Leikarinn Ken Davitian, sem hvað þekktastur er fyrir hlutverk sitt á móti Sacha Baron Cohen í kvikmyndinni Borat, hefur landað hlutverki í kvikmynd sem er endurgerð sjónvarpsþáttarraðarinnar Get Smart og áætlað er að komi út á næsta ári.
Meðleikarar Kens í myndinni verða Steve Carell, sem leikur Maxwell Smart, Anne Hathaway, í hlutverki Agent 99 og Óskarsverðlaunahafinn Alan Arkin leikur aðalstjórnandann, eða Chief of Control. Ken Davitian mun verða í hlutverki ills aðstoðarmanns formanns glæpasamtakanna KAOS.
Ken sagði hlutverkið vera mikinn heiður fyrir sig þar sem þetta væri fyrsta hlutverk hans á móti slíkum stórleikurum.