Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna Jónas Haraldsson skrifar 17. apríl 2007 07:16 Nemendur sjást hér ferjaðir úr Norris Hall byggingunni eftir seinni skotárásina. MYND/AP Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri átti sér stað í heimavist klukkan korter yfir sjö um morgunin. Talið er að ungur maður hafi labbað inn og leitað að kærustunni sinni. Hann hafi síðan rifist við hana og skotið hana og aðstoðarmann á heimavistinni til bana. Lögregla kom fljótt á staðinn og taldi að maðurinn hefði yfirgefið skólalóðina. Henni var því ekki lokað heldur aðeins umræddri heimavist. Lögreglan hóf þá að rannsaka morðin tvö og taldi þau vera vegna heimiliserja. Tveimur tímum síðar hófst skothríð í verkfræði- og vísindabyggingu skólans, sem er um kílómetra í burtu frá heimavistinni. Þar lét 31 lífið og þar á meðal skotmaðurinn. Hann hafði lokað inngöngum í bygginguna með keðjum áður en hann gekk um og skaut að því er virðist án tilefnis og ástæðu á fólk í skólastofum. Hann var vopnaður tveimur skammbyssum. Lögregla kom á staðinn og þurfti að brjótast inn í bygginguna. Hún elti byssumanninnn uppi en kom að honum látnum. 15 að auki særðust í seinni árásinni. Lögreglan segir að lýsingum vitna á fyrri og þeim sem fannst látinn á vettvangi seinni árásinnar beri ekki alveg saman. Hún telur sig þó vita hver seinni skotmaðurinn er en hefur ekki enn viljað skýra frá nafni hans. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við fyrstu árásinni og að hafa ekki lokað skólalóðinni strax. Hún sagði þó að um tuttugu og sex þúsund manns væru á skólalóðinni, auk starfsfólks, og að erfitt væri að gera öllum viðvart í einu. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri átti sér stað í heimavist klukkan korter yfir sjö um morgunin. Talið er að ungur maður hafi labbað inn og leitað að kærustunni sinni. Hann hafi síðan rifist við hana og skotið hana og aðstoðarmann á heimavistinni til bana. Lögregla kom fljótt á staðinn og taldi að maðurinn hefði yfirgefið skólalóðina. Henni var því ekki lokað heldur aðeins umræddri heimavist. Lögreglan hóf þá að rannsaka morðin tvö og taldi þau vera vegna heimiliserja. Tveimur tímum síðar hófst skothríð í verkfræði- og vísindabyggingu skólans, sem er um kílómetra í burtu frá heimavistinni. Þar lét 31 lífið og þar á meðal skotmaðurinn. Hann hafði lokað inngöngum í bygginguna með keðjum áður en hann gekk um og skaut að því er virðist án tilefnis og ástæðu á fólk í skólastofum. Hann var vopnaður tveimur skammbyssum. Lögregla kom á staðinn og þurfti að brjótast inn í bygginguna. Hún elti byssumanninnn uppi en kom að honum látnum. 15 að auki særðust í seinni árásinni. Lögreglan segir að lýsingum vitna á fyrri og þeim sem fannst látinn á vettvangi seinni árásinnar beri ekki alveg saman. Hún telur sig þó vita hver seinni skotmaðurinn er en hefur ekki enn viljað skýra frá nafni hans. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við fyrstu árásinni og að hafa ekki lokað skólalóðinni strax. Hún sagði þó að um tuttugu og sex þúsund manns væru á skólalóðinni, auk starfsfólks, og að erfitt væri að gera öllum viðvart í einu.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira