Stormur í vatnsglasi 21. nóvember 2007 00:01 Lokað fyrir almenning? Auðmannaklúbburinn Everlands hefur áhuga á að kaupa laxveiðiár á Íslandi til einkaafnota fyrir meðlimi sína. „Ég held að þetta sé stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja eins og er,“ segir Gísli Ásgeirsson, veiðiáhugamaður og stjórnarformaður Lax ehf. Vísar hann þar til áhyggna af því að alþjóðlegi auðmannaklúbburinn Everlands ætli að sölsa undir sig laxveiðiár hér á landi og loka fyrir aðgengi annarra en meðlima klúbbsins. Meðaljónar fá ekki inngöngu í Everlands enda er meðlimagjaldið um sextíu milljónir króna. Klúbburinn hefur að markmiði að kaupa upp náttúruperlur um allan heim. Á heimasíðu hans er Ísland nefnt sem framtíðarskotmark. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa lýst yfir áhyggjum af áætlunum klúbbsins. „Eins og jarðaverð hefur verið að þróast á Íslandi held ég að enginn bíði í röðum til að ná heilli á á Íslandi,“ segir Gísli. „Pínulitlir jarðarskikar eru að seljast á hundrað milljónir sem gefa nokkur hundruð þúsund krónur á ári. Kaupendurnir yrðu að kaupa upp mikinn meirihluta landeignanna við árnar. Til þess þarf að punga út hundruðum milljóna, jafnvel milljarði króna. Ég sé enga yfirvofandi hættu á að það verði.“ Gísli telur að í stað þess að hafa áhyggjur ættu Íslendingar að gleðjast yfir áhuga auðmannanna. Sérstaklega í ljósi þess að áhugi útlendinga á laxveiði á Íslandi hafi dregist saman. „Það er gott að Ísland sé inni á kortinu hvað varðar veiði á alþjóðamarkaði. Við erum að keppa við mjög margar freistingar í veiðibransanum víða um heim.“ - hhs Héðan og þaðan Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
„Ég held að þetta sé stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja eins og er,“ segir Gísli Ásgeirsson, veiðiáhugamaður og stjórnarformaður Lax ehf. Vísar hann þar til áhyggna af því að alþjóðlegi auðmannaklúbburinn Everlands ætli að sölsa undir sig laxveiðiár hér á landi og loka fyrir aðgengi annarra en meðlima klúbbsins. Meðaljónar fá ekki inngöngu í Everlands enda er meðlimagjaldið um sextíu milljónir króna. Klúbburinn hefur að markmiði að kaupa upp náttúruperlur um allan heim. Á heimasíðu hans er Ísland nefnt sem framtíðarskotmark. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa lýst yfir áhyggjum af áætlunum klúbbsins. „Eins og jarðaverð hefur verið að þróast á Íslandi held ég að enginn bíði í röðum til að ná heilli á á Íslandi,“ segir Gísli. „Pínulitlir jarðarskikar eru að seljast á hundrað milljónir sem gefa nokkur hundruð þúsund krónur á ári. Kaupendurnir yrðu að kaupa upp mikinn meirihluta landeignanna við árnar. Til þess þarf að punga út hundruðum milljóna, jafnvel milljarði króna. Ég sé enga yfirvofandi hættu á að það verði.“ Gísli telur að í stað þess að hafa áhyggjur ættu Íslendingar að gleðjast yfir áhuga auðmannanna. Sérstaklega í ljósi þess að áhugi útlendinga á laxveiði á Íslandi hafi dregist saman. „Það er gott að Ísland sé inni á kortinu hvað varðar veiði á alþjóðamarkaði. Við erum að keppa við mjög margar freistingar í veiðibransanum víða um heim.“ - hhs
Héðan og þaðan Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira