Kólnun á fasteignamarkaði hafin 17. janúar 2008 00:01 Kólnun er hafin á fasteignamarkaði að mati sérfræðinga. Minnkandi eftirspurnar verður vanalega fyrst vart í úthverfunum, en síðar í miðborgum. „Að okkar mati er kólnunin á fasteignamarkaði hafin og við sjáum fyrir okkur að enn frekar dragi úr veltu á næstu mánuðum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Kaupþings. Velta á fasteignamarkaði síðustu tvær vikur ársins 2007 og fyrstu tvær vikur hins nýja árs nam samanlagt rétt rúmum 3,1 milljarði og dróst saman um tuttugu prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra, þegar veltan nam 3,8 milljörðum. Veltan er jafnframt níu prósentum minni en fyrir tveimur árum. Ásdís segir ástæðuna fyrir minnkandi veltu fyrst og fremst vera erfiðara aðgengi að lánsfé. Vextir hafi verið að hækka auk þess sem bankarnir haldi frekar að sér höndum við útlán. Hún segir greiningardeild Kaupþings sjá fram á smávægilega hækkun nafnverðs á árinu. Hins vegar megi búast við um 1,5 prósenta verðlækkun að raunvirði, sé miðað við verðbólgu kringum fjögur prósent. „Við sjáum fyrir okkur áframhaldandi kulda og að markaðurinn fari ekki að glæðast á ný fyrr en í lok árs og upphafi þess næsta.“ Bjarni Þór Óskarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Domus, segist ekki hafa fengið tölur í hendur fyrir janúar en tekur fram að vel hafi gengið í desember og að menn hafi ekki orðið þess varir sérstaklega að tekið hefði að hægjast um. „Menn hér eru bjartsýnir í upphafi árs.“- jsk Markaðir Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
„Að okkar mati er kólnunin á fasteignamarkaði hafin og við sjáum fyrir okkur að enn frekar dragi úr veltu á næstu mánuðum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Kaupþings. Velta á fasteignamarkaði síðustu tvær vikur ársins 2007 og fyrstu tvær vikur hins nýja árs nam samanlagt rétt rúmum 3,1 milljarði og dróst saman um tuttugu prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra, þegar veltan nam 3,8 milljörðum. Veltan er jafnframt níu prósentum minni en fyrir tveimur árum. Ásdís segir ástæðuna fyrir minnkandi veltu fyrst og fremst vera erfiðara aðgengi að lánsfé. Vextir hafi verið að hækka auk þess sem bankarnir haldi frekar að sér höndum við útlán. Hún segir greiningardeild Kaupþings sjá fram á smávægilega hækkun nafnverðs á árinu. Hins vegar megi búast við um 1,5 prósenta verðlækkun að raunvirði, sé miðað við verðbólgu kringum fjögur prósent. „Við sjáum fyrir okkur áframhaldandi kulda og að markaðurinn fari ekki að glæðast á ný fyrr en í lok árs og upphafi þess næsta.“ Bjarni Þór Óskarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Domus, segist ekki hafa fengið tölur í hendur fyrir janúar en tekur fram að vel hafi gengið í desember og að menn hafi ekki orðið þess varir sérstaklega að tekið hefði að hægjast um. „Menn hér eru bjartsýnir í upphafi árs.“- jsk
Markaðir Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira