McCann fjölskyldan hefur sent frá sér teikningu listamanns af hugsanlegum mannræningja dóttur þeirra Madeleine. Teikningin er byggð á frásögn Jane Tanner, vini þeirra Jerry og Kate McCann, en hún snæddi kvöldverð með þeim hjónum á þeim tíma sem Madeleine var rænt í Portúgal.
Tanner segir að hún hafi séð mann ganga frá því svæði sem íbúð McCann fjölskyldunnar var á en ekki gert sér grein fyrir samhenginu þa´.
Teikningin sem send var fjölmiðlum í gær sýnir mann af suður evrópskum uppruna, um 170 sm á hæð dökkhærður og á aldrinum milli 35 og 40 ára. Hann var klæddur dökkbrúnni peysu og ljósbrúnum buxum. Á myndinni er hann sýndur með barn í fanginu. Andlitsdrættir eru ekki sýndir þar sem Tanner man þá ekki glögglega.
Lýst er eftir vitnum sem sá mann svipuðum þessum á þeim tíma sem Madeleine var rænt.
