Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu 9. janúar 2007 15:15 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á heimili konunnar reynt að þröngva henni til samræðis við sig þar sem hann hann brá belti um háls hennar og herti að, dró konuna niður á gólf með því að toga í beltið, settist klofvega ofan á hana, tók hana úr buxum og nærbuxum, þrýsti öðru hnénu á upphandlegg hennar og hélt henni þannig fastri um stund. Við þetta hlaut konan mar á hálsi, blæðingar undir húð á hálsi og andliti og marblett á hægri olnboga. Konan hélt því fram fyrir dómi að fyrrverandi eiginmaður sinn hefði brugðist svona við þegar hún neitaði að hafa við hann samræði en maðurinn hélt því fram að hann hefði reiðst vegna ásakana konunnar um hirðuleysi hans gagnvart dóttur þeirra. Þá neitaði hann að hafa reynt að nauðga konunni. Bent er á í dómnum að í málinu liggi ekki fyrir upplýsingar um hvernig ákærði fór að því að færa sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum þegar hún lá á gólfinu meðan hann hélt lykkjunni fastri um háls hennar og sat ofan á henni. Þá hafi konan sagst ekki muna hvernig ákærði náði henni úr fötunum eða hvort hann hafi eyðilagt fötin við það. Verði því ekki fram hjá því litið að mati dómsins að framburður stúlkunnar njóti ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins að þessu leyti. Taldi dómurinn því að fyrir hendi væri skynsamlegur vafi um hvort maðurinn hefði fært sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum og sýknaði hann af ákæru um tilraun til nauðgunar. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás sem dómurinn segir hafa verið lífshættulega, fólskulega og unna innan veggja heimilis fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður, sem átti sér einskis ills von frá hans hendi. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á að kynferðislegar hvatir hafi búið að baki árásinni verði engu síður að líta til þess að ofbeldi ákærða stóð yfir í umtalsverðan tíma og var til þess fallið að niðurlægja barnsmóður hans og svipta hana mannlegri reisn.Á hinn bóginn megi líta til þess að líkamlegir áverkar konunnar hafi verið smávægilegir og að ákærði hafi sýnt nokkur merki iðrunar í framhaldi af broti sínu enda þótt hann játaði það ekki fyrir lögreglu. Þá verði enn fremur að líta til þess að rúmlega tuttugu mánuðir séu liðnir frá því brotið var framið og að óútskýrðar tafir hefðu orðið á lögreglurannsókn málsins.Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi sannað að maðurinn hefði gert tilraun til að nauðga konunni. Því bæri að þyngja refsinguna og dæma hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á heimili konunnar reynt að þröngva henni til samræðis við sig þar sem hann hann brá belti um háls hennar og herti að, dró konuna niður á gólf með því að toga í beltið, settist klofvega ofan á hana, tók hana úr buxum og nærbuxum, þrýsti öðru hnénu á upphandlegg hennar og hélt henni þannig fastri um stund. Við þetta hlaut konan mar á hálsi, blæðingar undir húð á hálsi og andliti og marblett á hægri olnboga. Konan hélt því fram fyrir dómi að fyrrverandi eiginmaður sinn hefði brugðist svona við þegar hún neitaði að hafa við hann samræði en maðurinn hélt því fram að hann hefði reiðst vegna ásakana konunnar um hirðuleysi hans gagnvart dóttur þeirra. Þá neitaði hann að hafa reynt að nauðga konunni. Bent er á í dómnum að í málinu liggi ekki fyrir upplýsingar um hvernig ákærði fór að því að færa sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum þegar hún lá á gólfinu meðan hann hélt lykkjunni fastri um háls hennar og sat ofan á henni. Þá hafi konan sagst ekki muna hvernig ákærði náði henni úr fötunum eða hvort hann hafi eyðilagt fötin við það. Verði því ekki fram hjá því litið að mati dómsins að framburður stúlkunnar njóti ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins að þessu leyti. Taldi dómurinn því að fyrir hendi væri skynsamlegur vafi um hvort maðurinn hefði fært sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum og sýknaði hann af ákæru um tilraun til nauðgunar. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás sem dómurinn segir hafa verið lífshættulega, fólskulega og unna innan veggja heimilis fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður, sem átti sér einskis ills von frá hans hendi. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á að kynferðislegar hvatir hafi búið að baki árásinni verði engu síður að líta til þess að ofbeldi ákærða stóð yfir í umtalsverðan tíma og var til þess fallið að niðurlægja barnsmóður hans og svipta hana mannlegri reisn.Á hinn bóginn megi líta til þess að líkamlegir áverkar konunnar hafi verið smávægilegir og að ákærði hafi sýnt nokkur merki iðrunar í framhaldi af broti sínu enda þótt hann játaði það ekki fyrir lögreglu. Þá verði enn fremur að líta til þess að rúmlega tuttugu mánuðir séu liðnir frá því brotið var framið og að óútskýrðar tafir hefðu orðið á lögreglurannsókn málsins.Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi sannað að maðurinn hefði gert tilraun til að nauðga konunni. Því bæri að þyngja refsinguna og dæma hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira