Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum 11. maí 2007 12:03 Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag. Kosningar 2007 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag.
Kosningar 2007 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira