Fimmti hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur orðið við áskorun Jóhannesar Jónssonar, í Bónus, og strikað út Björn Bjarnason af lista flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur samkvæmt nýjustu tölum fengið tæplega 12 þúsund atkvæði í kjördæminu og miðað við það hafa um 2.400 kjósendur flokksins strikað út nafn Björns.
Jóhannes auglýsti fyrir helgi í dagblöðum þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika nafn Björns útaf lista flokksins.