Hatton og Mayweather lenti saman 6. desember 2007 10:41 Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather. Box Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather.
Box Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira