Leikarinn skemmtilegi Ben Stiller kveðst vera spenntur fyrir að leika á móti Tom Cruise í kvikmynd sem áætlað er að fara í framleiðslu með á næsta ári. Kvikmyndin mun verða byggð á bókunum um The Hardy Boys og bera heitið Hardy Men. Hún fjallar um bræðurna Frank og Joe Hardy á fullorðinsárum sínum þar sem þeir reyna að leysa ráðgátur.
Ben lét þessi orð falla þegar hann tók á móti Hasty Pudding leikhúsverðlaununum í Harvard háskóla í Bandaríkjunum á föstudag. Hann sagðist vera mjög spenntur fyrir að vinna með Tom Cruise þar sem hann hefði alltaf verið mikill aðdáandi hans.