Um galskap og skynsemi Árni Páll Árnason skrifar 16. janúar 2008 00:01 Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna? Við höfum á undanförnum árum búið við allt of mikla verðbólgu sem má fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar einkaneyslu. Sú staðreynd – og áhrif erlendra spákaupmanna – hafa þrýst gengi krónunnar í hæstu hæðir, skaðað samkeppnisgreinar, lagt í rúst sjávarútveg vítt og breitt um landið og aukið á ærinn vanda í atvinnumálum. Verðbólgan hefur rýrt kaupmátt allra þeirra hópa sem búa við taxtalaun og ekki hafa notið launaskriðs og þá sérstaklega þeirra sem starfa í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu. Misráðnar og illa tímasettar stjórnvaldsákvarðanir og skattalækkanir á undanförnum árum hafa aukið á þennan vanda. Nú er komið að tímamótum. Aðgengi að lánsfé hefur dregist saman. Stýrivaxtahækkanir eru loksins farnar að hafa áhrif á markaðsvexti. Almenn skattalækkun á þessum tímapunkti yrði einungis til að kynda á ný undir þenslu í samfélaginu og draga úr virkni þeirrar aðlögunar hagkerfisins sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Við þurfum að skapa aðstæður fyrir stöðugra efnahagsumhverfi, þar sem Seðlabankanum gefst kostur á að lækka stýrivexti í hröðum og öruggum skrefum. Þar eru hóflegar launahækkanir í almennum kjarasamningum lykilatriði. Jafnframt á að beita skattkerfisbreytingum til að vernda og bæta kaupmátt þeirra sem minnst hafa milli handanna og þeirra stétta sem ekki hafa notið launaskriðs á undanförnum árum. Við búum við veikt umhverfi peningamála og óskilvirka stýrivaxtastefnu. Þess vegna hafa stýrivextir verið allt of háir allt of lengi. Eftir miklar fórnir vegna þessarar vaxtastefnu eygjum við nú möguleika á að endurheimta stöðugleikann. Það er óðs manns æði að setja þann árangur í hættu með flatri skattalækkun sem brennur á verðbólgubáli áður en við er litið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna? Við höfum á undanförnum árum búið við allt of mikla verðbólgu sem má fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar einkaneyslu. Sú staðreynd – og áhrif erlendra spákaupmanna – hafa þrýst gengi krónunnar í hæstu hæðir, skaðað samkeppnisgreinar, lagt í rúst sjávarútveg vítt og breitt um landið og aukið á ærinn vanda í atvinnumálum. Verðbólgan hefur rýrt kaupmátt allra þeirra hópa sem búa við taxtalaun og ekki hafa notið launaskriðs og þá sérstaklega þeirra sem starfa í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu. Misráðnar og illa tímasettar stjórnvaldsákvarðanir og skattalækkanir á undanförnum árum hafa aukið á þennan vanda. Nú er komið að tímamótum. Aðgengi að lánsfé hefur dregist saman. Stýrivaxtahækkanir eru loksins farnar að hafa áhrif á markaðsvexti. Almenn skattalækkun á þessum tímapunkti yrði einungis til að kynda á ný undir þenslu í samfélaginu og draga úr virkni þeirrar aðlögunar hagkerfisins sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Við þurfum að skapa aðstæður fyrir stöðugra efnahagsumhverfi, þar sem Seðlabankanum gefst kostur á að lækka stýrivexti í hröðum og öruggum skrefum. Þar eru hóflegar launahækkanir í almennum kjarasamningum lykilatriði. Jafnframt á að beita skattkerfisbreytingum til að vernda og bæta kaupmátt þeirra sem minnst hafa milli handanna og þeirra stétta sem ekki hafa notið launaskriðs á undanförnum árum. Við búum við veikt umhverfi peningamála og óskilvirka stýrivaxtastefnu. Þess vegna hafa stýrivextir verið allt of háir allt of lengi. Eftir miklar fórnir vegna þessarar vaxtastefnu eygjum við nú möguleika á að endurheimta stöðugleikann. Það er óðs manns æði að setja þann árangur í hættu með flatri skattalækkun sem brennur á verðbólgubáli áður en við er litið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun