Fyrsta stórmyndin á ís Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 12:19 Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. Myndin byggir á Englum og djöflum, fyrstu bók Dan Browns um ævintýraprófessorin Robert Langdon. Tom Hanks átti að fara með hlutverk hans eins og í fyrri myndinni og Ron Howard að leikstýra. Framleiðendur myndarinnar segja að þeir verði að stöðva vinnu við hana nú þar sem nokkuð skortir á að handrit hennar sé fullklárað. Myndina átta að frumsýna seint á næsta ári. Frumsýningunni hefur nú verið frestað til 2009 - ekki er gefið upp hvenær ársins. Verkfallið skall á fyrir hálfum mánuði. Næsti samningafundur deilenda er fyrirhugaður eftir tæpa viku. Óttast margir að verkfallið eigi enn eftir að dragast á langinn - tefja framleiðslu á mörgum stórmyndum til viðbótar og binda enda á nýjustu syrpur vinsælla sjónvarpþátta strax um áramótin. Síðasta verkfall handritshöfunda 1988 stóð í 22 vikur og varð banabiti margra vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Moonlighting og Hill Street Blues. En það eru ekki bara verkfall í Hollywood. Sviðsmenn á Broadway í New York lögðu niður vinnu fyrir viku og hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum deilenda. Upp úr slitnaði í gærkvöldi. Talsmaður sviðsmanna segir síðasta tilboð framleiðenda ekki hafa verið nægilega gott. Talsmaður framleiðenda segir á móti að sviðsmenn hafi hafnað sáttaleið. Það sem einkum skilur á milli í deilunni eru óskir framleiðenda um að fá að ráða aukafólk í miklum mæli þegar verið er að setja upp leiksviðin fyrir frumsýningar. Auk þess er mikill ágreiningur um vinnutíma og bónusa. Verkfallið er farið að hafa veruleg áhrif utan Brodway og merkja eigendur veitingahúsa og hótela minnkandi aðsókn þar sem engar leiksýnignar eru í gangi. New York Daily Times hefur þannig eftir þjóni á vinsælum veitingastað að hann hafi tapað sem nemur jafnvirði tæplega 50 þúsund króna í þjórfé síðan að verkfallið hófst. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. Myndin byggir á Englum og djöflum, fyrstu bók Dan Browns um ævintýraprófessorin Robert Langdon. Tom Hanks átti að fara með hlutverk hans eins og í fyrri myndinni og Ron Howard að leikstýra. Framleiðendur myndarinnar segja að þeir verði að stöðva vinnu við hana nú þar sem nokkuð skortir á að handrit hennar sé fullklárað. Myndina átta að frumsýna seint á næsta ári. Frumsýningunni hefur nú verið frestað til 2009 - ekki er gefið upp hvenær ársins. Verkfallið skall á fyrir hálfum mánuði. Næsti samningafundur deilenda er fyrirhugaður eftir tæpa viku. Óttast margir að verkfallið eigi enn eftir að dragast á langinn - tefja framleiðslu á mörgum stórmyndum til viðbótar og binda enda á nýjustu syrpur vinsælla sjónvarpþátta strax um áramótin. Síðasta verkfall handritshöfunda 1988 stóð í 22 vikur og varð banabiti margra vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Moonlighting og Hill Street Blues. En það eru ekki bara verkfall í Hollywood. Sviðsmenn á Broadway í New York lögðu niður vinnu fyrir viku og hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum deilenda. Upp úr slitnaði í gærkvöldi. Talsmaður sviðsmanna segir síðasta tilboð framleiðenda ekki hafa verið nægilega gott. Talsmaður framleiðenda segir á móti að sviðsmenn hafi hafnað sáttaleið. Það sem einkum skilur á milli í deilunni eru óskir framleiðenda um að fá að ráða aukafólk í miklum mæli þegar verið er að setja upp leiksviðin fyrir frumsýningar. Auk þess er mikill ágreiningur um vinnutíma og bónusa. Verkfallið er farið að hafa veruleg áhrif utan Brodway og merkja eigendur veitingahúsa og hótela minnkandi aðsókn þar sem engar leiksýnignar eru í gangi. New York Daily Times hefur þannig eftir þjóni á vinsælum veitingastað að hann hafi tapað sem nemur jafnvirði tæplega 50 þúsund króna í þjórfé síðan að verkfallið hófst.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira