Hamilton á ráspól Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2007 09:00 Lewis Hamilton gefur aðdáendum eiginhandaáritun í Kína í nótt. Nordic Photos / Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“ Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“
Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira