Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot 19. febrúar 2007 13:35 Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, ásamt lögmanni sínum, Jakobi Möller. MYND/GVA Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira