Danskur lífeyrissjóður kaupir hlut í Össuri Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2007 05:45 Hlaupari og forstjóri. Myndin var tekin í fyrrahaust þegar suðurafríski hlauparinn Oscar Pistorius og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, handsöluðu styrktarsamning. Markaðurinn/GVA Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson. ATP í Keflavík Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson.
ATP í Keflavík Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira