Seinheppinn Kristinn Ögmundur Jónasson skrifar 3. desember 2007 00:01 Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar