Sarko og Sego komin áfram 22. apríl 2007 19:15 Samkvæmt fyrstu tölum úr frönsku forsetakosningunum eru þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komin áfram í síðari umferðina sem fram fer 6. maí næstkomanid. Sarkozy fékk 30,5 prósent atkvæða en Royal 24,3 prósent. Francois Bayrou fékk rúm átján prósent og Jean Marie Le Pen tólf prósent. 84 prósent mættu á kjörstað sem er einhver mesta kjörsókn um árabil. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis kusu hins vegar í gær. Frá fyrstu mínútu var ljóst að þorri kjósenda ætlaði að neyta atkvæðisréttar síns því strax klukkan tíu hafði þriðjungur þeirra greitt atkvæði, tíu prósentum fleiri en í fyrri umferð kosninganna 2002. Í allan dag var svo kjörsóknin jöfn og góð. Á meðal þeirra fyrstu sem mættu í kjördeild sína í morgun var Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna, en hann greiddi atkvæði í Neuilly-sur-Seine í útjaðri Parísar. Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista var brosmild þegar hún gekk út úr kjörklefanum í heimabæ sínum Melle og ekki var annað að sjá en að miðjumaðurinn Francois Bayrou og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen væru nokkuð borubrattir þar sem þeir greiddu atkvæði á sínum kjörstöðum. Báðir hafa þeir eflaust vonast til að fá bróðurpartinn af atkvæðum óákveðinna en fyrir helgi virtist þriðjungur kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn. Miðað við svörin á kjörstöðum í morgun er það hins vegar ekki sjálfgefið. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Samkvæmt fyrstu tölum úr frönsku forsetakosningunum eru þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komin áfram í síðari umferðina sem fram fer 6. maí næstkomanid. Sarkozy fékk 30,5 prósent atkvæða en Royal 24,3 prósent. Francois Bayrou fékk rúm átján prósent og Jean Marie Le Pen tólf prósent. 84 prósent mættu á kjörstað sem er einhver mesta kjörsókn um árabil. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis kusu hins vegar í gær. Frá fyrstu mínútu var ljóst að þorri kjósenda ætlaði að neyta atkvæðisréttar síns því strax klukkan tíu hafði þriðjungur þeirra greitt atkvæði, tíu prósentum fleiri en í fyrri umferð kosninganna 2002. Í allan dag var svo kjörsóknin jöfn og góð. Á meðal þeirra fyrstu sem mættu í kjördeild sína í morgun var Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna, en hann greiddi atkvæði í Neuilly-sur-Seine í útjaðri Parísar. Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista var brosmild þegar hún gekk út úr kjörklefanum í heimabæ sínum Melle og ekki var annað að sjá en að miðjumaðurinn Francois Bayrou og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen væru nokkuð borubrattir þar sem þeir greiddu atkvæði á sínum kjörstöðum. Báðir hafa þeir eflaust vonast til að fá bróðurpartinn af atkvæðum óákveðinna en fyrir helgi virtist þriðjungur kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn. Miðað við svörin á kjörstöðum í morgun er það hins vegar ekki sjálfgefið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira