Erfðaefni úr óþekktum manni fannst í herbergi Madeleine McCann þar sem hún svaf þegar henni var rænt. Þetta kemur fram í portúgalska innanbæjarblaðinu 24 Horas. Blaðið segir að erfðaefnið sé hvorki úr foreldrum stúlkunnar né börnunum þremur. Það er ekki heldur úr þeim sem hafa legið undir grun í málinu.
Á fréttavef Sky segir að portúgalska lögreglan hafi afhent réttarrannsóknaraðilum sýnið. Blaðið segir um nýjan aðila að ræða. Aðila sem ekki hafi tengst rannsókninni áður.
Nú eru 29 dagar síðan Madeleine var tekin sofandi úr herberginu á sumarleyfisstaðnum Praia da Luz.
