Spákaupmaðurinn: Svali í skattaforsælunni 5. mars 2008 00:01 Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Það er ágætt endrum og eins enda gerir maður jú upp þarna, skilar inn skattframtali til barmfagurra skvísa í skuggsælum skattaparadísum. Eða frekar – skilar ekki inn skattframtali. Þar stendur jú allt á núlli. Það kemur meira að segja fyrir að maður hitti á kunningja, Bjögga Thor á Kýpur, sem býr í húsi ekki langt frá mínu og ég skála stundum við í góðra vina hópi. Eða Hannes Smára á Bahama. Hann er reyndar ekki staddur í kofanum núna og segja mér kunnugir að hann hafi ekki sést lengi. Gæti verið á Barbados. Ég skildi eftir miða til hans í gær. Sagði honum að banka upp á númer 103. En hvað um það. Þetta eru paradísir. Pínakólað svotil gratís, stelpurnar flottar, sandurinn heitur og sjórinn svalandi. Svo eru hérna stjórnvöld sem kunna að tríta menn með peninga. Bjóða þeim vist, skjól og skugga undan löngum armi hins rammíslenska skattmanns, mönnum með tekjur, sem kunna að fara með peningana sína. Jafnvel pólitíið er huggulegt. Tekur brosandi við smáþóknun sé maður slompaður undir stýri eða kitli pinnann á röngum stað og röngum tíma. Skiptir engu þótt ég reyni að telja þeim trú um að Bambinn bara komist ekki svona hratt. Hér er gott að vera. Hasta la vista, bétébé. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Það er ágætt endrum og eins enda gerir maður jú upp þarna, skilar inn skattframtali til barmfagurra skvísa í skuggsælum skattaparadísum. Eða frekar – skilar ekki inn skattframtali. Þar stendur jú allt á núlli. Það kemur meira að segja fyrir að maður hitti á kunningja, Bjögga Thor á Kýpur, sem býr í húsi ekki langt frá mínu og ég skála stundum við í góðra vina hópi. Eða Hannes Smára á Bahama. Hann er reyndar ekki staddur í kofanum núna og segja mér kunnugir að hann hafi ekki sést lengi. Gæti verið á Barbados. Ég skildi eftir miða til hans í gær. Sagði honum að banka upp á númer 103. En hvað um það. Þetta eru paradísir. Pínakólað svotil gratís, stelpurnar flottar, sandurinn heitur og sjórinn svalandi. Svo eru hérna stjórnvöld sem kunna að tríta menn með peninga. Bjóða þeim vist, skjól og skugga undan löngum armi hins rammíslenska skattmanns, mönnum með tekjur, sem kunna að fara með peningana sína. Jafnvel pólitíið er huggulegt. Tekur brosandi við smáþóknun sé maður slompaður undir stýri eða kitli pinnann á röngum stað og röngum tíma. Skiptir engu þótt ég reyni að telja þeim trú um að Bambinn bara komist ekki svona hratt. Hér er gott að vera. Hasta la vista, bétébé. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira