Hætta á hrávörubólu 9. janúar 2008 00:01 „eldsneytissáning“ í bígerð Margir bændur í Bandaríkjunum hafa séð hag sínum betur borgið með kornrækt til eldsneytisnotkunar en manneldis enda fá þeir meira fyrir sinn snúð. Markaðurinn/AFP Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú. Undir smásjánni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú.
Undir smásjánni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira