Umfjöllun: Heimir tryggði Stjörnunni sigurinn 9. desember 2007 00:01 Lánleysi Akureyringa heldur áfram í N1-deild karla en þeir töpuðu með einu marki gegn Stjörnunni í gær þar sem norðanmaðurinn Heimir Örn Árnason skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir. Stjarnan marði mikilvægan sigur á Akureyri, 30-29, í sveiflukenndum leik í Mýrinni. Stjarnan hélt þar með lífi í titilvonum sínum en liðið er sex stigum á eftir toppliði Hauka og á einn leik til góða. Akureyri er enn í bullandi fallbaráttu með sex stig líkt og Afturelding í sjötta og sjöunda sæti N1-deildarinnar. Það var einstaklega fámennt í Mýrinni í gær og vel undir 100 manns að fylgjast með leiknum þótt starfsmenn og varamenn liðanna séu taldir með. Það var eins og fámennið slægi heimamenn út af laginu og liðið teldi sig vera að spila æfingaleik, slíkt var andleysið. Gestirnir frá Akureyri voru aftur á móti tilbúnir í verkefnið og skoruðu sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Akureyri gerði enn betur og náði sjö marka forystu þegar 13 mínútur voru til leikhlés, 4-11. Þá hrökk Stjarnan í gang og skoraði tíu mörk gegn þrem fram að leikhlé og jafnaði metin í 14-14. Sóknarleikur Akureyrar hrundi þegar Jónatan Þór Magnússon var tekinn úr umferð og virtist liðið ekki hafa fundið lausnir við varnarleik Stjörnunnar í upphafi síðari hálfleiks. Stjarnan náði fljótt þriggja marka forystu, 19-16. Akureyri skoraði þrjú næstu mörk leiksins og Stjarnan svaraði með því að komast í 23-20. Þá hrundi leikur heimamanna á ný og Akureyri komst í 26-28 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Stjarnan skoraði þá þrjú mörk í röð en Akureyri náði að jafna metin þegar 40 sekúndur lifðu leiks og virtist liðið hafa nælt sér í stig. Það var ekki því Akureyringurinn Heimir Örn Árnason sem fór fyrir liði Stjörnunnar í leiknum tryggði sínum mönnum sigur með marki úr erfiðri stöðu þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum og Akureyri hafði ekki tíma til að koma boltanum í leik á ný. Heimir Örn, hetja Stjörnunnar, sagði að tapið gegn Fram í Eimskipsbikarnum á mánudaginn hefði setið í mönnum. „Ég veit ekki hvað þetta var hjá okkur. Þetta var hörmung. Það er eðlilegt að bikarleikurinn sitji aðeins í mönnum en ekki svona mikið. Við tókum seinni bylgju og hraðaupphlaup þegar við komumst inn í leikinn á ný en það hefur vantað í síðustu leikjum. Það er erfitt að eiga við þetta lið Akureyrar. Þá vantar mann til að klára þessa jöfnu leiki, þeir eru inni í öllum leikjum."- gmi Olís-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Lánleysi Akureyringa heldur áfram í N1-deild karla en þeir töpuðu með einu marki gegn Stjörnunni í gær þar sem norðanmaðurinn Heimir Örn Árnason skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir. Stjarnan marði mikilvægan sigur á Akureyri, 30-29, í sveiflukenndum leik í Mýrinni. Stjarnan hélt þar með lífi í titilvonum sínum en liðið er sex stigum á eftir toppliði Hauka og á einn leik til góða. Akureyri er enn í bullandi fallbaráttu með sex stig líkt og Afturelding í sjötta og sjöunda sæti N1-deildarinnar. Það var einstaklega fámennt í Mýrinni í gær og vel undir 100 manns að fylgjast með leiknum þótt starfsmenn og varamenn liðanna séu taldir með. Það var eins og fámennið slægi heimamenn út af laginu og liðið teldi sig vera að spila æfingaleik, slíkt var andleysið. Gestirnir frá Akureyri voru aftur á móti tilbúnir í verkefnið og skoruðu sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Akureyri gerði enn betur og náði sjö marka forystu þegar 13 mínútur voru til leikhlés, 4-11. Þá hrökk Stjarnan í gang og skoraði tíu mörk gegn þrem fram að leikhlé og jafnaði metin í 14-14. Sóknarleikur Akureyrar hrundi þegar Jónatan Þór Magnússon var tekinn úr umferð og virtist liðið ekki hafa fundið lausnir við varnarleik Stjörnunnar í upphafi síðari hálfleiks. Stjarnan náði fljótt þriggja marka forystu, 19-16. Akureyri skoraði þrjú næstu mörk leiksins og Stjarnan svaraði með því að komast í 23-20. Þá hrundi leikur heimamanna á ný og Akureyri komst í 26-28 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Stjarnan skoraði þá þrjú mörk í röð en Akureyri náði að jafna metin þegar 40 sekúndur lifðu leiks og virtist liðið hafa nælt sér í stig. Það var ekki því Akureyringurinn Heimir Örn Árnason sem fór fyrir liði Stjörnunnar í leiknum tryggði sínum mönnum sigur með marki úr erfiðri stöðu þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum og Akureyri hafði ekki tíma til að koma boltanum í leik á ný. Heimir Örn, hetja Stjörnunnar, sagði að tapið gegn Fram í Eimskipsbikarnum á mánudaginn hefði setið í mönnum. „Ég veit ekki hvað þetta var hjá okkur. Þetta var hörmung. Það er eðlilegt að bikarleikurinn sitji aðeins í mönnum en ekki svona mikið. Við tókum seinni bylgju og hraðaupphlaup þegar við komumst inn í leikinn á ný en það hefur vantað í síðustu leikjum. Það er erfitt að eiga við þetta lið Akureyrar. Þá vantar mann til að klára þessa jöfnu leiki, þeir eru inni í öllum leikjum."- gmi
Olís-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira