Fyrsta stórmyndin á ís Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 12:19 Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. Myndin byggir á Englum og djöflum, fyrstu bók Dan Browns um ævintýraprófessorin Robert Langdon. Tom Hanks átti að fara með hlutverk hans eins og í fyrri myndinni og Ron Howard að leikstýra. Framleiðendur myndarinnar segja að þeir verði að stöðva vinnu við hana nú þar sem nokkuð skortir á að handrit hennar sé fullklárað. Myndina átta að frumsýna seint á næsta ári. Frumsýningunni hefur nú verið frestað til 2009 - ekki er gefið upp hvenær ársins. Verkfallið skall á fyrir hálfum mánuði. Næsti samningafundur deilenda er fyrirhugaður eftir tæpa viku. Óttast margir að verkfallið eigi enn eftir að dragast á langinn - tefja framleiðslu á mörgum stórmyndum til viðbótar og binda enda á nýjustu syrpur vinsælla sjónvarpþátta strax um áramótin. Síðasta verkfall handritshöfunda 1988 stóð í 22 vikur og varð banabiti margra vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Moonlighting og Hill Street Blues. En það eru ekki bara verkfall í Hollywood. Sviðsmenn á Broadway í New York lögðu niður vinnu fyrir viku og hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum deilenda. Upp úr slitnaði í gærkvöldi. Talsmaður sviðsmanna segir síðasta tilboð framleiðenda ekki hafa verið nægilega gott. Talsmaður framleiðenda segir á móti að sviðsmenn hafi hafnað sáttaleið. Það sem einkum skilur á milli í deilunni eru óskir framleiðenda um að fá að ráða aukafólk í miklum mæli þegar verið er að setja upp leiksviðin fyrir frumsýningar. Auk þess er mikill ágreiningur um vinnutíma og bónusa. Verkfallið er farið að hafa veruleg áhrif utan Brodway og merkja eigendur veitingahúsa og hótela minnkandi aðsókn þar sem engar leiksýnignar eru í gangi. New York Daily Times hefur þannig eftir þjóni á vinsælum veitingastað að hann hafi tapað sem nemur jafnvirði tæplega 50 þúsund króna í þjórfé síðan að verkfallið hófst. Erlent Fréttir Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. Myndin byggir á Englum og djöflum, fyrstu bók Dan Browns um ævintýraprófessorin Robert Langdon. Tom Hanks átti að fara með hlutverk hans eins og í fyrri myndinni og Ron Howard að leikstýra. Framleiðendur myndarinnar segja að þeir verði að stöðva vinnu við hana nú þar sem nokkuð skortir á að handrit hennar sé fullklárað. Myndina átta að frumsýna seint á næsta ári. Frumsýningunni hefur nú verið frestað til 2009 - ekki er gefið upp hvenær ársins. Verkfallið skall á fyrir hálfum mánuði. Næsti samningafundur deilenda er fyrirhugaður eftir tæpa viku. Óttast margir að verkfallið eigi enn eftir að dragast á langinn - tefja framleiðslu á mörgum stórmyndum til viðbótar og binda enda á nýjustu syrpur vinsælla sjónvarpþátta strax um áramótin. Síðasta verkfall handritshöfunda 1988 stóð í 22 vikur og varð banabiti margra vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Moonlighting og Hill Street Blues. En það eru ekki bara verkfall í Hollywood. Sviðsmenn á Broadway í New York lögðu niður vinnu fyrir viku og hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum deilenda. Upp úr slitnaði í gærkvöldi. Talsmaður sviðsmanna segir síðasta tilboð framleiðenda ekki hafa verið nægilega gott. Talsmaður framleiðenda segir á móti að sviðsmenn hafi hafnað sáttaleið. Það sem einkum skilur á milli í deilunni eru óskir framleiðenda um að fá að ráða aukafólk í miklum mæli þegar verið er að setja upp leiksviðin fyrir frumsýningar. Auk þess er mikill ágreiningur um vinnutíma og bónusa. Verkfallið er farið að hafa veruleg áhrif utan Brodway og merkja eigendur veitingahúsa og hótela minnkandi aðsókn þar sem engar leiksýnignar eru í gangi. New York Daily Times hefur þannig eftir þjóni á vinsælum veitingastað að hann hafi tapað sem nemur jafnvirði tæplega 50 þúsund króna í þjórfé síðan að verkfallið hófst.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira