Leikhópurinn Vesturport efnir til uppákomu á Súfistanum við Laugaveg á morgun, miðvikudagskvöld. Er uppákoman í tengslum við kvikmyndirnar Börn og Foreldrar sem Vesturport frumsýndi nýlega.
Sérstakur gestur kvöldsins er tónlistarmaðurinn Pétur Ben en hann mun flytja lög úr kvikmyndunum og taka þátt í umræðum um þær ásamt leikurum. Hefst uppákoman klukkan 20:00 og eru allir velkomir.
Vesturport og Pétur Ben á Súfistanum
