Yamaha ökumaðurinn Josh Coppins fór með sigur af hólmi í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í motocross sem fram fór í Valkenswaard. Mikið var talað um að Coppins væri líkur Stefan Everts í akstri en hann vann auðveldan sigur á þeim Jonathan Barragan, Steve Ramon og Kevin Strijbos.
Í 250cc flokknum hélt Yamaha sigurgöngu sinni áfram þegar Antonio Cairoli vann erfiðan sigur á andstæðingnum sínum Tyla Rattray. Brautin var skemmtilega og var áhorfendum skemmt með mikilli spennu þennan dag.