Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,34 prósent og fór í 8.100 stig skömmu eftir opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Vísitalan lækkaði um 3,47 prósent á föstudag og fór undir 8.000 stigin. Hún hafði ekki verið lægri síðan um miðjan maí í fyrra.
Dýfan á föstudag var í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Markaðir í Asíu hafa hækkað lítillega í dag líkt og hér.
Gengi bréfa í álfélaginu Century Aluminum hefur hækkað mest í dag, eða um 2,97 prósent. Gengi bréfa í Straumi Burðarási fylgja fast á eftir.