langstærsta orkufyrirtæki heims á sviði jarðvarma,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og telur að með sameiningu þessara tveggja lykilkrafta íslenskrar orkuútrásar sé kominn öflugur vettvangur til enn frekari vaxtar. „Þarna eru auknir möguleikar á dreifðara tekjustreymi frá hinum ýmsu sviðum. En auðvitað snýst þetta aðallega um verkefnin sem fyrir dyrum standa,“ segir hann og telur mikið svigrúm til verðmætaaukningar á næstu árum. „En auðvitað þarf að vinna vel úr spilunum. Samkeppni er einhver, en við teljum okkur geta náð leiðandi stöðu,“ segir hann og kveður stefnt að skráningu félagsins á markað jafnskjótt og auðið er. „Því ferli hröðum við töluvert með því að sameina félögin því reksturinn er þá strax frá fyrsta degi umfangsmeiri en ella.“ Bjarni Ármannsson, sem staddur var í Gíneu Bissá í gær, segir stefnt að markaðsskráningu vorið 2009. „Saman eru þessi félög með mörg fjárfestingaverkefni í farvatninu og ná saman að stækka hraða og ná meiri áhættudreifingu. Þá hafa þau meira mannafl og fjármagn til að sækja fram. Það mun hraða bæði fjárfestingu og skráningu frá því sem annars hefði orðið.“
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira