Sól og skjól á nýju Lækjartorgi Dagur B. Eggertsson skrifar 31. júlí 2007 05:30 Fyrir 10 árum trúði því enginn að hægt væri að sitja úti og sötra kaffi á Íslandi. Mestu hörkutólin létu sig hafa það umvafðir lopapeysu og lyngi til fjalla. Undanfarnar vikur hafa verið þannig að jafnvel sólríkustu bernskuminningar blikna. Miðjarðarhafsloftslagið í görðum höfuðborgarsvæðisins má þó líklega ekki síður þakka trjám og gróðri sem gjörbreytt hafa veðráttunni í grónum hverfum. Austurvöllur er svo líklega besta dæmið um skjól af manna völdum. Þessi óviðjafnanlegi mannlífspottur sem kraumað hefur í allt sumar ætti jafnframt að vera okkur fyrirmynd í því hvernig við skipuleggjum og búum okkur skjól í borginni. Það er hins vegar lyginni líkast að ekki eru nema fáein ár síðan Austurvöllur var eins og illa nýtt húsasund þar sem helst mátti sjá alþingismenn skáskjóta augunum til Jóns forseta á einmana hlaupum í þinghúsið. Eina lífið að öðru leyti voru stöku mótmæli, fjallkonan á 17. júní eða frostbitin móttaka á hinu ágæta jólatré sem Oslóar-borg sendir okkur af rausn á aðventunni. Hvað breyttist? Áhersla var lögð á að efla miðborgina, breikka gangstéttar, kaupa laglega ljósastaura, hengja upp blómaker og laga beð. Síðast en ekki síst var slakað á reglugerðarklónni og veitingamönnum gert kleift að afgreiða viðskiptavini sína á torgum úti. Bingó! Tækifærið á LækjartorgiLækjartorg hefur tekið ögn við sér með tilkomu útiveitinga og kaffisölu Segafredo en er þó jafnan autt og frekar dautt. Héraðsdómur Reykjavíkur er sérlega líflaus starfsemi í gamla Útvegsbankahúsinu og Hafnarstræti 20 sem sjálfsagt var ætlað að skerma torgið af fyrir norðanáttinni hefur aldrei tekist það og hefur raunar uppskorið hið vafasama heiti „ljóta húsið við Lækjartorg", hvort sem það getur talist sanngjarnt eða ekki. Andlitslyfting Lækjartorgs er því tvímælalaust eitt mikilvægasta miðborgarverkefnið sem borgaryfirvöld standa frammi fyrir. Undirbúningur að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í austurhöfninni varð til þess að hugmyndir að endurnýjun Lækjartorgs fengu vængi. Milli tónlistarhússins og Lækjartorgs er gert ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans rísi. Fyrir ári síðan minnti tækifærið til að láta hendur standa fram úr ermum enn á sig. Þá festi Landsbankinn kaup á „ljóta húsinu" til niðurrifs. Samfylkingin í Reykjavík lagði þegar til að teknar yrðu upp viðræður við bankann um að endurskapa skjólgott Lækjartorg með heildarskipulagi sem tæki mið af uppbyggingu Tónlistarhússins, niðurrifi Hafnarstrætishússins og uppbyggingar höfuðstöðva bankans. Bruninn ýtti við aðgerðumTillaga Samfylkingarinnar um endurnýjun Lækjartorgs hafði legið óhreyfð í skipulagsráði borgarinnar í nærri heilt ár þegar eldur varð laus í húsunum við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Bruninn skilur eftir sig vandfyllt skarð. Borgarstjóri hafði upp stór orð um umfangsmikil uppkaup borgarinnar á brunnum eignum. Ekkert hefur spurst til þessara yfirlýsinga síðan. Hinn hörmulegi bruni varð þó til þess að skriður komst loks á vinnu að heildarskipulagi svæðisins. Til að leggja grunn að endurbyggingu beggja vegna Lækjartorgs hafa nú verið valdir sex hópar innlendra og erlendra arkitekta. Þeir verða kostaðir til að skila inn hugmyndum að skipulagi svæðisins. Þær hugmyndir munu keppa, nafnlaust, við tillögur sem öllum er frjálst að senda inn í leit borgarinnar að hugmyndum fyrir uppbyggingu svæðisins. Frestur til að skila inn rennur út 9. ágúst nk. Góð samstaða hefur náðst um það markmið að horn Austurstrætis og Lækjargötu kallist áfram á við söguna og hið gamla andlit Reykjavíkur. Við uppbygginguna er ekki síður mikilvægt að borgaryfirvöld og samstarfsaðilar á svæðinu taki höndum saman um að útlit, skipulag og byggingarlist á þessum lykilstað verði meðal þess besta sem reist hefur verið í Reykjavík. Líklega skiptir þó ekki minnstu að götur, sund og torg verði þaulhugsuð þannig að mannlíf, sól og skjól njóti sín til fulls. Samfylkingin mun beita sér fyrir þessari framtíðarsýn og opnum faglegum vinnubrögðum í þeirri mikilvægu og vandasömu vinnu sem framundan er. Undir engum kringumstæðum má heldur gerast að annar vetur líði, án ákvarðana. Innan við þrjú ár eru þar til vígja á tónlistarhúsið. Á svæðinu þar í kring á jafnframt að rísa nær tvöfalt byggingarmagn þess í formi hágæðahótels, verslana, íbúða og áðurnefndra höfuðstöðva Landsbankans. Þessi uppbygging þarf að komast á hönnunarstig eigi hún að haldast í hendur við byggingu tónlistarhússins. Það hlýtur að vera öllum kappsmál. Opnir grunnar og hálfköruð torg sæma ekki svo glæsilegri og mikilvægri framkvæmd.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 10 árum trúði því enginn að hægt væri að sitja úti og sötra kaffi á Íslandi. Mestu hörkutólin létu sig hafa það umvafðir lopapeysu og lyngi til fjalla. Undanfarnar vikur hafa verið þannig að jafnvel sólríkustu bernskuminningar blikna. Miðjarðarhafsloftslagið í görðum höfuðborgarsvæðisins má þó líklega ekki síður þakka trjám og gróðri sem gjörbreytt hafa veðráttunni í grónum hverfum. Austurvöllur er svo líklega besta dæmið um skjól af manna völdum. Þessi óviðjafnanlegi mannlífspottur sem kraumað hefur í allt sumar ætti jafnframt að vera okkur fyrirmynd í því hvernig við skipuleggjum og búum okkur skjól í borginni. Það er hins vegar lyginni líkast að ekki eru nema fáein ár síðan Austurvöllur var eins og illa nýtt húsasund þar sem helst mátti sjá alþingismenn skáskjóta augunum til Jóns forseta á einmana hlaupum í þinghúsið. Eina lífið að öðru leyti voru stöku mótmæli, fjallkonan á 17. júní eða frostbitin móttaka á hinu ágæta jólatré sem Oslóar-borg sendir okkur af rausn á aðventunni. Hvað breyttist? Áhersla var lögð á að efla miðborgina, breikka gangstéttar, kaupa laglega ljósastaura, hengja upp blómaker og laga beð. Síðast en ekki síst var slakað á reglugerðarklónni og veitingamönnum gert kleift að afgreiða viðskiptavini sína á torgum úti. Bingó! Tækifærið á LækjartorgiLækjartorg hefur tekið ögn við sér með tilkomu útiveitinga og kaffisölu Segafredo en er þó jafnan autt og frekar dautt. Héraðsdómur Reykjavíkur er sérlega líflaus starfsemi í gamla Útvegsbankahúsinu og Hafnarstræti 20 sem sjálfsagt var ætlað að skerma torgið af fyrir norðanáttinni hefur aldrei tekist það og hefur raunar uppskorið hið vafasama heiti „ljóta húsið við Lækjartorg", hvort sem það getur talist sanngjarnt eða ekki. Andlitslyfting Lækjartorgs er því tvímælalaust eitt mikilvægasta miðborgarverkefnið sem borgaryfirvöld standa frammi fyrir. Undirbúningur að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í austurhöfninni varð til þess að hugmyndir að endurnýjun Lækjartorgs fengu vængi. Milli tónlistarhússins og Lækjartorgs er gert ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans rísi. Fyrir ári síðan minnti tækifærið til að láta hendur standa fram úr ermum enn á sig. Þá festi Landsbankinn kaup á „ljóta húsinu" til niðurrifs. Samfylkingin í Reykjavík lagði þegar til að teknar yrðu upp viðræður við bankann um að endurskapa skjólgott Lækjartorg með heildarskipulagi sem tæki mið af uppbyggingu Tónlistarhússins, niðurrifi Hafnarstrætishússins og uppbyggingar höfuðstöðva bankans. Bruninn ýtti við aðgerðumTillaga Samfylkingarinnar um endurnýjun Lækjartorgs hafði legið óhreyfð í skipulagsráði borgarinnar í nærri heilt ár þegar eldur varð laus í húsunum við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Bruninn skilur eftir sig vandfyllt skarð. Borgarstjóri hafði upp stór orð um umfangsmikil uppkaup borgarinnar á brunnum eignum. Ekkert hefur spurst til þessara yfirlýsinga síðan. Hinn hörmulegi bruni varð þó til þess að skriður komst loks á vinnu að heildarskipulagi svæðisins. Til að leggja grunn að endurbyggingu beggja vegna Lækjartorgs hafa nú verið valdir sex hópar innlendra og erlendra arkitekta. Þeir verða kostaðir til að skila inn hugmyndum að skipulagi svæðisins. Þær hugmyndir munu keppa, nafnlaust, við tillögur sem öllum er frjálst að senda inn í leit borgarinnar að hugmyndum fyrir uppbyggingu svæðisins. Frestur til að skila inn rennur út 9. ágúst nk. Góð samstaða hefur náðst um það markmið að horn Austurstrætis og Lækjargötu kallist áfram á við söguna og hið gamla andlit Reykjavíkur. Við uppbygginguna er ekki síður mikilvægt að borgaryfirvöld og samstarfsaðilar á svæðinu taki höndum saman um að útlit, skipulag og byggingarlist á þessum lykilstað verði meðal þess besta sem reist hefur verið í Reykjavík. Líklega skiptir þó ekki minnstu að götur, sund og torg verði þaulhugsuð þannig að mannlíf, sól og skjól njóti sín til fulls. Samfylkingin mun beita sér fyrir þessari framtíðarsýn og opnum faglegum vinnubrögðum í þeirri mikilvægu og vandasömu vinnu sem framundan er. Undir engum kringumstæðum má heldur gerast að annar vetur líði, án ákvarðana. Innan við þrjú ár eru þar til vígja á tónlistarhúsið. Á svæðinu þar í kring á jafnframt að rísa nær tvöfalt byggingarmagn þess í formi hágæðahótels, verslana, íbúða og áðurnefndra höfuðstöðva Landsbankans. Þessi uppbygging þarf að komast á hönnunarstig eigi hún að haldast í hendur við byggingu tónlistarhússins. Það hlýtur að vera öllum kappsmál. Opnir grunnar og hálfköruð torg sæma ekki svo glæsilegri og mikilvægri framkvæmd.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun