Stormur í vatnsglasi 21. nóvember 2007 00:01 Lokað fyrir almenning? Auðmannaklúbburinn Everlands hefur áhuga á að kaupa laxveiðiár á Íslandi til einkaafnota fyrir meðlimi sína. „Ég held að þetta sé stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja eins og er,“ segir Gísli Ásgeirsson, veiðiáhugamaður og stjórnarformaður Lax ehf. Vísar hann þar til áhyggna af því að alþjóðlegi auðmannaklúbburinn Everlands ætli að sölsa undir sig laxveiðiár hér á landi og loka fyrir aðgengi annarra en meðlima klúbbsins. Meðaljónar fá ekki inngöngu í Everlands enda er meðlimagjaldið um sextíu milljónir króna. Klúbburinn hefur að markmiði að kaupa upp náttúruperlur um allan heim. Á heimasíðu hans er Ísland nefnt sem framtíðarskotmark. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa lýst yfir áhyggjum af áætlunum klúbbsins. „Eins og jarðaverð hefur verið að þróast á Íslandi held ég að enginn bíði í röðum til að ná heilli á á Íslandi,“ segir Gísli. „Pínulitlir jarðarskikar eru að seljast á hundrað milljónir sem gefa nokkur hundruð þúsund krónur á ári. Kaupendurnir yrðu að kaupa upp mikinn meirihluta landeignanna við árnar. Til þess þarf að punga út hundruðum milljóna, jafnvel milljarði króna. Ég sé enga yfirvofandi hættu á að það verði.“ Gísli telur að í stað þess að hafa áhyggjur ættu Íslendingar að gleðjast yfir áhuga auðmannanna. Sérstaklega í ljósi þess að áhugi útlendinga á laxveiði á Íslandi hafi dregist saman. „Það er gott að Ísland sé inni á kortinu hvað varðar veiði á alþjóðamarkaði. Við erum að keppa við mjög margar freistingar í veiðibransanum víða um heim.“ - hhs Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Ég held að þetta sé stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja eins og er,“ segir Gísli Ásgeirsson, veiðiáhugamaður og stjórnarformaður Lax ehf. Vísar hann þar til áhyggna af því að alþjóðlegi auðmannaklúbburinn Everlands ætli að sölsa undir sig laxveiðiár hér á landi og loka fyrir aðgengi annarra en meðlima klúbbsins. Meðaljónar fá ekki inngöngu í Everlands enda er meðlimagjaldið um sextíu milljónir króna. Klúbburinn hefur að markmiði að kaupa upp náttúruperlur um allan heim. Á heimasíðu hans er Ísland nefnt sem framtíðarskotmark. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa lýst yfir áhyggjum af áætlunum klúbbsins. „Eins og jarðaverð hefur verið að þróast á Íslandi held ég að enginn bíði í röðum til að ná heilli á á Íslandi,“ segir Gísli. „Pínulitlir jarðarskikar eru að seljast á hundrað milljónir sem gefa nokkur hundruð þúsund krónur á ári. Kaupendurnir yrðu að kaupa upp mikinn meirihluta landeignanna við árnar. Til þess þarf að punga út hundruðum milljóna, jafnvel milljarði króna. Ég sé enga yfirvofandi hættu á að það verði.“ Gísli telur að í stað þess að hafa áhyggjur ættu Íslendingar að gleðjast yfir áhuga auðmannanna. Sérstaklega í ljósi þess að áhugi útlendinga á laxveiði á Íslandi hafi dregist saman. „Það er gott að Ísland sé inni á kortinu hvað varðar veiði á alþjóðamarkaði. Við erum að keppa við mjög margar freistingar í veiðibransanum víða um heim.“ - hhs
Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira