Sól og skjól á nýju Lækjartorgi Dagur B. Eggertsson skrifar 31. júlí 2007 05:30 Fyrir 10 árum trúði því enginn að hægt væri að sitja úti og sötra kaffi á Íslandi. Mestu hörkutólin létu sig hafa það umvafðir lopapeysu og lyngi til fjalla. Undanfarnar vikur hafa verið þannig að jafnvel sólríkustu bernskuminningar blikna. Miðjarðarhafsloftslagið í görðum höfuðborgarsvæðisins má þó líklega ekki síður þakka trjám og gróðri sem gjörbreytt hafa veðráttunni í grónum hverfum. Austurvöllur er svo líklega besta dæmið um skjól af manna völdum. Þessi óviðjafnanlegi mannlífspottur sem kraumað hefur í allt sumar ætti jafnframt að vera okkur fyrirmynd í því hvernig við skipuleggjum og búum okkur skjól í borginni. Það er hins vegar lyginni líkast að ekki eru nema fáein ár síðan Austurvöllur var eins og illa nýtt húsasund þar sem helst mátti sjá alþingismenn skáskjóta augunum til Jóns forseta á einmana hlaupum í þinghúsið. Eina lífið að öðru leyti voru stöku mótmæli, fjallkonan á 17. júní eða frostbitin móttaka á hinu ágæta jólatré sem Oslóar-borg sendir okkur af rausn á aðventunni. Hvað breyttist? Áhersla var lögð á að efla miðborgina, breikka gangstéttar, kaupa laglega ljósastaura, hengja upp blómaker og laga beð. Síðast en ekki síst var slakað á reglugerðarklónni og veitingamönnum gert kleift að afgreiða viðskiptavini sína á torgum úti. Bingó! Tækifærið á LækjartorgiLækjartorg hefur tekið ögn við sér með tilkomu útiveitinga og kaffisölu Segafredo en er þó jafnan autt og frekar dautt. Héraðsdómur Reykjavíkur er sérlega líflaus starfsemi í gamla Útvegsbankahúsinu og Hafnarstræti 20 sem sjálfsagt var ætlað að skerma torgið af fyrir norðanáttinni hefur aldrei tekist það og hefur raunar uppskorið hið vafasama heiti „ljóta húsið við Lækjartorg", hvort sem það getur talist sanngjarnt eða ekki. Andlitslyfting Lækjartorgs er því tvímælalaust eitt mikilvægasta miðborgarverkefnið sem borgaryfirvöld standa frammi fyrir. Undirbúningur að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í austurhöfninni varð til þess að hugmyndir að endurnýjun Lækjartorgs fengu vængi. Milli tónlistarhússins og Lækjartorgs er gert ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans rísi. Fyrir ári síðan minnti tækifærið til að láta hendur standa fram úr ermum enn á sig. Þá festi Landsbankinn kaup á „ljóta húsinu" til niðurrifs. Samfylkingin í Reykjavík lagði þegar til að teknar yrðu upp viðræður við bankann um að endurskapa skjólgott Lækjartorg með heildarskipulagi sem tæki mið af uppbyggingu Tónlistarhússins, niðurrifi Hafnarstrætishússins og uppbyggingar höfuðstöðva bankans. Bruninn ýtti við aðgerðumTillaga Samfylkingarinnar um endurnýjun Lækjartorgs hafði legið óhreyfð í skipulagsráði borgarinnar í nærri heilt ár þegar eldur varð laus í húsunum við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Bruninn skilur eftir sig vandfyllt skarð. Borgarstjóri hafði upp stór orð um umfangsmikil uppkaup borgarinnar á brunnum eignum. Ekkert hefur spurst til þessara yfirlýsinga síðan. Hinn hörmulegi bruni varð þó til þess að skriður komst loks á vinnu að heildarskipulagi svæðisins. Til að leggja grunn að endurbyggingu beggja vegna Lækjartorgs hafa nú verið valdir sex hópar innlendra og erlendra arkitekta. Þeir verða kostaðir til að skila inn hugmyndum að skipulagi svæðisins. Þær hugmyndir munu keppa, nafnlaust, við tillögur sem öllum er frjálst að senda inn í leit borgarinnar að hugmyndum fyrir uppbyggingu svæðisins. Frestur til að skila inn rennur út 9. ágúst nk. Góð samstaða hefur náðst um það markmið að horn Austurstrætis og Lækjargötu kallist áfram á við söguna og hið gamla andlit Reykjavíkur. Við uppbygginguna er ekki síður mikilvægt að borgaryfirvöld og samstarfsaðilar á svæðinu taki höndum saman um að útlit, skipulag og byggingarlist á þessum lykilstað verði meðal þess besta sem reist hefur verið í Reykjavík. Líklega skiptir þó ekki minnstu að götur, sund og torg verði þaulhugsuð þannig að mannlíf, sól og skjól njóti sín til fulls. Samfylkingin mun beita sér fyrir þessari framtíðarsýn og opnum faglegum vinnubrögðum í þeirri mikilvægu og vandasömu vinnu sem framundan er. Undir engum kringumstæðum má heldur gerast að annar vetur líði, án ákvarðana. Innan við þrjú ár eru þar til vígja á tónlistarhúsið. Á svæðinu þar í kring á jafnframt að rísa nær tvöfalt byggingarmagn þess í formi hágæðahótels, verslana, íbúða og áðurnefndra höfuðstöðva Landsbankans. Þessi uppbygging þarf að komast á hönnunarstig eigi hún að haldast í hendur við byggingu tónlistarhússins. Það hlýtur að vera öllum kappsmál. Opnir grunnar og hálfköruð torg sæma ekki svo glæsilegri og mikilvægri framkvæmd.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir 10 árum trúði því enginn að hægt væri að sitja úti og sötra kaffi á Íslandi. Mestu hörkutólin létu sig hafa það umvafðir lopapeysu og lyngi til fjalla. Undanfarnar vikur hafa verið þannig að jafnvel sólríkustu bernskuminningar blikna. Miðjarðarhafsloftslagið í görðum höfuðborgarsvæðisins má þó líklega ekki síður þakka trjám og gróðri sem gjörbreytt hafa veðráttunni í grónum hverfum. Austurvöllur er svo líklega besta dæmið um skjól af manna völdum. Þessi óviðjafnanlegi mannlífspottur sem kraumað hefur í allt sumar ætti jafnframt að vera okkur fyrirmynd í því hvernig við skipuleggjum og búum okkur skjól í borginni. Það er hins vegar lyginni líkast að ekki eru nema fáein ár síðan Austurvöllur var eins og illa nýtt húsasund þar sem helst mátti sjá alþingismenn skáskjóta augunum til Jóns forseta á einmana hlaupum í þinghúsið. Eina lífið að öðru leyti voru stöku mótmæli, fjallkonan á 17. júní eða frostbitin móttaka á hinu ágæta jólatré sem Oslóar-borg sendir okkur af rausn á aðventunni. Hvað breyttist? Áhersla var lögð á að efla miðborgina, breikka gangstéttar, kaupa laglega ljósastaura, hengja upp blómaker og laga beð. Síðast en ekki síst var slakað á reglugerðarklónni og veitingamönnum gert kleift að afgreiða viðskiptavini sína á torgum úti. Bingó! Tækifærið á LækjartorgiLækjartorg hefur tekið ögn við sér með tilkomu útiveitinga og kaffisölu Segafredo en er þó jafnan autt og frekar dautt. Héraðsdómur Reykjavíkur er sérlega líflaus starfsemi í gamla Útvegsbankahúsinu og Hafnarstræti 20 sem sjálfsagt var ætlað að skerma torgið af fyrir norðanáttinni hefur aldrei tekist það og hefur raunar uppskorið hið vafasama heiti „ljóta húsið við Lækjartorg", hvort sem það getur talist sanngjarnt eða ekki. Andlitslyfting Lækjartorgs er því tvímælalaust eitt mikilvægasta miðborgarverkefnið sem borgaryfirvöld standa frammi fyrir. Undirbúningur að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í austurhöfninni varð til þess að hugmyndir að endurnýjun Lækjartorgs fengu vængi. Milli tónlistarhússins og Lækjartorgs er gert ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans rísi. Fyrir ári síðan minnti tækifærið til að láta hendur standa fram úr ermum enn á sig. Þá festi Landsbankinn kaup á „ljóta húsinu" til niðurrifs. Samfylkingin í Reykjavík lagði þegar til að teknar yrðu upp viðræður við bankann um að endurskapa skjólgott Lækjartorg með heildarskipulagi sem tæki mið af uppbyggingu Tónlistarhússins, niðurrifi Hafnarstrætishússins og uppbyggingar höfuðstöðva bankans. Bruninn ýtti við aðgerðumTillaga Samfylkingarinnar um endurnýjun Lækjartorgs hafði legið óhreyfð í skipulagsráði borgarinnar í nærri heilt ár þegar eldur varð laus í húsunum við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Bruninn skilur eftir sig vandfyllt skarð. Borgarstjóri hafði upp stór orð um umfangsmikil uppkaup borgarinnar á brunnum eignum. Ekkert hefur spurst til þessara yfirlýsinga síðan. Hinn hörmulegi bruni varð þó til þess að skriður komst loks á vinnu að heildarskipulagi svæðisins. Til að leggja grunn að endurbyggingu beggja vegna Lækjartorgs hafa nú verið valdir sex hópar innlendra og erlendra arkitekta. Þeir verða kostaðir til að skila inn hugmyndum að skipulagi svæðisins. Þær hugmyndir munu keppa, nafnlaust, við tillögur sem öllum er frjálst að senda inn í leit borgarinnar að hugmyndum fyrir uppbyggingu svæðisins. Frestur til að skila inn rennur út 9. ágúst nk. Góð samstaða hefur náðst um það markmið að horn Austurstrætis og Lækjargötu kallist áfram á við söguna og hið gamla andlit Reykjavíkur. Við uppbygginguna er ekki síður mikilvægt að borgaryfirvöld og samstarfsaðilar á svæðinu taki höndum saman um að útlit, skipulag og byggingarlist á þessum lykilstað verði meðal þess besta sem reist hefur verið í Reykjavík. Líklega skiptir þó ekki minnstu að götur, sund og torg verði þaulhugsuð þannig að mannlíf, sól og skjól njóti sín til fulls. Samfylkingin mun beita sér fyrir þessari framtíðarsýn og opnum faglegum vinnubrögðum í þeirri mikilvægu og vandasömu vinnu sem framundan er. Undir engum kringumstæðum má heldur gerast að annar vetur líði, án ákvarðana. Innan við þrjú ár eru þar til vígja á tónlistarhúsið. Á svæðinu þar í kring á jafnframt að rísa nær tvöfalt byggingarmagn þess í formi hágæðahótels, verslana, íbúða og áðurnefndra höfuðstöðva Landsbankans. Þessi uppbygging þarf að komast á hönnunarstig eigi hún að haldast í hendur við byggingu tónlistarhússins. Það hlýtur að vera öllum kappsmál. Opnir grunnar og hálfköruð torg sæma ekki svo glæsilegri og mikilvægri framkvæmd.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun