Krónan kallar á reglulega jarðskjálfta 20. febrúar 2008 00:01 Edda Rós Karlsdóttir. Krónan verður aldrei stöðug. Rætt var um stöðu gjaldmiðilsins á nýafstöðnu Viðskiptaþingi. Meðal helstu niðurstaðna þar, bæði hjá flestum frummælendum og í pallborðsumræðum, var að óhjákvæmilegt væri að Íslendingar myndu notast við krónuna næstu árin þótt tæknilega mögulegt sé að taka upp evru, eins og fram kom í máli Richards Portes, prófessors við London School of Economics. Hins vegar er ljóst að vilji núverandi stjórnvalda stendur ekki til þess; hvorki til að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessum tímapunkti né að taka evru upp einhliða. Íslenskir bankar eru hins vegar orðnir mjög stórir miðað við íslenskt efnahagslíf og spurningar hafa vaknað um hvort þeir eigi sér framtíð hér á landi að óbreyttu. Einnig velta menn fyrir sér burðum Seðlabankans til að styðja við bankana. Krónan enn um sinnÍslendingar verða því að sætta sig við krónuna næstu árin, enda má ætla óhjákvæmilegt annað en að hún verði hér gjaldmiðlill, jafnvel allan komandi áratug. Jurgen Stark, stjórnarmaður í Evrópska seðlabankanum, sá í ræðu sinni á Viðskiptaþingi alla meinbugi á einhliða upptöku evrunnar. Íslendingar nytu seint stuðnings Evrópska seðlabankans, stigju þeir einhliða skref. Þá sagði Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi, að Íslendingar kynnu beinlínis að baka sér óvild sambandsins með slíkum æfingum. Þó hefur verið bent á ýmsa kosti við að taka upp evruna einhliða, til dæmis að öll gengisáhætta væri frá og vextir myndu lækka. En einnig að á því séu gallar. Við þyrftum að kaupa allar okkar evrur og fórna sjálfstæðri peningastefnu, svo nokkuð sé nefnt. Ljóst var af umræðum á Viðskiptaþinginu að upptaka evru væri stærra mál en að líta mætti á það sem skammtímalausn á tímabundnum vandamálum í efnahagsmálunum. krónan leiksoppur ytri aflaÓlafur Darri Andrason Vöxtur ýtir undir sveiflur.En hvers vegna öll þessi umræða um evru? Meðal þess sem hæst hefur borið er sá óstöðugleiki sem fylgir krónunni, ekki síst með vaxandi flæði fjármagns, auknum utanríkisviðskiptum og útrás íslenskra fyrirtækja. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í grein í Fjármálatíðindum í fyrra, að eftir því sem leyst væri úr fjármagnshöftum um allan heim „verður peningastefna hvers lands í ríkari mæli leiksoppur afla sem standa utan áhrifasviðs hennar“. Gengissveiflur hafa enda verið töluverðar frá því að flotgengisstefna var tekin upp árið 2001. Sé miðað við gengi Bandaríkjadals hefur verðið á honum farið frá rúmum 58 krónum og upp fyrir 110 krónur á þessum tíma. Það þykir mörgum drjúg sveifla. Áður var fylgt fastgengisstefnu, en ekki er hægt að segja að stöðugleikinn hafi verið alger. Margir minnast einnig tíðra gengisfellinga fortíðar. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bendir á að stýrivextir Seðlabankans séu í raun eina tæki hans til að hafa áhrif á verðlag. Því sé beitt til að reyna að halda verðbólgu í skefjum. Þetta markmið verði að hafa forgang á allt annað, hvort sem það sé atvinnuástand eða gengi krónunnar. Afborgunin af bílaláninuÚtflutningsfyrirtæki og raunar aðrir hafa mikið kvartað undan óstöðugleikanum. Atvinnulífið í heild skuldar 1.350 milljarða tæpa, í öðrum gjaldmiðlum en krónu. Hin síðustu misseri hafa heimilin einnig í vaxandi mæli tekið lán í öðrum myntum. Nú er svo komið að heildarskuldir heimilanna í öðrum gjaldmiðlum en krónu nema tæpum 138 milljörðum króna. Þessi erlendu lán heimilanna hafa aukist mjög mikið undanfarið. Þau námu ríflega 23 milljörðum króna í janúar 2006. Margir verða þess enda varir að afborgunin af bílaláninu breytist þegar gengið sveiflast til. Stundum lækkar hún, en þegar gengi krónunnar lækkar gagnvart öðrum miðlum þurfum við að borga meira. Pétur Reimarsson hjá Samtökum atvinnulífsins segir að sjálfstæðum gjaldmiðli í jafn litlu landi og Íslandi fylgi umtalsverður fórnarkostnaður og ávinningur sjálfstæðrar peningastefnu sé mun minni en kostnaðurinn sem henni fylgi. „Upptaka evru er eðlilegt framhald af alþjóðavæðingu landsins og yki milliríkjaviðskipti, samkeppni og stöðugleika. Peningalegt sjálfstæði þjóðarinnar með íslensku krónuna er hins vegar skynvilla þar sem sveiflur koma að mestu að utan.“ En ljóst er að evra verður ekki tekin upp hérlendis á allra næstu árum og hún verður ekki tekin upp til að bregðast við aðsteðjandi tímabundnum vanda, eins og núverandi lausafjárkreppu á alþjóðlegum mörkuðum. Skuldatryggingarálag bankanna er himinhátt um þessar mundir. Í byrjun vikunnar var skuldatryggingarálag Kaupþings sex sinnum hærra en að jafnaði í Evrópu, álagið hjá Glitni fimm sinnum hærra, og þrisvar sinnum hærra hjá Landsbanka. Eftir því sem álagið er hærra eru lánskjör bankanna óhagstæðari. Skuldatryggingarálag banka hefur alls staðar hækkað, en talið er að álagið á íslensku bankana sé hærra vegna uppruna þeirra og hefur það verið kallað Íslandsálag. Hvað er til ráða?Gylfi Magnússon Seðlabankinn lítill í samanburði við bankana.Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í viðtali við Markaðinn á Stöð tvö að til framtíðar yrði ríkið sem fyrst að skoða alvarlega aðild að Evrópusambandinu. Það væri forsenda þess að bankarnir ættu sér framtíð hér á landi. „Í núverandi kerfi verður mjög erfitt fyrir bankana að stækka. Þá verður alltaf spurt hvort Seðlabankinn og ríkið séu nógu stór til að styðja við svona stóra banka.“ Allt tal um einhliða upptöku evru gangi ekki upp, „því þá verðum við alltaf með íslenska seðlabankann sem endastöð“. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir nauðsynlegt að grípa þegar til aðgerða til að styrkja gjaldeyrisforðann, vegna hins háa skuldatryggingarálags. „Með slíkum aðgerðum eru send skilaboð til umheimsins sem mark er tekið á,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Þetta þýðir að álagið er ekki einkamál bankanna heldur verða stjórnvöld að treysta starfsumhverfi þeirra eins og matsfyrirtækið Moody‘s undirstrikar í nýlegu áliti um lánshæfi landsins. Bankarnir þurfa aukinn aðgang að lausu fé,“ segir Ólafur Ísleifsson, sem hvetur til þess að viðræður verði teknar upp við Evrópska seðlabankann. „Skuldatryggingarálagið er orðið óþolandi hátt og hamlar aðgengi að lánsfé meira en staða bankanna gefur tilefni til.“ Ólafur minnir á að áður fyrr hafi Seðlabankinn átt samstarf við aðra norræna seðlabanka um aðgang að fé sem grípa megi til ef vandi steðji að. „Slíkir samningar eru raunhæfir og mikils metnir, til dæmis af matsfyrirtækjum. Brýnt er að tryggja aukinn aðgang að lausu fé og geta sýnt umheiminum að fjármálakerfið eigi bakhjarl í samningum af þessu tagi. Þess vegna er brýnt að leita hófanna eftir slíkum samningi við evrópska seðlabankann og hugsanlega fleiri seðlabanka eftir atvikum“. Fram kemur á vef Seðlabankans að telji hann að fyrirgreiðsla sín sé nauðsynleg til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins, eða hætta sé á keðjuverkun vegna erfiðleika eins fjármálafyrirtækis, geti hann gripið inn í. Í því sambandi er rætt um lausafjárvanda. Ef í hlut á banki með höfuðstöðvar í einu Norðurlandanna og jafnframt starfsstöð í að minnsta kosti einu öðru norrænu ríki gæti reynt á samkomulag norrænu seðlabankanna. Er stöðugleiki möguleiki?„Ég held að undanfarin misseri hafi sýnt að það er mjög erfitt að ná stöðugleika í gengið,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Hann telur að með réttri hagstjórn megi líklega ná meiri stöðugleika en ríkt hefur undanfarin ár. „En krónan verður held ég alltaf háð meiri sveiflum en helstu viðskiptamyntir, einfaldlega af því hversu lítil hún er og hagkerfið líka.“ Auk þess segir Ólafur Darri Íslendinga hafa búið við mikinn vöxt undanfarin ár. Hann ýti enn frekar undir sveiflurnar. Pétur Reimarsson bendir á að Bandaríkjadalurinn, helsta mynt heimsviðskiptanna, hafi ekki verið stöðugur undanfarna áratugi og evran ekki heldur í sinni skömmu sögu. „Áhrifin eru hins vegar mun minni í jafn stórum hagkerfum og þar um ræðir en í okkar tilfelli.“ Jón Sigurðsson, kennari við Háskólann í Reykjavík, fyrrverandi Seðlabankastjóri, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í grein á vef Framsóknarflokksins að mögulegt sé að ná jafnvægi í gengi krónunnar, enda þótt „Menn segja að íslenska krónan verði aldrei stöðug, og að erlendir braskarar ráði mestu um hana með viðskiptum með svokölluð jöklabréf“. Til þess þurfi hins vegar þolinmæði. „Til þarf svissneska íhaldssama jafnvægisstefnu í efnahags-, atvinnu- og fjármálum. Til þarf íhaldssamt lokað og eldtraust fjármála- og bankakerfi að svissneskum hætti. Og til þarf úthald og þrek ár eftir ár.“ Jón segir að svipað megi segja um alþjóðleg áhrif á krónuna og svissneska frankann, þótt hann sé virtur gjaldmiðill. „Á nokkru árabili mætti koma íslenskri krónu í sambærilega stöðu, enda þótt hún verði að sönnu ávallt minni og viðkvæmari en sjálfur svissneski frankinn.“ Friðrik Már bendir enn fremur á að reynslan frá öðrum löndum sýni að þrátt fyrir tiltölulega stöðugt efnahagslíf, miðað við það sem gengur og gerist hér, sveiflist gjaldmiðlar landa eins og Nýja-Sjálands nánast jafn mikið og krónan. Jöklabréfin og spákaupmennskaJón Sigurðsson Hægt að ná stöðugleika með seiglu.Töluverður vaxtamunur er á milli Íslands og næstu landa. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 13,75 prósent. Háir vextir hafa haldið gengi krónunnar háu. „Háir vextir hér á landi hafa leitt til mikillar útgáfu krónubréfa, sem vafalaust hefur aftur leitt til tímabundinnar styrkingar krónunnar. Þegar aðstæður breytast eins og nú þannig að efnahagslífið stendur ekki undir svo hárri ávöxtunarkröfu verða þessir vextir þung byrði og á ákveðnum punkti verða þeir beinlínis skaðlegir í efnahagslífinu eins og nú er raunin,“ segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Nú eru útistandandi svonefnd jöklabréf eða krónubréf fyrir hátt í 400 milljarða króna. Þetta eru skuldabréf sem gefin eru út af erlendum aðilum sem hyggjast hagnast á vaxtamuninum milli Íslands og annarra landa. Stundum er talað um spákaupmenn í þessu sambandi. „Spákaupmennska verður alltaf fyrir hendi og er eðlilegur hluti af markaðnum,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Spákaupmenn séu sannarlega mikilvægir fyrir skoðanaskipti á gjaldeyrismarkaði. Þeir séu mun kvikari en til dæmis inn- og útflytjendur. „Þegar vaxtamunur við útlönd er jafn hár og raun ber vitni verður spákaupmennskan hins vegar einhliða og getur styrkt gjaldmiðilinn langt úr takti við það sem undirliggjandi hagþróun getur réttlætt.“ „Stór hluti viðskipta á gjaldeyrismarkaði er tengdur kaupum og sölum á verðbréfum. Þau viðskipti kalla á að gengið ákvarðist þannig að eignir í íslenskum krónum séu jafnverðmætar og sams konar eignir í erlendri mynt. Ef skuldabréf í íslenskum krónum bera hærri vexti en skuldabréf í erlendri mynt hefur vaxtamunurinn áhrif á gengið, svo dæmi sé tekið,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. Sveinn Hjörtur Hjartarson bætir því við að frá því að verðbólga fór niður fyrir tveggja stafa tölu hafi spákaupmennska haft víðtækari áhrif á gengið en áður. „Tímabundin almenn efnahagsleg skilyrði, staða lykilatvinnuvega og viðskiptajöfnuður virðast ekki hreyfa gengi krónunnar með sama hætti og áður og við höfum átt að venjast.“ Hann telur enn fremur að almenn bjartsýni hér og mikill efnahagsuppgangur hafi styrkt krónuna. Nú hafi aðstæður hins vegar breyst. Mikill samdráttur sé í sjávarútvegi. Olíuverð sé gríðarlega hátt. Verðbréfavísitölur lækki og útlán tapist í stórum stíl, meðal annars í Bandaríkjunum, dragi úr framboði á lánsfé. „Allir þessir þættir munu hreyfa gengi krónunnar.“ JarðskjálftarEdda Rós Karlsdóttir segir að á meðan krónan fljóti frjáls á markaði sé óraunhæft að gera ráð fyrir því að hún verði stöðug. „Reynslan sýnir að allir litlir fljótandi gjaldmiðlar sveiflast töluvert. Þetta sést meðal annars af sveiflum nýsjálenska og ástralska dollarans og svo norsku og sænsku krónunnar. Sveiflur í krónunni eru hins vegar með því ýktasta sem þekkist og það er alveg raunhæft að gera ráð fyrir að við getum dregið verulega úr sveiflunum. Til þess þarf að draga úr vaxtamun við útlönd og draga úr vaxtamunarviðskiptum sem halda krónunni mun sterkari en eðlilegt getur talist langtímum saman. Til að hægt sé að draga úr vaxtamun þarf hins vegar að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, bæði verðbólgu og viðskiptahalla.“ Sveinn Hjörtur Hjartarson dregur í efa að verðbólgumarkmið Seðlabankans sé tæki til að halda genginu stöðugu. „Það er ekki raunhæft markmið, og það er ekki einu sinni markmið Seðlabankans.“ Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, telur að hægt verði að ná stöðugleika í gengið. Krónan hafi til að mynda verið að mestu stöðug allan tíunda áratuginn. Mun minni sveiflur voru á genginu þá gagnvart Bandaríkjadal en það sem af er þessari öld. „Það er hins vegar erfiðara að ná þeirri stöðu nú, jafnvel þótt efnahagslífið róist, því að Seðlabankinn er orðinn svo lítill í samanburði við viðskiptabankana. Ég þori engu að spá um hvort eða hvenær þetta markmið næst, enda er þetta sem stendur ekki einu sinni opinbert markmið.“Jón Ásgeir Jóhannesson. Spurning hvort ríkið og Seðlabankinn séu nógu stór til að styðja bankana.Þórólfur Matthíasson segir að þegar margir þættir séu lagðir saman sé líklegt að bæði vinnu- og eignamarkaður muni búa við sveiflur í gengi krónunnar sem séu „nægjanlega mikið úr takt við það sem gerist á stóru myntsvæðunum til að það sé borin von að krónan geti verið jafn stöðug og stærri myntir. Þó geta hæglega verið löng tímabil þar sem einhverjar stórar myntir eru óstöðugri en krónan. En við komumst varla hjá því að „jarðskjálftahrinur“ komi öðru hvoru.“ Undir smásjánni Úttekt Tengdar fréttir Úttekt á öllu klabbinu Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. 20. febrúar 2008 00:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Rætt var um stöðu gjaldmiðilsins á nýafstöðnu Viðskiptaþingi. Meðal helstu niðurstaðna þar, bæði hjá flestum frummælendum og í pallborðsumræðum, var að óhjákvæmilegt væri að Íslendingar myndu notast við krónuna næstu árin þótt tæknilega mögulegt sé að taka upp evru, eins og fram kom í máli Richards Portes, prófessors við London School of Economics. Hins vegar er ljóst að vilji núverandi stjórnvalda stendur ekki til þess; hvorki til að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessum tímapunkti né að taka evru upp einhliða. Íslenskir bankar eru hins vegar orðnir mjög stórir miðað við íslenskt efnahagslíf og spurningar hafa vaknað um hvort þeir eigi sér framtíð hér á landi að óbreyttu. Einnig velta menn fyrir sér burðum Seðlabankans til að styðja við bankana. Krónan enn um sinnÍslendingar verða því að sætta sig við krónuna næstu árin, enda má ætla óhjákvæmilegt annað en að hún verði hér gjaldmiðlill, jafnvel allan komandi áratug. Jurgen Stark, stjórnarmaður í Evrópska seðlabankanum, sá í ræðu sinni á Viðskiptaþingi alla meinbugi á einhliða upptöku evrunnar. Íslendingar nytu seint stuðnings Evrópska seðlabankans, stigju þeir einhliða skref. Þá sagði Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi, að Íslendingar kynnu beinlínis að baka sér óvild sambandsins með slíkum æfingum. Þó hefur verið bent á ýmsa kosti við að taka upp evruna einhliða, til dæmis að öll gengisáhætta væri frá og vextir myndu lækka. En einnig að á því séu gallar. Við þyrftum að kaupa allar okkar evrur og fórna sjálfstæðri peningastefnu, svo nokkuð sé nefnt. Ljóst var af umræðum á Viðskiptaþinginu að upptaka evru væri stærra mál en að líta mætti á það sem skammtímalausn á tímabundnum vandamálum í efnahagsmálunum. krónan leiksoppur ytri aflaÓlafur Darri Andrason Vöxtur ýtir undir sveiflur.En hvers vegna öll þessi umræða um evru? Meðal þess sem hæst hefur borið er sá óstöðugleiki sem fylgir krónunni, ekki síst með vaxandi flæði fjármagns, auknum utanríkisviðskiptum og útrás íslenskra fyrirtækja. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í grein í Fjármálatíðindum í fyrra, að eftir því sem leyst væri úr fjármagnshöftum um allan heim „verður peningastefna hvers lands í ríkari mæli leiksoppur afla sem standa utan áhrifasviðs hennar“. Gengissveiflur hafa enda verið töluverðar frá því að flotgengisstefna var tekin upp árið 2001. Sé miðað við gengi Bandaríkjadals hefur verðið á honum farið frá rúmum 58 krónum og upp fyrir 110 krónur á þessum tíma. Það þykir mörgum drjúg sveifla. Áður var fylgt fastgengisstefnu, en ekki er hægt að segja að stöðugleikinn hafi verið alger. Margir minnast einnig tíðra gengisfellinga fortíðar. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bendir á að stýrivextir Seðlabankans séu í raun eina tæki hans til að hafa áhrif á verðlag. Því sé beitt til að reyna að halda verðbólgu í skefjum. Þetta markmið verði að hafa forgang á allt annað, hvort sem það sé atvinnuástand eða gengi krónunnar. Afborgunin af bílaláninuÚtflutningsfyrirtæki og raunar aðrir hafa mikið kvartað undan óstöðugleikanum. Atvinnulífið í heild skuldar 1.350 milljarða tæpa, í öðrum gjaldmiðlum en krónu. Hin síðustu misseri hafa heimilin einnig í vaxandi mæli tekið lán í öðrum myntum. Nú er svo komið að heildarskuldir heimilanna í öðrum gjaldmiðlum en krónu nema tæpum 138 milljörðum króna. Þessi erlendu lán heimilanna hafa aukist mjög mikið undanfarið. Þau námu ríflega 23 milljörðum króna í janúar 2006. Margir verða þess enda varir að afborgunin af bílaláninu breytist þegar gengið sveiflast til. Stundum lækkar hún, en þegar gengi krónunnar lækkar gagnvart öðrum miðlum þurfum við að borga meira. Pétur Reimarsson hjá Samtökum atvinnulífsins segir að sjálfstæðum gjaldmiðli í jafn litlu landi og Íslandi fylgi umtalsverður fórnarkostnaður og ávinningur sjálfstæðrar peningastefnu sé mun minni en kostnaðurinn sem henni fylgi. „Upptaka evru er eðlilegt framhald af alþjóðavæðingu landsins og yki milliríkjaviðskipti, samkeppni og stöðugleika. Peningalegt sjálfstæði þjóðarinnar með íslensku krónuna er hins vegar skynvilla þar sem sveiflur koma að mestu að utan.“ En ljóst er að evra verður ekki tekin upp hérlendis á allra næstu árum og hún verður ekki tekin upp til að bregðast við aðsteðjandi tímabundnum vanda, eins og núverandi lausafjárkreppu á alþjóðlegum mörkuðum. Skuldatryggingarálag bankanna er himinhátt um þessar mundir. Í byrjun vikunnar var skuldatryggingarálag Kaupþings sex sinnum hærra en að jafnaði í Evrópu, álagið hjá Glitni fimm sinnum hærra, og þrisvar sinnum hærra hjá Landsbanka. Eftir því sem álagið er hærra eru lánskjör bankanna óhagstæðari. Skuldatryggingarálag banka hefur alls staðar hækkað, en talið er að álagið á íslensku bankana sé hærra vegna uppruna þeirra og hefur það verið kallað Íslandsálag. Hvað er til ráða?Gylfi Magnússon Seðlabankinn lítill í samanburði við bankana.Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í viðtali við Markaðinn á Stöð tvö að til framtíðar yrði ríkið sem fyrst að skoða alvarlega aðild að Evrópusambandinu. Það væri forsenda þess að bankarnir ættu sér framtíð hér á landi. „Í núverandi kerfi verður mjög erfitt fyrir bankana að stækka. Þá verður alltaf spurt hvort Seðlabankinn og ríkið séu nógu stór til að styðja við svona stóra banka.“ Allt tal um einhliða upptöku evru gangi ekki upp, „því þá verðum við alltaf með íslenska seðlabankann sem endastöð“. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir nauðsynlegt að grípa þegar til aðgerða til að styrkja gjaldeyrisforðann, vegna hins háa skuldatryggingarálags. „Með slíkum aðgerðum eru send skilaboð til umheimsins sem mark er tekið á,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Þetta þýðir að álagið er ekki einkamál bankanna heldur verða stjórnvöld að treysta starfsumhverfi þeirra eins og matsfyrirtækið Moody‘s undirstrikar í nýlegu áliti um lánshæfi landsins. Bankarnir þurfa aukinn aðgang að lausu fé,“ segir Ólafur Ísleifsson, sem hvetur til þess að viðræður verði teknar upp við Evrópska seðlabankann. „Skuldatryggingarálagið er orðið óþolandi hátt og hamlar aðgengi að lánsfé meira en staða bankanna gefur tilefni til.“ Ólafur minnir á að áður fyrr hafi Seðlabankinn átt samstarf við aðra norræna seðlabanka um aðgang að fé sem grípa megi til ef vandi steðji að. „Slíkir samningar eru raunhæfir og mikils metnir, til dæmis af matsfyrirtækjum. Brýnt er að tryggja aukinn aðgang að lausu fé og geta sýnt umheiminum að fjármálakerfið eigi bakhjarl í samningum af þessu tagi. Þess vegna er brýnt að leita hófanna eftir slíkum samningi við evrópska seðlabankann og hugsanlega fleiri seðlabanka eftir atvikum“. Fram kemur á vef Seðlabankans að telji hann að fyrirgreiðsla sín sé nauðsynleg til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins, eða hætta sé á keðjuverkun vegna erfiðleika eins fjármálafyrirtækis, geti hann gripið inn í. Í því sambandi er rætt um lausafjárvanda. Ef í hlut á banki með höfuðstöðvar í einu Norðurlandanna og jafnframt starfsstöð í að minnsta kosti einu öðru norrænu ríki gæti reynt á samkomulag norrænu seðlabankanna. Er stöðugleiki möguleiki?„Ég held að undanfarin misseri hafi sýnt að það er mjög erfitt að ná stöðugleika í gengið,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Hann telur að með réttri hagstjórn megi líklega ná meiri stöðugleika en ríkt hefur undanfarin ár. „En krónan verður held ég alltaf háð meiri sveiflum en helstu viðskiptamyntir, einfaldlega af því hversu lítil hún er og hagkerfið líka.“ Auk þess segir Ólafur Darri Íslendinga hafa búið við mikinn vöxt undanfarin ár. Hann ýti enn frekar undir sveiflurnar. Pétur Reimarsson bendir á að Bandaríkjadalurinn, helsta mynt heimsviðskiptanna, hafi ekki verið stöðugur undanfarna áratugi og evran ekki heldur í sinni skömmu sögu. „Áhrifin eru hins vegar mun minni í jafn stórum hagkerfum og þar um ræðir en í okkar tilfelli.“ Jón Sigurðsson, kennari við Háskólann í Reykjavík, fyrrverandi Seðlabankastjóri, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í grein á vef Framsóknarflokksins að mögulegt sé að ná jafnvægi í gengi krónunnar, enda þótt „Menn segja að íslenska krónan verði aldrei stöðug, og að erlendir braskarar ráði mestu um hana með viðskiptum með svokölluð jöklabréf“. Til þess þurfi hins vegar þolinmæði. „Til þarf svissneska íhaldssama jafnvægisstefnu í efnahags-, atvinnu- og fjármálum. Til þarf íhaldssamt lokað og eldtraust fjármála- og bankakerfi að svissneskum hætti. Og til þarf úthald og þrek ár eftir ár.“ Jón segir að svipað megi segja um alþjóðleg áhrif á krónuna og svissneska frankann, þótt hann sé virtur gjaldmiðill. „Á nokkru árabili mætti koma íslenskri krónu í sambærilega stöðu, enda þótt hún verði að sönnu ávallt minni og viðkvæmari en sjálfur svissneski frankinn.“ Friðrik Már bendir enn fremur á að reynslan frá öðrum löndum sýni að þrátt fyrir tiltölulega stöðugt efnahagslíf, miðað við það sem gengur og gerist hér, sveiflist gjaldmiðlar landa eins og Nýja-Sjálands nánast jafn mikið og krónan. Jöklabréfin og spákaupmennskaJón Sigurðsson Hægt að ná stöðugleika með seiglu.Töluverður vaxtamunur er á milli Íslands og næstu landa. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 13,75 prósent. Háir vextir hafa haldið gengi krónunnar háu. „Háir vextir hér á landi hafa leitt til mikillar útgáfu krónubréfa, sem vafalaust hefur aftur leitt til tímabundinnar styrkingar krónunnar. Þegar aðstæður breytast eins og nú þannig að efnahagslífið stendur ekki undir svo hárri ávöxtunarkröfu verða þessir vextir þung byrði og á ákveðnum punkti verða þeir beinlínis skaðlegir í efnahagslífinu eins og nú er raunin,“ segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Nú eru útistandandi svonefnd jöklabréf eða krónubréf fyrir hátt í 400 milljarða króna. Þetta eru skuldabréf sem gefin eru út af erlendum aðilum sem hyggjast hagnast á vaxtamuninum milli Íslands og annarra landa. Stundum er talað um spákaupmenn í þessu sambandi. „Spákaupmennska verður alltaf fyrir hendi og er eðlilegur hluti af markaðnum,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Spákaupmenn séu sannarlega mikilvægir fyrir skoðanaskipti á gjaldeyrismarkaði. Þeir séu mun kvikari en til dæmis inn- og útflytjendur. „Þegar vaxtamunur við útlönd er jafn hár og raun ber vitni verður spákaupmennskan hins vegar einhliða og getur styrkt gjaldmiðilinn langt úr takti við það sem undirliggjandi hagþróun getur réttlætt.“ „Stór hluti viðskipta á gjaldeyrismarkaði er tengdur kaupum og sölum á verðbréfum. Þau viðskipti kalla á að gengið ákvarðist þannig að eignir í íslenskum krónum séu jafnverðmætar og sams konar eignir í erlendri mynt. Ef skuldabréf í íslenskum krónum bera hærri vexti en skuldabréf í erlendri mynt hefur vaxtamunurinn áhrif á gengið, svo dæmi sé tekið,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. Sveinn Hjörtur Hjartarson bætir því við að frá því að verðbólga fór niður fyrir tveggja stafa tölu hafi spákaupmennska haft víðtækari áhrif á gengið en áður. „Tímabundin almenn efnahagsleg skilyrði, staða lykilatvinnuvega og viðskiptajöfnuður virðast ekki hreyfa gengi krónunnar með sama hætti og áður og við höfum átt að venjast.“ Hann telur enn fremur að almenn bjartsýni hér og mikill efnahagsuppgangur hafi styrkt krónuna. Nú hafi aðstæður hins vegar breyst. Mikill samdráttur sé í sjávarútvegi. Olíuverð sé gríðarlega hátt. Verðbréfavísitölur lækki og útlán tapist í stórum stíl, meðal annars í Bandaríkjunum, dragi úr framboði á lánsfé. „Allir þessir þættir munu hreyfa gengi krónunnar.“ JarðskjálftarEdda Rós Karlsdóttir segir að á meðan krónan fljóti frjáls á markaði sé óraunhæft að gera ráð fyrir því að hún verði stöðug. „Reynslan sýnir að allir litlir fljótandi gjaldmiðlar sveiflast töluvert. Þetta sést meðal annars af sveiflum nýsjálenska og ástralska dollarans og svo norsku og sænsku krónunnar. Sveiflur í krónunni eru hins vegar með því ýktasta sem þekkist og það er alveg raunhæft að gera ráð fyrir að við getum dregið verulega úr sveiflunum. Til þess þarf að draga úr vaxtamun við útlönd og draga úr vaxtamunarviðskiptum sem halda krónunni mun sterkari en eðlilegt getur talist langtímum saman. Til að hægt sé að draga úr vaxtamun þarf hins vegar að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, bæði verðbólgu og viðskiptahalla.“ Sveinn Hjörtur Hjartarson dregur í efa að verðbólgumarkmið Seðlabankans sé tæki til að halda genginu stöðugu. „Það er ekki raunhæft markmið, og það er ekki einu sinni markmið Seðlabankans.“ Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, telur að hægt verði að ná stöðugleika í gengið. Krónan hafi til að mynda verið að mestu stöðug allan tíunda áratuginn. Mun minni sveiflur voru á genginu þá gagnvart Bandaríkjadal en það sem af er þessari öld. „Það er hins vegar erfiðara að ná þeirri stöðu nú, jafnvel þótt efnahagslífið róist, því að Seðlabankinn er orðinn svo lítill í samanburði við viðskiptabankana. Ég þori engu að spá um hvort eða hvenær þetta markmið næst, enda er þetta sem stendur ekki einu sinni opinbert markmið.“Jón Ásgeir Jóhannesson. Spurning hvort ríkið og Seðlabankinn séu nógu stór til að styðja bankana.Þórólfur Matthíasson segir að þegar margir þættir séu lagðir saman sé líklegt að bæði vinnu- og eignamarkaður muni búa við sveiflur í gengi krónunnar sem séu „nægjanlega mikið úr takt við það sem gerist á stóru myntsvæðunum til að það sé borin von að krónan geti verið jafn stöðug og stærri myntir. Þó geta hæglega verið löng tímabil þar sem einhverjar stórar myntir eru óstöðugri en krónan. En við komumst varla hjá því að „jarðskjálftahrinur“ komi öðru hvoru.“
Undir smásjánni Úttekt Tengdar fréttir Úttekt á öllu klabbinu Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. 20. febrúar 2008 00:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Úttekt á öllu klabbinu Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. 20. febrúar 2008 00:01