Stjórnin heldur enn eins manns forskoti samkvæmt nýjum tölum frá Suðurkjördæmi. Búið er að telja rúmlega helming atkvæða þar.
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur einn þingmann á kostnað Samfylkingarinnar. Búið er að telja hátt í 19 þúsund atkvæði í kjördæminu en alls eru um 30 þúsund manns á kjörskrá.