NBA í nótt: Utah vann Detroit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2007 08:56 Carlos Boozer var öflugur í nótt eins og svo oft áður. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz vann sinn tíunda sigurleik á tímabilinu í NBA-deildinni og þann þriðja í röð er liðið vann sigur á Detroit Pistons, 103-93, á útivelli. Deron Williams hefur nú náð sér af fullu af támeiðslum sínum en hann var með 21 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Carlos Boozer var með 36 stig og ellefu fráköst auk þess sem hann hitti úr sautján af 20 skotum sínum utan af velli. „Það er meira af þessu í vændum," sagði Boozer. „Þegar ég og D erum báðir 100% klárir verður erfitt að ætla sér sigur gegn Utah." Detroit var án Rasheed Wallace sem á við meiðsli í hné að stríða. Þá var Flip Saunders, þjálfari liðsins, rekinn af velli í þriðja leikhluta eftir að hann hnakkreifst við einn dómara leiksins. Utah var með sjö stiga forystu í hálfleik, 57-50, og létu forystuna aldrei af hendi. Niðurstaðan var sem fyrr segir tíu stiga sigur, 103-93. Antonio McDyess var stigahæstur hjá Detroit með nítján stig og tólf fráköst. Richard kom næstur með sautján stig. Andres Nocioni reynir hér að komast framhjá Chris Bosh.Nordic Photos / Getty Images Chicago Bulls tapaði sínum fjórða leik í röð, í þetta sinn fyrir Toronto Raptors, 93-78. Slæmur leikkafli í fjórða leikhluta gerði það að verkum að Toronto náði að stinga af og vinna öruggan sigur. Chris Bosh var með sextán stig og þrettán fráköst fyrir Toronto og Jamario Moon var með fimmtán stig. Jose Calderon var þó stigahæstur í liðinu með nítján stig. Hjá Chicago var Luol Deng með 21 stig og Ben Gordon með sautján. Toronto var með undirtökin lengst af í leiknum en náði ekki að hrista Chicago endanlega af sér fyrr en í síðasta leikhluta. Þetta var 114. sigur Sam Mitchell sem þjálfari Toronto og fór hann þar með fram úr Lenny Wilkens sem sigursælasti þjálfari liðsins. Chicago hefur verið að hitta einstaklega illa á tímabilinu og breyttist það ekkert í nótt. Liðið allt hitti úr 30 af 79 skotum sínum í nótt og var með 38 prósent skotnýtingu. LeBron James tekur eitt frákasta sinna í leiknum.Nordic Photos / Getty Images Þriggja stiga karfa Damon Jones þegar 36 sekúndur voru til leiksloka í leik Indiana og Cleveland í nótt gerði gæfumuninn fyrir síðarnefnda liðið sem vann fimm stiga sigur á Indiana, 111-106. Cleveland var reyndar komið með nokkuð þægilega forystu í þriðja leikhlut en Indiana tókst að hleypa spennu aftur í leikinn. LeBron James var með þrefalda tvennu í leiknum í nótt og var nánast óstöðvandi. Hann skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Drew Gooden var með 23 stig og Aleksandar Pavlovic með 22 stig. Gooden var einnig með tólf fráköst. Jamaal Tinsley skoraði 24 stig fyrir Indiana, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Marquis Daniels var þó stigahæstur með 25 stig og Danny Granger bætti við 21 stigi. Þetta var fjórða þrefalda tvenna James á tímabilinu og sú fjórtánda á ferlinum hans. Hann sagði eftir leik að það væri til ekki neins að ná þrefaldri tvennu nema að liðið ynni líka viðkomandi leik. Chris Wilcox treður yfir Tim Duncan.Nordic Photos / Getty Images Seattle náði að skora 64 stig í fyrri hálfleik gegn San Antonio en tapaði samt leiknum, 116-101. Staðan var reyndar jöfn í hálfleik en það er ekki á hverjum degi sem San Antonio vær svo mörg stig á sig á jafn skömmum tíma. Það var því ekki um annað að ræða en að skella í lás í vörninni og það var einmitt það sem San Antonio gerði þegar liðið skoraði fyrstu tólf stigi í þriðja leikhluta. Þetta var tólfti sigur San Antonio af fjórtán leikjum á tímabilinu og er það besta byrjun félagsins í sögu NBA-deildarinnar. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, sagði þó að það skipti litlu máli. „Við höfum áður byrjað vel en ekki unnið titilinn," sagði hann og tók Manu Ginobili í svipaðan streng. „Það vita allir að við förum í úrslitakeppnina. Þetta snýst því um að vera í besta mögulega formi í apríl." Tim Duncan var öflugur í nótt og skoraði 26 stig í eliknum. Tony Parker og Ginobili komu næstir með 22 stig. Hjá Seattle var Wally Szczerbiak stigahæstur með 27 stig og Kevin Durant kom næstur með 25 stig. Hið ógurlega Nets-gengi.Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tapaði sínum þriðja leik í nótt, í þetta sinn á heimavelli fyrir New Jersey Nets, 102-100. Eftir að New Jersey tapaði sex leikjum í röð á dögunum sagði Jason Kidd í blöðunum að leikmenn liðsins kynnu varla að tapa. Greinilegt er að leikmenn tóku orðin til sín því liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Þegar Sasha Vujacic skoraði þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom hann Lakers í tveggja stiga forystu, 96-94. Á síðustu mínútunni skoruðu liðin eingöngu úr vítaköstum og munaði þar mestu um að Kobe Bryant misnotaði skot þegar skammt var til leiksloka og New Jersey náði boltanum. Það dugði til að liðið næði frumkvæðinu í leiknum og innbyrti það tveggja stiga sigur, 102-100. Jefferson var með 27 stig í leiknum og Vince Carter nítján fyrir New Jersey. Hjá Lakers var Bryant með 31 stig og Derek Fisher 20. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Utah Jazz vann sinn tíunda sigurleik á tímabilinu í NBA-deildinni og þann þriðja í röð er liðið vann sigur á Detroit Pistons, 103-93, á útivelli. Deron Williams hefur nú náð sér af fullu af támeiðslum sínum en hann var með 21 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Carlos Boozer var með 36 stig og ellefu fráköst auk þess sem hann hitti úr sautján af 20 skotum sínum utan af velli. „Það er meira af þessu í vændum," sagði Boozer. „Þegar ég og D erum báðir 100% klárir verður erfitt að ætla sér sigur gegn Utah." Detroit var án Rasheed Wallace sem á við meiðsli í hné að stríða. Þá var Flip Saunders, þjálfari liðsins, rekinn af velli í þriðja leikhluta eftir að hann hnakkreifst við einn dómara leiksins. Utah var með sjö stiga forystu í hálfleik, 57-50, og létu forystuna aldrei af hendi. Niðurstaðan var sem fyrr segir tíu stiga sigur, 103-93. Antonio McDyess var stigahæstur hjá Detroit með nítján stig og tólf fráköst. Richard kom næstur með sautján stig. Andres Nocioni reynir hér að komast framhjá Chris Bosh.Nordic Photos / Getty Images Chicago Bulls tapaði sínum fjórða leik í röð, í þetta sinn fyrir Toronto Raptors, 93-78. Slæmur leikkafli í fjórða leikhluta gerði það að verkum að Toronto náði að stinga af og vinna öruggan sigur. Chris Bosh var með sextán stig og þrettán fráköst fyrir Toronto og Jamario Moon var með fimmtán stig. Jose Calderon var þó stigahæstur í liðinu með nítján stig. Hjá Chicago var Luol Deng með 21 stig og Ben Gordon með sautján. Toronto var með undirtökin lengst af í leiknum en náði ekki að hrista Chicago endanlega af sér fyrr en í síðasta leikhluta. Þetta var 114. sigur Sam Mitchell sem þjálfari Toronto og fór hann þar með fram úr Lenny Wilkens sem sigursælasti þjálfari liðsins. Chicago hefur verið að hitta einstaklega illa á tímabilinu og breyttist það ekkert í nótt. Liðið allt hitti úr 30 af 79 skotum sínum í nótt og var með 38 prósent skotnýtingu. LeBron James tekur eitt frákasta sinna í leiknum.Nordic Photos / Getty Images Þriggja stiga karfa Damon Jones þegar 36 sekúndur voru til leiksloka í leik Indiana og Cleveland í nótt gerði gæfumuninn fyrir síðarnefnda liðið sem vann fimm stiga sigur á Indiana, 111-106. Cleveland var reyndar komið með nokkuð þægilega forystu í þriðja leikhlut en Indiana tókst að hleypa spennu aftur í leikinn. LeBron James var með þrefalda tvennu í leiknum í nótt og var nánast óstöðvandi. Hann skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Drew Gooden var með 23 stig og Aleksandar Pavlovic með 22 stig. Gooden var einnig með tólf fráköst. Jamaal Tinsley skoraði 24 stig fyrir Indiana, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Marquis Daniels var þó stigahæstur með 25 stig og Danny Granger bætti við 21 stigi. Þetta var fjórða þrefalda tvenna James á tímabilinu og sú fjórtánda á ferlinum hans. Hann sagði eftir leik að það væri til ekki neins að ná þrefaldri tvennu nema að liðið ynni líka viðkomandi leik. Chris Wilcox treður yfir Tim Duncan.Nordic Photos / Getty Images Seattle náði að skora 64 stig í fyrri hálfleik gegn San Antonio en tapaði samt leiknum, 116-101. Staðan var reyndar jöfn í hálfleik en það er ekki á hverjum degi sem San Antonio vær svo mörg stig á sig á jafn skömmum tíma. Það var því ekki um annað að ræða en að skella í lás í vörninni og það var einmitt það sem San Antonio gerði þegar liðið skoraði fyrstu tólf stigi í þriðja leikhluta. Þetta var tólfti sigur San Antonio af fjórtán leikjum á tímabilinu og er það besta byrjun félagsins í sögu NBA-deildarinnar. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, sagði þó að það skipti litlu máli. „Við höfum áður byrjað vel en ekki unnið titilinn," sagði hann og tók Manu Ginobili í svipaðan streng. „Það vita allir að við förum í úrslitakeppnina. Þetta snýst því um að vera í besta mögulega formi í apríl." Tim Duncan var öflugur í nótt og skoraði 26 stig í eliknum. Tony Parker og Ginobili komu næstir með 22 stig. Hjá Seattle var Wally Szczerbiak stigahæstur með 27 stig og Kevin Durant kom næstur með 25 stig. Hið ógurlega Nets-gengi.Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tapaði sínum þriðja leik í nótt, í þetta sinn á heimavelli fyrir New Jersey Nets, 102-100. Eftir að New Jersey tapaði sex leikjum í röð á dögunum sagði Jason Kidd í blöðunum að leikmenn liðsins kynnu varla að tapa. Greinilegt er að leikmenn tóku orðin til sín því liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Þegar Sasha Vujacic skoraði þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom hann Lakers í tveggja stiga forystu, 96-94. Á síðustu mínútunni skoruðu liðin eingöngu úr vítaköstum og munaði þar mestu um að Kobe Bryant misnotaði skot þegar skammt var til leiksloka og New Jersey náði boltanum. Það dugði til að liðið næði frumkvæðinu í leiknum og innbyrti það tveggja stiga sigur, 102-100. Jefferson var með 27 stig í leiknum og Vince Carter nítján fyrir New Jersey. Hjá Lakers var Bryant með 31 stig og Derek Fisher 20.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira