Tuttugu og fjórar keppnishelgar, tíu lið, tuttugu framúrskarandi ökumenn en aðeins einn þeirra stendur uppi sem heimsmeistari. Þetta er krúnudjásn akstursíþróttanna, Formúla 1. Formúla 1 fer aftur af stað um komandi helgi þegar að fyrsta keppnishelgi tímabilsins fer fram í Albert Park í Ástralíu. Mikil spenna ríkir fyrir tímabilinu sem gæti orðið sögulega jafnt. Að sögn gárunga mega áhorfendur eiga von á afar jöfnu tímabili eins og virðist alltaf vera raunin síðasta tímabilið áður en stokkað er all verulega upp í regluverki mótaraðarinnar. Slíkt verður gert frá og með næsta tímabili þegar að ný kynslóð Formúlu 1 bíla tekur við. Það er töluvert um breytingar á liðunum fyrir komandi tímabil, risastórar sögulínur sem rétt er að gera gaum og í þessari skýru hér förum við yfir sviðið og kynnum ykkur fyrir liðunum og ökumönnum þess þannig að þið mætið vel upplýst inn í fyrstu keppnishelgi tímabilsins. Auk þess að fara yfir liðin og ökumenn þeirra fáum við Formúlu 1 lýsendurna Braga Þórðarson og Kristján Einar Kristjánsson, umsjónarmenn Pittsins til þess að spá í spilin varðandi eitt og annað er við kemur komandi tímabili. Líkt og síðustu ár mun þeir félagarnir fylgja Formúlu 1 áhugafólki í gegnum tímabilið á Vodafone sport rásinni sem er heimili Formúlu 1 á Íslandi. McLaren (1.sæti á síðasta tímabili með 666 stig) Bíll ríkjandi heimsmeistara bílasmiða hjá McLarenVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða: 9 Liðsstjóri: Andrea Stella McLaren vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í flokki bílasmiða síðan árið 1998 á síðasta tímabili. Liðið vann upp bilið sem þá ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing höfðu byggt upp á fyrri helmingi tímabilsins og hafði svo betur í æsispennandi baráttu gegn Ferrari sem stóð yfir fram á loka keppnishelgina í Abu Dhabi. Talið er að McLaren sé líklegast til afreka í ár. Bíllinn hefur virkað vel í prófunum og þá hefur liðið yfir að skipa einu öflugasta ökumannsteymi mótaraðarinnar. Lando Norris (25 ára Breti) Það eru margir á því að árið í ár verði hans Lando Norris. Bretinn glaðbeitti hnyklaði vöðvana á síðasta tímabili og vann fjórar keppnir og var sá ökumaður sem veitti heimsmeistaranum Max Verstappen hvað mesta samkeppni. Reynslunni ríkari á þessu ári ætti engan að undra ef Norris endar á toppnum. Oscar Piastri (23 ára Ástrali) Ástralinn hefur komið inn af krafti af krafti í Formúlu 1. Á meðan að Norris hreppti flestar fyrirsagnir verður ekki fram hjá því litið að Piastri á stóran þátt í heimsmeistaratitli McLaren á síðasta ári. Þeir höfðu það sem Red Bull Racing vantaði í baráttunni. Tvo stöðuga ökumenn sem skiluðu inn stigum trekk í trekk. Fókusinn er á Lando Norris fyrir tímabilið en mætir Piastri á svæðið öllum að óvörum og verður aðalmaðurinn? Meðbyrinn er allavegana með honum þar sem að í fyrradag var greint frá því að Ástralinn hefði skrifað undir nýjan langtímasamning við McLaren Sérfræðingar svara: McLaren varð heimsmeistari bílasmiða á síðasta ári og heillaði í prófunum í Barein. Er þetta árið þeirra og Lando Norris? „McLaren líta mjög vel út eftir prófanir og síðasta tímabil. Komandi inn í tímabilið er McLaren væntanlega með besta bílinn en þá líka skiptir öllu máli fyrir liðið að nýta sér það og ég held að ef Lando Norris nær að nýta sér fyrstu fimm til sjö keppnirnar í að ná nokkrum sigrum og forskoti í heimsmeistaramótinu, þá ætti hann að geta spilað á það þegar líður á tímabilið. Við sáum það í fyrra að hann var vita vonlaus í að sækja á Max Verstappen og krumpaðist í raun bara saman í þeim slag. Verstappen var með hann alveg í vasanum. Þetta fer því eftir því hvort Norris nái að byggja upp forskot snemma sem og hvern hann verður að keppa við. Ef hann er að berjast um titilinn við kappa eins og George Russell á Mercedes eða Charles Leclerc hjá Ferrari þá held ég að hann geti staðið betur í þeim og missi hausinn ekki jafn mikið og ef það yrði Max Verstappen að berjast við hann. Við hreinlega vitum ekki hverjir verða í þessum slag með honum en það er alveg hægt að giska vel á að Norris sem og Oscar Piastri verða í slagnum þarna á toppnum. Það verður mjög gaman að sjá hvað Piastri gerir á sínu þriðja tímabili í Formúlunni því hann er búinn að sanna sig. Piastri getur unnið keppnir, er mjög hraður bæði í tímatökum og keppni en þarf að setja þetta allt saman. Þetta gæti vel verið tímabilið sem hann gerir það. Ef hann gerir það getur Lando Norris farið að passa sig.“ Ferrari (2.sæti á síðasta tímabili með 652 stig) Lewis Hamilton undir stýri á 2025 bíl FerrariVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða: 16 Liðsstjóri: Frédéric Vasseur Það er engin Formúla 1 án Ferrari. Risinn sem liðið er í heimi akstursíþrótta hefur verið að ranka við sér úr roti og ekki munaði miklu að Ferrari hefði staðið uppi sem heimsmeistari bílasmiða á síðasta tímabili. Niðurstaðan þá var hins vegar annað sæti. Síðan þá hefur ein risastór breyting verið gerð á skipan liðsins. Carlos Sainz var sendur í burtu og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er mættur við hlið Charles Leclerc og óhætt að fullyrða að aldrei hafi skipti eins ökumanns vakið eins mikla athygli. Eftirvæntingin er mikil, spennan sömuleiðis og þar með pressan sem nær langt út fyrir heim Formúlu 1. Verður þetta ár ítalska folans sem hefur ekki bætt við bikar í skáp sinn síðan árið 2008? Charles Leclerc (27 ára Mónakói) Stuðningsfólk Ferrari lítur á Leclerc sem heimamann. Allt frá því að hann fyllti skarðið sem Kimi Raikkonen skildi eftir sig árið 2019 hefur Leclerc reynt að koma Ferrari aftur á sigurbraut. Hann gerði heiðarlega atlögu árið 2022, bauð Verstappen í birginn en síðan þá hefur heimsmeistaratitill virst fjarlægur draumur. Leclerc sýndi snilli sína á köflum á síðasta tímabili, þetta býr í honum. Sebastian Vettel og Carlos Sainz eru engir smá liðsfélagar að hafa og berjast við um aðalsætið hjá Ferrari líkt og Leclerc hefur þurft að gera en nú er Lewis Hamilton mættur, baráttan um að verða gulldrengur Ferrari er hafin. Lewis Hamilton (40 ára Breti) Sjöfaldi heimsmeistarinn mættur í rautt. Blautasti draumur Formúlu 1 áhugamannsins orðinn að veruleika. Það dreymir alla ökumenn um að keppa undir merkjum Ferrari, Hamilton er þar ekki undanskilinn. Á slóðum Michael Schumacher reynir hann nú lokaatlögu sína að áttunda heimsmeistaratitlinum sem myndi um leið færa honum kóngasæti á toppi Ólympsfjalli mótaraðarinnar. Öll augu verða á Hamilton í ár. Sérfræðingar svara: Hamilton er mættur til Ferrari. Mun hann geta barist um heimsmeistaratitilinn og hvernig koma Ferrari menn stemdir til leiks? Bragi Þórðarson: „Við bíðum öll eftir því að sjá Hamilton hjá Ferrari, loksins verður það að veruleika. Það er komið rúmt ár síðan að tilkynnt var um þetta. Slagurinn milli hans og Leclerc mun án efa vera það helsta sem við munum tala um í fyrstu keppnunum. Veðbankarnir segja að Leclerc eigi að vera á undan og að mínu mati verður Leclerc alveg hundrað prósent á undan í tímatökum á laugardögum enda einn besti ökumaðurinn á einum hring í Formúlunni. Hamilton er hins vegar með sjö heimsmeistaratitla á ferilskránni, fram hjá því verður ekki litið og færri betri í keppnisakstri. Hraðinn þar hjá honum hefur verið mjög góður, hann er sömuleiðis mjög góður í að hugsa um dekkin. Við munum líklegast oft sjá Hamilton vinna sig upp goggunarröðina á sunnudögum sem verður veisla fyrir okkur sem horfum á. Það er mjög erfitt að segja til um það hvor verður á undan en það verður mikilvægt bæði fyrir Hamilton og Leclerc að byrja tímabilið vel og ná þar með að segja liðinu það skýrt snemma á tímabilinu að „ég er númer eitt.“ Þetta stefnir í svakalegan slag Milli McLaren og Ferrari. Er þetta ár Lewis Hamilton?Vísir/Getty Kristján Einar bætir við: „Það hvort að Hamilton geti barist um heimsmeistaratitilinn er sennilega stærsta spurning tímabilsins. Það er tvennt sem að mig langar til að nefna í þessum efnum. Hið fyrra er að á þeim dögum sem Hamilton var að tengja við bíl Mercedes í fyrra var gæinn sturlaður. Spurningin er þá hvort hann hafi ekki verið að tengja við hann á öðrum dögum því aldurinn er farinn að segja til sín og hungrið horfið. Ef að Hamilton kemur til Ferrari og finnur bíl sem hann getur unnið á og hentar honum, fáum við þá annað ár af Hamilton upp á sitt besta eða er það búið? Ef við fáum annað ár af Hamilton upp á sitt besta þá er gæinn sjöfaldur heimsmeistari og búinn að berjast um fleiri. Þá má enginn afskrifa hann, hins vegar finnst mér ólíklegt að öll pússlin falli fyrir hann en langt frá því að vera útilokað.“ Red Bull Racing (3.sæti á síðasta tímabili með 589 stig) Red Bull Racing teflir fram þessum bíl í árVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 6 Liðsstjóri: Christian Horner Eftir að hafa haft yfirburðar besta bílinn tvö ár í röð fékk Red Bull alvöru samkeppni á síðasta tímabili og fór svo að þeir þurftu að horfa á eftir heimsmeistaratitli bílasmiða. Mexíkóinn Sergio Pérez náði alls ekki að heilla við hlið Verstappen og nú hefur honum verið skipt út fyrir mun reynsluminni ökumann. Bjartsýnin í garð Red Bull hefur oft verið meiri í upphafi tímabils, stjörnuhönnuðurinn Adrian Newey hefur haldið á önnur mið en liðið á þó alltaf aðal ásinn upp í ermi sinni. Max Verstappen. Max Verstappen (27 ára Hollendingur) Heimsmeistari síðustu fjögurra ára gerir alltaf tilkall í að verja titilinn á komandi tímabili þó svo að önnur lið á borð við McLarenm, Ferrari og jafnvel Mercedes virðist vera með hraðari bíl komandi inn í tímabilið. Verstappen kemur alltaf með eitthvað extra að borðinu. Eftir að hafa fengið hressilegt baul á sig á frumsýningarkvöldi Formúlu 1 í O2-höllinni í London á dögunum býst ég við Verstappen í vígahug. Liam Lawson (23 ára Nýsjálendingur) Margir bjuggust kannski við því að Red Bull myndi semja við eitthvað stórt nafn á borð við Carlos Sainz eða Fernando Alonso til að fylla upp í skarð Sergio Pérez en svo var heldur betur ekki. Nýsjálendingurinn Liam Lawson er maðurinn sem fær tækifæri lífs síns á komandi tímabili. Lawson hefur þurft að vera þolinmóður, fyrst sem varaskeifa hjá Alpha Tauri, nú RB. Tvö stigasæti á síðasta tímabili og hann fær traustið hjá Red Bull í ár og heldur nú inn í sitt fyrsta heila tímabil sem aðalökumaður í Formúlu 1. Sérfræðingar svara: Maður skynjar ekki sömu bjartsýnina í garð Red Bull Racing og fyrir síðustu tímabil, hvernig metið þið stöðu liðsins? „Red Bull líta bara alls ekkert vel út. Bíllinn var mjög óstöðugur í prófunum, alltaf að missa grip á mismunandi hátt þá annað hvort að undirstýra inn í beygjurnar eða yfirstýra út úr þeim. Liam Lawson sneri honum nokkrum sinnum og meira að segja Max Verstappen líka. Svo voru þeir bara að prófa mismunandi parta á bílinn alveg þangað til á síðustu mínútum prófana. Þeir voru augljóslega að leita að svörum og lentu líka í einhverjum smávægilegum bilunum og náðu í raun ekki að keyra heila keppni í prófunum. Það gerðist síðast hjá Red Bull Racing árið 2022 og þá biluðu báðir bílar í fyrstu keppni þar sem að þeir voru einfaldlega ekki búnir að prófa bensínkerfið, hvort það myndi halda í 57 hringi í Barein. Það lofar alls ekki góðu fyrir liðið. Þeir eru hins vegar með eitt stykki Max Verstappen og það er í raun alveg sama hvernig bíllinn verður, Verstappen verður alltaf í slagnum þarna en það er bara spurning hvort hann verði að berjast um sæti á verðlaunapalli af og til eða hvort hann verði að berjast um sigra og alltaf á palli. Við vitum ekki alveg hvar í goggunarröðinni Red Bull bíllinn verður en miðað við hvað bíllinn virðist vera með sama karakter og í fyrra, það er að segja að það sé mjög erfitt að keyra hann, þá finn ég mikið til með Liam Lawson sem þarf að fara keyra bíl sem verður bara fínstilltur fyrir Max Verstappen sem virðist búa yfir yfirburðum sem hafa varla sést. Hann er bara eins og einhver geimvera undir stýri.“ Mercedes (4.sæti á síðasta tímabili með 468 stig) Russell er aðalmaður Mercedes í ár, hér er hann í BareinVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 8 Liðsstjóri: Toto Wolff Nýr kafli hefur verið opnaður í sögu Mercedes. Kafli sem verður skrifaður án Lewis Hamilton sem á stóran þátt í velgengni liðsins undanfarna áratugi. Mercedes veðja á ungan ökumann með stórt nafn við hlið George Russell og það ríkir ákveðin bjartsýni fyrir tímabilið eftir prófanirnar í Barein á dögunum. Russell á að leiða liðið inn í nýja tíma sem ökumaður númer eitt, mun hann valda því? George Russell (27 ára Breti) Ökumannshæfileikar Russell eru óumdeildir. Bretinn hatar ekki sviðsljósið, hefur reynsluna af því að vinna keppnir í Formúlu 1 og sýndi það vel í fyrra að á hann sé hægt að treysta. Nú fær hann aðalhlutverkið hjá Mercedes eftir brotthvarf Hamilton. Kimi Antonelli (18 ára Ítali) Það er átján ára gamall strákur úr Bologna héraði á Ítalíu sem fær það verkefni að fylla upp í ökumannssætið sem sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton skildi eftir sig. Antonelli nafnið er vel þekkt í mótorsport heiminum og þó svo að Kimi sé svo til nýkominn með bílpróf ber ferilskrá hans til þessa í akstursíþróttum þess merkis að þarna er á ferð ökumaður sem vert er að fylgjast með næstu árin í Formúlu 1. Sérfræðingar svara: Bragi Þórðarson er á því að Kimi Antonelli sé sá ökumaður sem muni koma mest á óvart í ár og verða sömuleiðis nýliði ársins. „Ungstirnið í Mercedes sem fór mjög hratt upp þennan stiga sem við miðum oft við. Var mjög góður í go-kart, fór svo hratt og örugglega úr Formúlu 4 í Formúlu 3 og svo Formúlu 2. Mercedes hafa það mikla trú á honum að hann fer beint upp í Formúlu 1 lið Mercedes en ekki þessar krókaleiðir eins og Russell og fleiri sem voru fyrst sendir í lið á borð við Williams. Antonelli er fyrsti nýliðinn til þess að stökkva beint inn í topplið síðan að Lewis Hamilton gerði það árið 2007. Kimi virðist vera með þennan ógnarhraða á einum hring. Ég held að hann verði góður í tímatökum á laugardögum en síðan vantar honum náttúrulega þetta keppnisinnsæi. Að geta hugsað um dekkin yfir tvo klukkutíma og allt þetta. Hann ætti ekkert endilega að hanga í þessum körlum á sunnudögum en ég hugsa að hann verði ólseigur á laugardögum. Ef að Mercedes bíllinn verður í toppslagnum þá gæti hann hreinlega unnið keppni í ár. Þetta er langt tímabil, Kimi mun nýta það í að læra helling. Hafið auga á þessum dreng.“ Aston Martin (5.sæti á síðasta tímabili með 94 stig) Öldungurinn Alonso fær leyfi til að keyra þennan bíl Aston Martin í ár.Vísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 0 Liðsstjóri: Andy Cowell Það er mál manna að afrek Aston Martin á komandi tímabili verði ekki mikil en spenna ríkir fyrir næstu árum eftir það. Aston Martin hefur fengið til liðs við sig stjörnuhönnuðinn Adrian Newey frá Red Bull og á Bretinn að hanna bíl sem getur barist um titla þegar keppt verður á nýrri kynslóð Formúlu 1 bíla frá og með næsta tímabili. Ökumannsteymið er það sama og í fyrra. Tvöfaldi heimsmeistarinn og öldungurinn Fernando Alonso leiðir Aston Martin áfram og með honum er pabbastrákurinn Lance Stroll. Lance Stroll (26 ára Kanadamaður) Kanadamaðurinn er á leið inn í sitt níunda tímabil í Formúlu 1. Hann halaði inn 24 stigum á síðasta tímabili en hefur ekki tekist að sannfæra alla um þá hugmynd að hann sé verðugur Formúlu 1 ökumaður. Lawrence Stroll, faðir hans, er hæstráðandi í Formúlu 1 liði Aston Martin og vilja margir meina að strákurinn sé aðeins að keppa í mótaröðinni því pabbi hans fari með ákvörðunarvaldið í einu liðinu. Það er Lance Stroll að afsanna það ætli hann sér ekki að vera dragbítur á liðinu inn í komandi tíma. Fernando Alonso (43 ára Spánverji) Alonso verður 44 ára á árinu og virðist hvergi nærri hættur í Formúlu 1. Við vitum öll hvað Alonso kemur með að borðinu, tveir heimsmeistaratitlar og yfir 400 keppnir í Formúlu 1 tala sínu máli, en á síðasta tímabili virtist eins og aldurinn væri farinn að segja til sín. Hefur Alonso allt til brunns að bera til að geta leitt lið Aston Martin inn í nýja tíma? Sérfræðingar svara: Sérfræðingarnir telja að Aston Martin sé það lið sem muni valda mestu vonbrigðum á komandi tímabili. „Bíllinn leit ekki vel út í prófunum, var þar næst hægastur. Fernando Alonso talaði um að þeir væru bara á nákvæmlega sama stað og í Abu Dhabi í fyrra og þá voru þeir með næst hægasta eða þriðja hægasta bílinn. Lítur alls ekki vel út í byrjun tímabils fyrir Aston Martin. Þeir eru náttúrulega að fara í gegnum þetta ferli að gera liðið að toppliði. Adrian Newey, stjörnuhönnuður Formúlu 1 er genginn í raðir liðsins, hóf störf þann 3. mars síðastliðinn en hann fer aðallega í að hanna bíl liðsins fyrir tímabilið 2026 þó hann muni ábyggilega hafa einhverjar skoðanir á þeim uppfærslum sem Aston Martin fer í yfir komandi tímabil. Svo er Aston Martin með einn versta ökumann Formúlu 1 í Lance Stroll. Það verður lítið um frábæran akstur þar og Fernando Alonso var nú aðeins farinn að láta á sjá sökum aldurs í fyrra, hann átti margar lélegar keppnishelgar og er náttúrulega ekkert að yngjast. Hann verður 44 ára í ár. Aston Martin mun enda í 7.- 8. Sæti.“ Alpine (6.sæti á síðasta tímabili með 65 stig) Bleikur og blár bíll Alpine sem Frikki Dór yrði ánægður meðVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 2 Liðsstjóri: Oliver Oakes Eftir afleita byrjun á síðasta tímabili fór allt að horfa til betri vegar hjá franska liðinu eftir því sem leið á árið. Hápunktur þess var klárlega á Interlagos brautinni í Brasilíu þar sem að báðir ökumenn liðsins enduðu á verðlaunapalli. Breytingar hafa verið gerðar á ökumannsteymi liðsins fyrir komandi tímabil en margir eiga von á breytingum á því fljótt. Pierre Gasly (29 ára Frakki) Eftir mikinn innanbúðarslag við Esteban Ocon undanfarin ár kemur Pierre Gasly inn í komandi tímabil sem óumdeildur aðalökumaður Alpine liðsins. Pierre kann þetta allt, þekkir tilfinninguna sem fylgir því að vinna keppni sem og að standa á verðlaunapalli og þangað vill hann aftur. Jack Doohan (22 ára Ástrali) Maðurinn sem enginn virðist hafa trú á. Það er ekki annað hægt en að vorkenna Jack Doohan örlítið. Hann fékk frumraun sína í Formúlu 1 keppni í síðustu keppni síðasta tímabils og heldur nú inn í sitt fyrsta tímabil sem einn af aðalökumönnum Alpine en nú þegar heyrast sögusagnir um að vera hans þar gæti verið stutt og að varaökumaðurinn Franco Colapinto muni koma inn í hans stað ef Doohan tekst ekki að sanna sig í upphafi tímabils. Haas (7.sæti á síðasta tímabili meeð 58 stig) Ocon kannar takmörk Haas bílsinsVísir/Getty Fjöldi titla: 1 Liðsstjóri: Ayao Komatsu Haas er nú orðið rótgróið lið í Formúlu 1 og mætir til leiks með glænýtt og nokkuð spennandi ökumannsteymi inn í komandi tímabil. Bandaríska liðið hefur oft valdið usla innan brautar og stolið stigum hér og þar. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í ár. Esteban Ocon (28 ára Frakki) Reynsluboltinn Ocon er mættur til Haas frá Alpine. Ocon og hans fjölskylda hafa þurft að fórna miklu í gegnum tíðina fyrir ökumannsferil hans en það hefur heldur betur skilað sér. Ocon veigrar sér ekki við að leggja hart að sér, stundum gengur hann fram af fólki í þeirri viðleitni sinni en hann fer langt á ástríðunni og gæti fundið taktinn hjá Haas. Oliver Bearman (19 ára Breti) Bretinn ungi úr akademíu Ferrari fékk stóra sénsinn á síðasta tímabil þar sem að hann, án nokkurs fyrirvara, þurfti að keppa fyrir Carlos Sainz undir merkjum ítalska risans í Sádi-Arabíu. Það gerði Bearman með stæl. Hann skilaði Ferrari bílnum í mark í sjöunda sæti og hélt uppteknum hætti í tveimur keppnum með Haas á síðasta tímabili, gerði vel. Þar með fær hann traustið sem einn af tuttugu aðalökumönnum Formúlu 1. Bearman er ökumaður sem þið ættuð að fylgjast með. Það er auðvelt að halda með stráknum. RB Honda (8.sæti á síðasta tímabili með 46 stig) RB bíllinn þykir með þeim flottustu í ár.Vísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 0 Liðsstjóri: Laurent Mekies Yuki Tsunoda (24 ára Japani) Smái Japaninn með stóra skapið hafði vonast eftir því að fá kallið frá Red Bull Racing fyrir komandi tímabil en ekki hringdi síminn. Hann tórir því lengur hjá dótturliðinu RB og vonast til að í náinni framtíð geti hann orðið fyrsti japanski ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni. Isack Hadjar (20 ára Frakki) Frakkinn er einn af nýliðunum í Formúlu 1 þetta tímabilið. Eftir tíma í undirmótaröðum Formúlu 1 og titilbaráttu í Formúlu 2 á síðasta ári tekur hann skrefið upp á við. Red Bull sér hraða í þessum tvítuga frakka og hver veit, kannski leynist þarna óslípaður demantur? Williams (9.sæti á síðasta tímabili með 17 stig) Carlos Sainz mættur undir stýri á 2025 bíl WilliamsVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 9 Liðsstjóri: James Vowles Eftir mögur ár hjá þessu sögufræga liði má greina jákvæða áru yfir Williams komandi inn í tímabilið. Liðið hefur yfir að skipa einum mest spennandi liðsstjóra mótaraðarinnar í James Vowles og að sama skapi er ökumannsteymi liðsins með þeim öflugri í mótaröðinni. Carlos Sainz er mættur frá Ferrari og prófanirnar í Barein fyrir tímabilið hjá Williams veittu þeim byr undir báða vængi. Carlos Sainz (30 ára Spánverji) Sainz þurfti að bíta í það súra að vera skipt út hjá Ferrari fyrir Lewis Hamilton. Sú ákvörðun var kunngjörð fyrir síðasta tímabil og mætti segja að það tímabil hafi verið eitt stórt atvinnuviðtal fyrir Sainz sem sýndi hvað í honum bjó. Sainz er ökumaður sem gæti vel plummað sig í toppliðum Formúlu 1. Í Williams fer hann í sögufrægt lið sem var lengi vel á toppi Formúlunnar. Þar fær hann tækifæri á að hjálpa liðinu að ná fyrri stalli. Alexander Albon (28 ára Tælendingur) Albon sem hefur náð að festa sig í sessi í Formúlu 1. Hæfileikar hans eru svo sannarlega til staðar og Albon hefur sýnt það í gegnum tíðina að í rétta bílnum getur hann barist um stigasæti. Sérfræðingar svara: Sérfræðingarnir eru á því að Williams sé það lið sem mun koma mest á óvart í ár. „Ég held að Williams liðið muni ná sínum besta árangri í mörg ár. Þeir voru reglulega á verðlaunapöllum 2014 og 2015 en síðan þá hefur liðið verið í eyðimerkurgöngu. Eftir fimm til tíu ár verðum við að tala um James Vowles, liðstjóra Willams, sem einn besta liðsstjóra í Formúlu 1. Hann er að gera frábæra hluti fyrir þetta litla lið. Er að byggja það aftur upp á þann stað sem þetta lið á að vera á. Williams er eitt af elstu liðum Formúlu 1 og ökumannsteymi liðsins er eitt það sterkasta um þessar mundir. Þá leit bíllinn vel út í prófunum. Ég held að Williams verði að berjast um 5.sæti í keppni bílasmiða.“ Kick Sauber (10.sæti á síðasta tímabili með 4 stig) Stake SauberVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 0 Liðsstjóri: Mattia Binotto Síðasta tímabil var alls ekki gott fyrir Sauber liðið sem endaði í síðasta sæti og ekki er búist við því að liðið geri neinar rósir í ár. Sauber, sem verður að Audi frá og með tímabilinu 2026 teflir fram tveimur nýjum ökumönnum í ár. Mattia Binotto, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari, er mættur til liðsins og spurning hvort hann nái að dreifa einhverjum ítölskum töfrum yfir Sauber. Nico Hulkenberg (37 ára Þjóðverji) Þýski reynsluboltinn er methafi á meti sem enginn ökumaður vill eiga. Hann á flestar keppnir í Formúlu 1 á bakinu án þess að enda á verðlaunapalli. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef það á að breytast í ár. Hulkenberg tekur stökkið yfir til Sauber frá Haas milli tímabila. Gabriel Bortoleto (20 ára Brasilíumaður) Formúlu 2 meistarinn Gabriel Bortoleto fær nú tækifæri til að sanna sig í Formúlu 1. Hann er fulltrúi brasilísku þjóðarinnar sem hefur ekki átt aðalökumann í Formúlu 1 síðan Felipe Massa var þar árið 2017. Saga Brasilíu og Formúlu 1 er löng og innihaldsrík. Bortoleto getur sett sitt mark á þá sögu. Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti
Formúla 1 fer aftur af stað um komandi helgi þegar að fyrsta keppnishelgi tímabilsins fer fram í Albert Park í Ástralíu. Mikil spenna ríkir fyrir tímabilinu sem gæti orðið sögulega jafnt. Að sögn gárunga mega áhorfendur eiga von á afar jöfnu tímabili eins og virðist alltaf vera raunin síðasta tímabilið áður en stokkað er all verulega upp í regluverki mótaraðarinnar. Slíkt verður gert frá og með næsta tímabili þegar að ný kynslóð Formúlu 1 bíla tekur við. Það er töluvert um breytingar á liðunum fyrir komandi tímabil, risastórar sögulínur sem rétt er að gera gaum og í þessari skýru hér förum við yfir sviðið og kynnum ykkur fyrir liðunum og ökumönnum þess þannig að þið mætið vel upplýst inn í fyrstu keppnishelgi tímabilsins. Auk þess að fara yfir liðin og ökumenn þeirra fáum við Formúlu 1 lýsendurna Braga Þórðarson og Kristján Einar Kristjánsson, umsjónarmenn Pittsins til þess að spá í spilin varðandi eitt og annað er við kemur komandi tímabili. Líkt og síðustu ár mun þeir félagarnir fylgja Formúlu 1 áhugafólki í gegnum tímabilið á Vodafone sport rásinni sem er heimili Formúlu 1 á Íslandi. McLaren (1.sæti á síðasta tímabili með 666 stig) Bíll ríkjandi heimsmeistara bílasmiða hjá McLarenVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða: 9 Liðsstjóri: Andrea Stella McLaren vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í flokki bílasmiða síðan árið 1998 á síðasta tímabili. Liðið vann upp bilið sem þá ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing höfðu byggt upp á fyrri helmingi tímabilsins og hafði svo betur í æsispennandi baráttu gegn Ferrari sem stóð yfir fram á loka keppnishelgina í Abu Dhabi. Talið er að McLaren sé líklegast til afreka í ár. Bíllinn hefur virkað vel í prófunum og þá hefur liðið yfir að skipa einu öflugasta ökumannsteymi mótaraðarinnar. Lando Norris (25 ára Breti) Það eru margir á því að árið í ár verði hans Lando Norris. Bretinn glaðbeitti hnyklaði vöðvana á síðasta tímabili og vann fjórar keppnir og var sá ökumaður sem veitti heimsmeistaranum Max Verstappen hvað mesta samkeppni. Reynslunni ríkari á þessu ári ætti engan að undra ef Norris endar á toppnum. Oscar Piastri (23 ára Ástrali) Ástralinn hefur komið inn af krafti af krafti í Formúlu 1. Á meðan að Norris hreppti flestar fyrirsagnir verður ekki fram hjá því litið að Piastri á stóran þátt í heimsmeistaratitli McLaren á síðasta ári. Þeir höfðu það sem Red Bull Racing vantaði í baráttunni. Tvo stöðuga ökumenn sem skiluðu inn stigum trekk í trekk. Fókusinn er á Lando Norris fyrir tímabilið en mætir Piastri á svæðið öllum að óvörum og verður aðalmaðurinn? Meðbyrinn er allavegana með honum þar sem að í fyrradag var greint frá því að Ástralinn hefði skrifað undir nýjan langtímasamning við McLaren Sérfræðingar svara: McLaren varð heimsmeistari bílasmiða á síðasta ári og heillaði í prófunum í Barein. Er þetta árið þeirra og Lando Norris? „McLaren líta mjög vel út eftir prófanir og síðasta tímabil. Komandi inn í tímabilið er McLaren væntanlega með besta bílinn en þá líka skiptir öllu máli fyrir liðið að nýta sér það og ég held að ef Lando Norris nær að nýta sér fyrstu fimm til sjö keppnirnar í að ná nokkrum sigrum og forskoti í heimsmeistaramótinu, þá ætti hann að geta spilað á það þegar líður á tímabilið. Við sáum það í fyrra að hann var vita vonlaus í að sækja á Max Verstappen og krumpaðist í raun bara saman í þeim slag. Verstappen var með hann alveg í vasanum. Þetta fer því eftir því hvort Norris nái að byggja upp forskot snemma sem og hvern hann verður að keppa við. Ef hann er að berjast um titilinn við kappa eins og George Russell á Mercedes eða Charles Leclerc hjá Ferrari þá held ég að hann geti staðið betur í þeim og missi hausinn ekki jafn mikið og ef það yrði Max Verstappen að berjast við hann. Við hreinlega vitum ekki hverjir verða í þessum slag með honum en það er alveg hægt að giska vel á að Norris sem og Oscar Piastri verða í slagnum þarna á toppnum. Það verður mjög gaman að sjá hvað Piastri gerir á sínu þriðja tímabili í Formúlunni því hann er búinn að sanna sig. Piastri getur unnið keppnir, er mjög hraður bæði í tímatökum og keppni en þarf að setja þetta allt saman. Þetta gæti vel verið tímabilið sem hann gerir það. Ef hann gerir það getur Lando Norris farið að passa sig.“ Ferrari (2.sæti á síðasta tímabili með 652 stig) Lewis Hamilton undir stýri á 2025 bíl FerrariVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða: 16 Liðsstjóri: Frédéric Vasseur Það er engin Formúla 1 án Ferrari. Risinn sem liðið er í heimi akstursíþrótta hefur verið að ranka við sér úr roti og ekki munaði miklu að Ferrari hefði staðið uppi sem heimsmeistari bílasmiða á síðasta tímabili. Niðurstaðan þá var hins vegar annað sæti. Síðan þá hefur ein risastór breyting verið gerð á skipan liðsins. Carlos Sainz var sendur í burtu og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er mættur við hlið Charles Leclerc og óhætt að fullyrða að aldrei hafi skipti eins ökumanns vakið eins mikla athygli. Eftirvæntingin er mikil, spennan sömuleiðis og þar með pressan sem nær langt út fyrir heim Formúlu 1. Verður þetta ár ítalska folans sem hefur ekki bætt við bikar í skáp sinn síðan árið 2008? Charles Leclerc (27 ára Mónakói) Stuðningsfólk Ferrari lítur á Leclerc sem heimamann. Allt frá því að hann fyllti skarðið sem Kimi Raikkonen skildi eftir sig árið 2019 hefur Leclerc reynt að koma Ferrari aftur á sigurbraut. Hann gerði heiðarlega atlögu árið 2022, bauð Verstappen í birginn en síðan þá hefur heimsmeistaratitill virst fjarlægur draumur. Leclerc sýndi snilli sína á köflum á síðasta tímabili, þetta býr í honum. Sebastian Vettel og Carlos Sainz eru engir smá liðsfélagar að hafa og berjast við um aðalsætið hjá Ferrari líkt og Leclerc hefur þurft að gera en nú er Lewis Hamilton mættur, baráttan um að verða gulldrengur Ferrari er hafin. Lewis Hamilton (40 ára Breti) Sjöfaldi heimsmeistarinn mættur í rautt. Blautasti draumur Formúlu 1 áhugamannsins orðinn að veruleika. Það dreymir alla ökumenn um að keppa undir merkjum Ferrari, Hamilton er þar ekki undanskilinn. Á slóðum Michael Schumacher reynir hann nú lokaatlögu sína að áttunda heimsmeistaratitlinum sem myndi um leið færa honum kóngasæti á toppi Ólympsfjalli mótaraðarinnar. Öll augu verða á Hamilton í ár. Sérfræðingar svara: Hamilton er mættur til Ferrari. Mun hann geta barist um heimsmeistaratitilinn og hvernig koma Ferrari menn stemdir til leiks? Bragi Þórðarson: „Við bíðum öll eftir því að sjá Hamilton hjá Ferrari, loksins verður það að veruleika. Það er komið rúmt ár síðan að tilkynnt var um þetta. Slagurinn milli hans og Leclerc mun án efa vera það helsta sem við munum tala um í fyrstu keppnunum. Veðbankarnir segja að Leclerc eigi að vera á undan og að mínu mati verður Leclerc alveg hundrað prósent á undan í tímatökum á laugardögum enda einn besti ökumaðurinn á einum hring í Formúlunni. Hamilton er hins vegar með sjö heimsmeistaratitla á ferilskránni, fram hjá því verður ekki litið og færri betri í keppnisakstri. Hraðinn þar hjá honum hefur verið mjög góður, hann er sömuleiðis mjög góður í að hugsa um dekkin. Við munum líklegast oft sjá Hamilton vinna sig upp goggunarröðina á sunnudögum sem verður veisla fyrir okkur sem horfum á. Það er mjög erfitt að segja til um það hvor verður á undan en það verður mikilvægt bæði fyrir Hamilton og Leclerc að byrja tímabilið vel og ná þar með að segja liðinu það skýrt snemma á tímabilinu að „ég er númer eitt.“ Þetta stefnir í svakalegan slag Milli McLaren og Ferrari. Er þetta ár Lewis Hamilton?Vísir/Getty Kristján Einar bætir við: „Það hvort að Hamilton geti barist um heimsmeistaratitilinn er sennilega stærsta spurning tímabilsins. Það er tvennt sem að mig langar til að nefna í þessum efnum. Hið fyrra er að á þeim dögum sem Hamilton var að tengja við bíl Mercedes í fyrra var gæinn sturlaður. Spurningin er þá hvort hann hafi ekki verið að tengja við hann á öðrum dögum því aldurinn er farinn að segja til sín og hungrið horfið. Ef að Hamilton kemur til Ferrari og finnur bíl sem hann getur unnið á og hentar honum, fáum við þá annað ár af Hamilton upp á sitt besta eða er það búið? Ef við fáum annað ár af Hamilton upp á sitt besta þá er gæinn sjöfaldur heimsmeistari og búinn að berjast um fleiri. Þá má enginn afskrifa hann, hins vegar finnst mér ólíklegt að öll pússlin falli fyrir hann en langt frá því að vera útilokað.“ Red Bull Racing (3.sæti á síðasta tímabili með 589 stig) Red Bull Racing teflir fram þessum bíl í árVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 6 Liðsstjóri: Christian Horner Eftir að hafa haft yfirburðar besta bílinn tvö ár í röð fékk Red Bull alvöru samkeppni á síðasta tímabili og fór svo að þeir þurftu að horfa á eftir heimsmeistaratitli bílasmiða. Mexíkóinn Sergio Pérez náði alls ekki að heilla við hlið Verstappen og nú hefur honum verið skipt út fyrir mun reynsluminni ökumann. Bjartsýnin í garð Red Bull hefur oft verið meiri í upphafi tímabils, stjörnuhönnuðurinn Adrian Newey hefur haldið á önnur mið en liðið á þó alltaf aðal ásinn upp í ermi sinni. Max Verstappen. Max Verstappen (27 ára Hollendingur) Heimsmeistari síðustu fjögurra ára gerir alltaf tilkall í að verja titilinn á komandi tímabili þó svo að önnur lið á borð við McLarenm, Ferrari og jafnvel Mercedes virðist vera með hraðari bíl komandi inn í tímabilið. Verstappen kemur alltaf með eitthvað extra að borðinu. Eftir að hafa fengið hressilegt baul á sig á frumsýningarkvöldi Formúlu 1 í O2-höllinni í London á dögunum býst ég við Verstappen í vígahug. Liam Lawson (23 ára Nýsjálendingur) Margir bjuggust kannski við því að Red Bull myndi semja við eitthvað stórt nafn á borð við Carlos Sainz eða Fernando Alonso til að fylla upp í skarð Sergio Pérez en svo var heldur betur ekki. Nýsjálendingurinn Liam Lawson er maðurinn sem fær tækifæri lífs síns á komandi tímabili. Lawson hefur þurft að vera þolinmóður, fyrst sem varaskeifa hjá Alpha Tauri, nú RB. Tvö stigasæti á síðasta tímabili og hann fær traustið hjá Red Bull í ár og heldur nú inn í sitt fyrsta heila tímabil sem aðalökumaður í Formúlu 1. Sérfræðingar svara: Maður skynjar ekki sömu bjartsýnina í garð Red Bull Racing og fyrir síðustu tímabil, hvernig metið þið stöðu liðsins? „Red Bull líta bara alls ekkert vel út. Bíllinn var mjög óstöðugur í prófunum, alltaf að missa grip á mismunandi hátt þá annað hvort að undirstýra inn í beygjurnar eða yfirstýra út úr þeim. Liam Lawson sneri honum nokkrum sinnum og meira að segja Max Verstappen líka. Svo voru þeir bara að prófa mismunandi parta á bílinn alveg þangað til á síðustu mínútum prófana. Þeir voru augljóslega að leita að svörum og lentu líka í einhverjum smávægilegum bilunum og náðu í raun ekki að keyra heila keppni í prófunum. Það gerðist síðast hjá Red Bull Racing árið 2022 og þá biluðu báðir bílar í fyrstu keppni þar sem að þeir voru einfaldlega ekki búnir að prófa bensínkerfið, hvort það myndi halda í 57 hringi í Barein. Það lofar alls ekki góðu fyrir liðið. Þeir eru hins vegar með eitt stykki Max Verstappen og það er í raun alveg sama hvernig bíllinn verður, Verstappen verður alltaf í slagnum þarna en það er bara spurning hvort hann verði að berjast um sæti á verðlaunapalli af og til eða hvort hann verði að berjast um sigra og alltaf á palli. Við vitum ekki alveg hvar í goggunarröðinni Red Bull bíllinn verður en miðað við hvað bíllinn virðist vera með sama karakter og í fyrra, það er að segja að það sé mjög erfitt að keyra hann, þá finn ég mikið til með Liam Lawson sem þarf að fara keyra bíl sem verður bara fínstilltur fyrir Max Verstappen sem virðist búa yfir yfirburðum sem hafa varla sést. Hann er bara eins og einhver geimvera undir stýri.“ Mercedes (4.sæti á síðasta tímabili með 468 stig) Russell er aðalmaður Mercedes í ár, hér er hann í BareinVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 8 Liðsstjóri: Toto Wolff Nýr kafli hefur verið opnaður í sögu Mercedes. Kafli sem verður skrifaður án Lewis Hamilton sem á stóran þátt í velgengni liðsins undanfarna áratugi. Mercedes veðja á ungan ökumann með stórt nafn við hlið George Russell og það ríkir ákveðin bjartsýni fyrir tímabilið eftir prófanirnar í Barein á dögunum. Russell á að leiða liðið inn í nýja tíma sem ökumaður númer eitt, mun hann valda því? George Russell (27 ára Breti) Ökumannshæfileikar Russell eru óumdeildir. Bretinn hatar ekki sviðsljósið, hefur reynsluna af því að vinna keppnir í Formúlu 1 og sýndi það vel í fyrra að á hann sé hægt að treysta. Nú fær hann aðalhlutverkið hjá Mercedes eftir brotthvarf Hamilton. Kimi Antonelli (18 ára Ítali) Það er átján ára gamall strákur úr Bologna héraði á Ítalíu sem fær það verkefni að fylla upp í ökumannssætið sem sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton skildi eftir sig. Antonelli nafnið er vel þekkt í mótorsport heiminum og þó svo að Kimi sé svo til nýkominn með bílpróf ber ferilskrá hans til þessa í akstursíþróttum þess merkis að þarna er á ferð ökumaður sem vert er að fylgjast með næstu árin í Formúlu 1. Sérfræðingar svara: Bragi Þórðarson er á því að Kimi Antonelli sé sá ökumaður sem muni koma mest á óvart í ár og verða sömuleiðis nýliði ársins. „Ungstirnið í Mercedes sem fór mjög hratt upp þennan stiga sem við miðum oft við. Var mjög góður í go-kart, fór svo hratt og örugglega úr Formúlu 4 í Formúlu 3 og svo Formúlu 2. Mercedes hafa það mikla trú á honum að hann fer beint upp í Formúlu 1 lið Mercedes en ekki þessar krókaleiðir eins og Russell og fleiri sem voru fyrst sendir í lið á borð við Williams. Antonelli er fyrsti nýliðinn til þess að stökkva beint inn í topplið síðan að Lewis Hamilton gerði það árið 2007. Kimi virðist vera með þennan ógnarhraða á einum hring. Ég held að hann verði góður í tímatökum á laugardögum en síðan vantar honum náttúrulega þetta keppnisinnsæi. Að geta hugsað um dekkin yfir tvo klukkutíma og allt þetta. Hann ætti ekkert endilega að hanga í þessum körlum á sunnudögum en ég hugsa að hann verði ólseigur á laugardögum. Ef að Mercedes bíllinn verður í toppslagnum þá gæti hann hreinlega unnið keppni í ár. Þetta er langt tímabil, Kimi mun nýta það í að læra helling. Hafið auga á þessum dreng.“ Aston Martin (5.sæti á síðasta tímabili með 94 stig) Öldungurinn Alonso fær leyfi til að keyra þennan bíl Aston Martin í ár.Vísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 0 Liðsstjóri: Andy Cowell Það er mál manna að afrek Aston Martin á komandi tímabili verði ekki mikil en spenna ríkir fyrir næstu árum eftir það. Aston Martin hefur fengið til liðs við sig stjörnuhönnuðinn Adrian Newey frá Red Bull og á Bretinn að hanna bíl sem getur barist um titla þegar keppt verður á nýrri kynslóð Formúlu 1 bíla frá og með næsta tímabili. Ökumannsteymið er það sama og í fyrra. Tvöfaldi heimsmeistarinn og öldungurinn Fernando Alonso leiðir Aston Martin áfram og með honum er pabbastrákurinn Lance Stroll. Lance Stroll (26 ára Kanadamaður) Kanadamaðurinn er á leið inn í sitt níunda tímabil í Formúlu 1. Hann halaði inn 24 stigum á síðasta tímabili en hefur ekki tekist að sannfæra alla um þá hugmynd að hann sé verðugur Formúlu 1 ökumaður. Lawrence Stroll, faðir hans, er hæstráðandi í Formúlu 1 liði Aston Martin og vilja margir meina að strákurinn sé aðeins að keppa í mótaröðinni því pabbi hans fari með ákvörðunarvaldið í einu liðinu. Það er Lance Stroll að afsanna það ætli hann sér ekki að vera dragbítur á liðinu inn í komandi tíma. Fernando Alonso (43 ára Spánverji) Alonso verður 44 ára á árinu og virðist hvergi nærri hættur í Formúlu 1. Við vitum öll hvað Alonso kemur með að borðinu, tveir heimsmeistaratitlar og yfir 400 keppnir í Formúlu 1 tala sínu máli, en á síðasta tímabili virtist eins og aldurinn væri farinn að segja til sín. Hefur Alonso allt til brunns að bera til að geta leitt lið Aston Martin inn í nýja tíma? Sérfræðingar svara: Sérfræðingarnir telja að Aston Martin sé það lið sem muni valda mestu vonbrigðum á komandi tímabili. „Bíllinn leit ekki vel út í prófunum, var þar næst hægastur. Fernando Alonso talaði um að þeir væru bara á nákvæmlega sama stað og í Abu Dhabi í fyrra og þá voru þeir með næst hægasta eða þriðja hægasta bílinn. Lítur alls ekki vel út í byrjun tímabils fyrir Aston Martin. Þeir eru náttúrulega að fara í gegnum þetta ferli að gera liðið að toppliði. Adrian Newey, stjörnuhönnuður Formúlu 1 er genginn í raðir liðsins, hóf störf þann 3. mars síðastliðinn en hann fer aðallega í að hanna bíl liðsins fyrir tímabilið 2026 þó hann muni ábyggilega hafa einhverjar skoðanir á þeim uppfærslum sem Aston Martin fer í yfir komandi tímabil. Svo er Aston Martin með einn versta ökumann Formúlu 1 í Lance Stroll. Það verður lítið um frábæran akstur þar og Fernando Alonso var nú aðeins farinn að láta á sjá sökum aldurs í fyrra, hann átti margar lélegar keppnishelgar og er náttúrulega ekkert að yngjast. Hann verður 44 ára í ár. Aston Martin mun enda í 7.- 8. Sæti.“ Alpine (6.sæti á síðasta tímabili með 65 stig) Bleikur og blár bíll Alpine sem Frikki Dór yrði ánægður meðVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 2 Liðsstjóri: Oliver Oakes Eftir afleita byrjun á síðasta tímabili fór allt að horfa til betri vegar hjá franska liðinu eftir því sem leið á árið. Hápunktur þess var klárlega á Interlagos brautinni í Brasilíu þar sem að báðir ökumenn liðsins enduðu á verðlaunapalli. Breytingar hafa verið gerðar á ökumannsteymi liðsins fyrir komandi tímabil en margir eiga von á breytingum á því fljótt. Pierre Gasly (29 ára Frakki) Eftir mikinn innanbúðarslag við Esteban Ocon undanfarin ár kemur Pierre Gasly inn í komandi tímabil sem óumdeildur aðalökumaður Alpine liðsins. Pierre kann þetta allt, þekkir tilfinninguna sem fylgir því að vinna keppni sem og að standa á verðlaunapalli og þangað vill hann aftur. Jack Doohan (22 ára Ástrali) Maðurinn sem enginn virðist hafa trú á. Það er ekki annað hægt en að vorkenna Jack Doohan örlítið. Hann fékk frumraun sína í Formúlu 1 keppni í síðustu keppni síðasta tímabils og heldur nú inn í sitt fyrsta tímabil sem einn af aðalökumönnum Alpine en nú þegar heyrast sögusagnir um að vera hans þar gæti verið stutt og að varaökumaðurinn Franco Colapinto muni koma inn í hans stað ef Doohan tekst ekki að sanna sig í upphafi tímabils. Haas (7.sæti á síðasta tímabili meeð 58 stig) Ocon kannar takmörk Haas bílsinsVísir/Getty Fjöldi titla: 1 Liðsstjóri: Ayao Komatsu Haas er nú orðið rótgróið lið í Formúlu 1 og mætir til leiks með glænýtt og nokkuð spennandi ökumannsteymi inn í komandi tímabil. Bandaríska liðið hefur oft valdið usla innan brautar og stolið stigum hér og þar. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í ár. Esteban Ocon (28 ára Frakki) Reynsluboltinn Ocon er mættur til Haas frá Alpine. Ocon og hans fjölskylda hafa þurft að fórna miklu í gegnum tíðina fyrir ökumannsferil hans en það hefur heldur betur skilað sér. Ocon veigrar sér ekki við að leggja hart að sér, stundum gengur hann fram af fólki í þeirri viðleitni sinni en hann fer langt á ástríðunni og gæti fundið taktinn hjá Haas. Oliver Bearman (19 ára Breti) Bretinn ungi úr akademíu Ferrari fékk stóra sénsinn á síðasta tímabil þar sem að hann, án nokkurs fyrirvara, þurfti að keppa fyrir Carlos Sainz undir merkjum ítalska risans í Sádi-Arabíu. Það gerði Bearman með stæl. Hann skilaði Ferrari bílnum í mark í sjöunda sæti og hélt uppteknum hætti í tveimur keppnum með Haas á síðasta tímabili, gerði vel. Þar með fær hann traustið sem einn af tuttugu aðalökumönnum Formúlu 1. Bearman er ökumaður sem þið ættuð að fylgjast með. Það er auðvelt að halda með stráknum. RB Honda (8.sæti á síðasta tímabili með 46 stig) RB bíllinn þykir með þeim flottustu í ár.Vísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 0 Liðsstjóri: Laurent Mekies Yuki Tsunoda (24 ára Japani) Smái Japaninn með stóra skapið hafði vonast eftir því að fá kallið frá Red Bull Racing fyrir komandi tímabil en ekki hringdi síminn. Hann tórir því lengur hjá dótturliðinu RB og vonast til að í náinni framtíð geti hann orðið fyrsti japanski ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni. Isack Hadjar (20 ára Frakki) Frakkinn er einn af nýliðunum í Formúlu 1 þetta tímabilið. Eftir tíma í undirmótaröðum Formúlu 1 og titilbaráttu í Formúlu 2 á síðasta ári tekur hann skrefið upp á við. Red Bull sér hraða í þessum tvítuga frakka og hver veit, kannski leynist þarna óslípaður demantur? Williams (9.sæti á síðasta tímabili með 17 stig) Carlos Sainz mættur undir stýri á 2025 bíl WilliamsVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 9 Liðsstjóri: James Vowles Eftir mögur ár hjá þessu sögufræga liði má greina jákvæða áru yfir Williams komandi inn í tímabilið. Liðið hefur yfir að skipa einum mest spennandi liðsstjóra mótaraðarinnar í James Vowles og að sama skapi er ökumannsteymi liðsins með þeim öflugri í mótaröðinni. Carlos Sainz er mættur frá Ferrari og prófanirnar í Barein fyrir tímabilið hjá Williams veittu þeim byr undir báða vængi. Carlos Sainz (30 ára Spánverji) Sainz þurfti að bíta í það súra að vera skipt út hjá Ferrari fyrir Lewis Hamilton. Sú ákvörðun var kunngjörð fyrir síðasta tímabil og mætti segja að það tímabil hafi verið eitt stórt atvinnuviðtal fyrir Sainz sem sýndi hvað í honum bjó. Sainz er ökumaður sem gæti vel plummað sig í toppliðum Formúlu 1. Í Williams fer hann í sögufrægt lið sem var lengi vel á toppi Formúlunnar. Þar fær hann tækifæri á að hjálpa liðinu að ná fyrri stalli. Alexander Albon (28 ára Tælendingur) Albon sem hefur náð að festa sig í sessi í Formúlu 1. Hæfileikar hans eru svo sannarlega til staðar og Albon hefur sýnt það í gegnum tíðina að í rétta bílnum getur hann barist um stigasæti. Sérfræðingar svara: Sérfræðingarnir eru á því að Williams sé það lið sem mun koma mest á óvart í ár. „Ég held að Williams liðið muni ná sínum besta árangri í mörg ár. Þeir voru reglulega á verðlaunapöllum 2014 og 2015 en síðan þá hefur liðið verið í eyðimerkurgöngu. Eftir fimm til tíu ár verðum við að tala um James Vowles, liðstjóra Willams, sem einn besta liðsstjóra í Formúlu 1. Hann er að gera frábæra hluti fyrir þetta litla lið. Er að byggja það aftur upp á þann stað sem þetta lið á að vera á. Williams er eitt af elstu liðum Formúlu 1 og ökumannsteymi liðsins er eitt það sterkasta um þessar mundir. Þá leit bíllinn vel út í prófunum. Ég held að Williams verði að berjast um 5.sæti í keppni bílasmiða.“ Kick Sauber (10.sæti á síðasta tímabili með 4 stig) Stake SauberVísir/Getty Fjöldi heimsmeistaratitla bílasmiða: 0 Liðsstjóri: Mattia Binotto Síðasta tímabil var alls ekki gott fyrir Sauber liðið sem endaði í síðasta sæti og ekki er búist við því að liðið geri neinar rósir í ár. Sauber, sem verður að Audi frá og með tímabilinu 2026 teflir fram tveimur nýjum ökumönnum í ár. Mattia Binotto, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari, er mættur til liðsins og spurning hvort hann nái að dreifa einhverjum ítölskum töfrum yfir Sauber. Nico Hulkenberg (37 ára Þjóðverji) Þýski reynsluboltinn er methafi á meti sem enginn ökumaður vill eiga. Hann á flestar keppnir í Formúlu 1 á bakinu án þess að enda á verðlaunapalli. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef það á að breytast í ár. Hulkenberg tekur stökkið yfir til Sauber frá Haas milli tímabila. Gabriel Bortoleto (20 ára Brasilíumaður) Formúlu 2 meistarinn Gabriel Bortoleto fær nú tækifæri til að sanna sig í Formúlu 1. Hann er fulltrúi brasilísku þjóðarinnar sem hefur ekki átt aðalökumann í Formúlu 1 síðan Felipe Massa var þar árið 2017. Saga Brasilíu og Formúlu 1 er löng og innihaldsrík. Bortoleto getur sett sitt mark á þá sögu.