Stuðningur Bayrou gæti ráðið úrslitum 23. apríl 2007 19:30 Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal. Á forsíðu franska blaðsins Le Parisien í morgun segir að kjósendur miðjumannsins Francois Bayrou, sem hafnaði í þriðja sæti, ráði úrslitum í annarri umferð 6. maí næstkomandi. Blaðið Liberation spáir harðri baráttu, konunglegri jafnvel, með vísan í nafn sósíalistans Segolen Royal. Niðurstaðan í gær var eftir bókinni. Frambjóðendur sósíalista og hægrimanna fara í næstu umferð líkt og spáð var. Miðjumenn geta þá valið hvort þeir halli sér til hægri eða vinstri. Bayrou hefur boðað yfirlýsingu á miðvikudaginn. Hvað í henni felst er óvíst - hugsanlega stuðningur við annan frambjóðendanna eða þá við hvorugan. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og áhugamaður um frönsk stjórnmál, segir Bayrou hafa það markmið að tryggja flokk sinn sem stærstan í þingkosningum í Frakklandi í júní næstkomandi. Það muni ráða því hvernig hann tjái sig á miðvikudaginn. Fjórði í kosningunum í gær varð hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen sem bauð sig fram til forseta í fimmta sinn. 2002 náði hann óvænt í aðra umferð. Að þessu sinni tókst það ekki og fékk hann tíu komma fjögur prósent atkvæða. Margir Frakkar eru sagðir hafa varpað öndinni léttar þar sem hörð andstaða hans við innflytjendur hafi ekki fengið hljómgrunn. Þakka megi Sarkozy niðurstöðuna. Dominique Moisi, stjórnmálaskýrandi, segir hann hafa tekist markmið sitt, að fá þriðjung stuðningsmanna Le Pen til að kjósa sig. Það hafi lagt Le Pen að velli. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gærkvöldi eftir að úrslit lágu fyrir fengi Sarkozy á bilinu 52-54% atkvæða í síðari umferð kosninganna en Royal 46-48% atkvæða. Sjónvarpskappræður Sarkozy og Royal verða 2. maí næstkomandi. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal. Á forsíðu franska blaðsins Le Parisien í morgun segir að kjósendur miðjumannsins Francois Bayrou, sem hafnaði í þriðja sæti, ráði úrslitum í annarri umferð 6. maí næstkomandi. Blaðið Liberation spáir harðri baráttu, konunglegri jafnvel, með vísan í nafn sósíalistans Segolen Royal. Niðurstaðan í gær var eftir bókinni. Frambjóðendur sósíalista og hægrimanna fara í næstu umferð líkt og spáð var. Miðjumenn geta þá valið hvort þeir halli sér til hægri eða vinstri. Bayrou hefur boðað yfirlýsingu á miðvikudaginn. Hvað í henni felst er óvíst - hugsanlega stuðningur við annan frambjóðendanna eða þá við hvorugan. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og áhugamaður um frönsk stjórnmál, segir Bayrou hafa það markmið að tryggja flokk sinn sem stærstan í þingkosningum í Frakklandi í júní næstkomandi. Það muni ráða því hvernig hann tjái sig á miðvikudaginn. Fjórði í kosningunum í gær varð hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen sem bauð sig fram til forseta í fimmta sinn. 2002 náði hann óvænt í aðra umferð. Að þessu sinni tókst það ekki og fékk hann tíu komma fjögur prósent atkvæða. Margir Frakkar eru sagðir hafa varpað öndinni léttar þar sem hörð andstaða hans við innflytjendur hafi ekki fengið hljómgrunn. Þakka megi Sarkozy niðurstöðuna. Dominique Moisi, stjórnmálaskýrandi, segir hann hafa tekist markmið sitt, að fá þriðjung stuðningsmanna Le Pen til að kjósa sig. Það hafi lagt Le Pen að velli. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gærkvöldi eftir að úrslit lágu fyrir fengi Sarkozy á bilinu 52-54% atkvæða í síðari umferð kosninganna en Royal 46-48% atkvæða. Sjónvarpskappræður Sarkozy og Royal verða 2. maí næstkomandi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira