Vonir um konunglegt brúðkaup í Svíþjóð Guðjón Helgason skrifar 20. október 2007 12:25 Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira