Guðjón Arnar segist þokkalega sáttur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. maí 2007 12:18 MYND/Sigurður Jökull Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. „Við höldum okkar fjölda þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að okkur," segir Guðjón. Þingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson náðu ekki kjöri en í stað þeirra koma inn á þing þeir Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson. Á kjörtímabilinu sem var að líða yfirgaf Gunnar Örlygsson þingflokkinn en seinna gekk Kristinn H. Gunnarsson til liðs við frjálslynda. Guðjón segist viss um að þeir Magnús og Sigurjón eigi eftir að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að detta út af þingi. „ Þetta eru ungir og efnilegir menn sem eiga framtíðina fyrir sér," segir hann. Aðspurður um hvernig næstu dagar komi til með að þróast segist hann gera ráð fyrir því að Geir Haarde muni fara sér hægt. „Ég geri ráð fyrir því að Geir taki sér tíma í að velta þessu fyrir sér. Framsóknarflokkurinn fær hins vegar mikinn skell og miðað við yfirlýsingar formannsins og fleiri leiðtoga flokksins er ekki hægt að draga ályktanir um að þeir ætli sér að starfa áfram í þessari ríkisstjórn", segir Guðjón Arnar. „En þetta skýrist fyrr en síðar og það eiga allir eftir að ræða við alla." Að sögn Guðjóns er greinilegt að flokkurinn sé að festa sig í sessi þrátt fyrir spár um annað „Við erum greinilega að festa okkur í sessi, komum út á sama stað og síðast, og vantar bara örfá atkvæði til að ná fimmta manni inn. Við erum eina ferðina enn að lenda í því að vera sá flokkur sem er með flest atkvæði á bak við hvern þingmann, en svona er kerfið bara og lítið við því að segja." 3308 atkvæði eru á bakvið hvern þingmann flokksins. Kosningar 2007 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. „Við höldum okkar fjölda þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að okkur," segir Guðjón. Þingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson náðu ekki kjöri en í stað þeirra koma inn á þing þeir Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson. Á kjörtímabilinu sem var að líða yfirgaf Gunnar Örlygsson þingflokkinn en seinna gekk Kristinn H. Gunnarsson til liðs við frjálslynda. Guðjón segist viss um að þeir Magnús og Sigurjón eigi eftir að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að detta út af þingi. „ Þetta eru ungir og efnilegir menn sem eiga framtíðina fyrir sér," segir hann. Aðspurður um hvernig næstu dagar komi til með að þróast segist hann gera ráð fyrir því að Geir Haarde muni fara sér hægt. „Ég geri ráð fyrir því að Geir taki sér tíma í að velta þessu fyrir sér. Framsóknarflokkurinn fær hins vegar mikinn skell og miðað við yfirlýsingar formannsins og fleiri leiðtoga flokksins er ekki hægt að draga ályktanir um að þeir ætli sér að starfa áfram í þessari ríkisstjórn", segir Guðjón Arnar. „En þetta skýrist fyrr en síðar og það eiga allir eftir að ræða við alla." Að sögn Guðjóns er greinilegt að flokkurinn sé að festa sig í sessi þrátt fyrir spár um annað „Við erum greinilega að festa okkur í sessi, komum út á sama stað og síðast, og vantar bara örfá atkvæði til að ná fimmta manni inn. Við erum eina ferðina enn að lenda í því að vera sá flokkur sem er með flest atkvæði á bak við hvern þingmann, en svona er kerfið bara og lítið við því að segja." 3308 atkvæði eru á bakvið hvern þingmann flokksins.
Kosningar 2007 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira