Skjóta sig í fótinn í skattaparadísum Ingimar Karl Helgason skrifar 12. mars 2008 00:01 Brýnt að skila framtalinu. Ríkið verður ekki endilega af tekjum, nema menn svíkist um að telja fram. Markaðurinn/E.Ól. „Ríkið verður ekki endilega af neinum tekjum, nema menn telji tekjurnar ekki fram. En þá eru menn að svíkja undan skatti,“ segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs PricewaterhouseCoopers. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á að um þriðjungur skráðra félaga í Kauphöllinni sé í eigu félaga sem skráð eru erlendis. Indriði bendir á að tæplega 60 prósent eignarhalds í Straumi sé erlendis, 56 prósent í Bakkavör Group, ríflega helmingur í Landsbanka og Exista, þriðjungur í Glitni og fimmtungur í FL Group, svo dæmi séu tekin. Vafalaust sé megnið af því í eigu Íslendinga. Meirihluti þessa sé í eigu félaga sem skráð séu í Hollandi, Lúxemborg og á lágskattasvæðum. Indriði telur einnig að þetta geti haft áhrif á tekjur sameiginlegra sjóða. Elín Árnadóttir bendir á að einstaklingar, innlendir sem erlendir, greiði tíu prósenta fjármagnstekjuskatt af arði. Þegar greitt sé til innlendra lögaðila, beri þeim sem greiðir arðinn að halda eftir tíu prósenta skatti. Sé arðurinn greiddur til erlends lögaðila beri að halda eftir fimmtán prósenta skatti. Ísland hafi gert tvísköttunarsamning við Holland og Lúxemborg. Tekjur séu skattskyldar þar. Fimm prósenta afdráttarskattur sé tekinn af arði, en félag geti fengið hann endurgreiddan ef það skilar framtali. Þetta eigi við um öll félög innan Evrópska efnahagssvæðisins. En hvað græðir fólk á því að geyma hlutafjáreign í skattaparadísum, Hollandi eða Lúxemborg? „Menn græða ekkert endilega á því. Þeir eru jafnvel bara að skjóta sig í fótinn. Við erum ekki með tvísköttunarsamninga við skattaparadísir og þá eru tekjurnar skattskyldar á Íslandi. Afdráttarskattur til þessara landa er til dæmis fimmtán prósent og fæst ekki endurgreiddur,“ segir Elín Árnadóttir. En hvað ef félag sem skráð er í Hollandi er í eigu félags sem skráð er í skattaparadís? „Í Hollandi er dreginn afdráttarskattur af arðgreiðslum til aflandsvæða. Þar er almennt ekki tekinn af neinn skattur. Þegar einstaklingurinn tekur svo arðinn eða söluhagnaðinn heim, þá greiðir hann sinn tíu prósenta skatt, rétt eins og arðurinn hafi komið beint frá íslensku félagi.“ Héðan og þaðan Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
„Ríkið verður ekki endilega af neinum tekjum, nema menn telji tekjurnar ekki fram. En þá eru menn að svíkja undan skatti,“ segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs PricewaterhouseCoopers. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á að um þriðjungur skráðra félaga í Kauphöllinni sé í eigu félaga sem skráð eru erlendis. Indriði bendir á að tæplega 60 prósent eignarhalds í Straumi sé erlendis, 56 prósent í Bakkavör Group, ríflega helmingur í Landsbanka og Exista, þriðjungur í Glitni og fimmtungur í FL Group, svo dæmi séu tekin. Vafalaust sé megnið af því í eigu Íslendinga. Meirihluti þessa sé í eigu félaga sem skráð séu í Hollandi, Lúxemborg og á lágskattasvæðum. Indriði telur einnig að þetta geti haft áhrif á tekjur sameiginlegra sjóða. Elín Árnadóttir bendir á að einstaklingar, innlendir sem erlendir, greiði tíu prósenta fjármagnstekjuskatt af arði. Þegar greitt sé til innlendra lögaðila, beri þeim sem greiðir arðinn að halda eftir tíu prósenta skatti. Sé arðurinn greiddur til erlends lögaðila beri að halda eftir fimmtán prósenta skatti. Ísland hafi gert tvísköttunarsamning við Holland og Lúxemborg. Tekjur séu skattskyldar þar. Fimm prósenta afdráttarskattur sé tekinn af arði, en félag geti fengið hann endurgreiddan ef það skilar framtali. Þetta eigi við um öll félög innan Evrópska efnahagssvæðisins. En hvað græðir fólk á því að geyma hlutafjáreign í skattaparadísum, Hollandi eða Lúxemborg? „Menn græða ekkert endilega á því. Þeir eru jafnvel bara að skjóta sig í fótinn. Við erum ekki með tvísköttunarsamninga við skattaparadísir og þá eru tekjurnar skattskyldar á Íslandi. Afdráttarskattur til þessara landa er til dæmis fimmtán prósent og fæst ekki endurgreiddur,“ segir Elín Árnadóttir. En hvað ef félag sem skráð er í Hollandi er í eigu félags sem skráð er í skattaparadís? „Í Hollandi er dreginn afdráttarskattur af arðgreiðslum til aflandsvæða. Þar er almennt ekki tekinn af neinn skattur. Þegar einstaklingurinn tekur svo arðinn eða söluhagnaðinn heim, þá greiðir hann sinn tíu prósenta skatt, rétt eins og arðurinn hafi komið beint frá íslensku félagi.“
Héðan og þaðan Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira