Varnarasamkomulag við Dani og Norðmenn í höfn 24. apríl 2007 12:00 Samningar um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Samkvæmt norska blaðinu Aftonposten felur samkomulagið við Norðmenn það í sér að norski flughersinn sjái um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Viðræður við Norðmenn og Dani um samstarf í varnarmálum á Norður-Atlantshafi hafa staðið síðan í fyrra. Norsk sendinefnd skoðaði varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli í desember og það hefur dönsk nefnd einnig gert. Íslendingar hafa einnig rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf og Atlantshafsbandalagið sjálft boðað eftirlitsflug. Fjallað er ítarlega um væntanlegt varnar- og öryggissamstarf Íslands og Noregs í norska dagblaðinu Aftenposten í dag en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá samkomulaginu við Norðmenn í gær. Í Aftenposten í dag segir að Íslendingar hafi verið varnarlausir frá því að Bandaríkjamenn hafi lokað herstöð sinni á Miðnesheiði. Því hafi Íslendingar leitað til Norðmanna og Dana um samstarf í varnarmálum. Blaðið segir að samkvæmt fyrirhuguðu varnar- og öryggissamstarfi landanna muni norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding af hálfu Noregs ef til ófriðar kemur. Hægt sé að ímynda sér að norski herinn muni auknum mæli taka þátt í heræfingum hér á landi í samstarfi við aðrar þjóðir. Greinarhöfundur segir að með þessu framlagi sé Noregur að hjálpa Íslendingum að viðhalda sjálfstæði sínu. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman til óformlegs fundar í Ósló í Noregi á fimmtudag og föstudag til að ræða verkefni bandalagsins í Afganistan og Kósóvó. Á fimmtudeginum fundar Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, annars vegar með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, og hins vegar með Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, og verður þá gegnið frá samningunum. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Samningar um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Samkvæmt norska blaðinu Aftonposten felur samkomulagið við Norðmenn það í sér að norski flughersinn sjái um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Viðræður við Norðmenn og Dani um samstarf í varnarmálum á Norður-Atlantshafi hafa staðið síðan í fyrra. Norsk sendinefnd skoðaði varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli í desember og það hefur dönsk nefnd einnig gert. Íslendingar hafa einnig rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf og Atlantshafsbandalagið sjálft boðað eftirlitsflug. Fjallað er ítarlega um væntanlegt varnar- og öryggissamstarf Íslands og Noregs í norska dagblaðinu Aftenposten í dag en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá samkomulaginu við Norðmenn í gær. Í Aftenposten í dag segir að Íslendingar hafi verið varnarlausir frá því að Bandaríkjamenn hafi lokað herstöð sinni á Miðnesheiði. Því hafi Íslendingar leitað til Norðmanna og Dana um samstarf í varnarmálum. Blaðið segir að samkvæmt fyrirhuguðu varnar- og öryggissamstarfi landanna muni norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding af hálfu Noregs ef til ófriðar kemur. Hægt sé að ímynda sér að norski herinn muni auknum mæli taka þátt í heræfingum hér á landi í samstarfi við aðrar þjóðir. Greinarhöfundur segir að með þessu framlagi sé Noregur að hjálpa Íslendingum að viðhalda sjálfstæði sínu. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman til óformlegs fundar í Ósló í Noregi á fimmtudag og föstudag til að ræða verkefni bandalagsins í Afganistan og Kósóvó. Á fimmtudeginum fundar Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, annars vegar með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, og hins vegar með Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, og verður þá gegnið frá samningunum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira