Metarður að utan 19. mars 2008 00:01 Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. Arðgreiðslur til hluthafa bresku lágvörukeðjunnar Iceland er sú hæsta sem nokkuð félag hefur fengið utan landsteinanna. Niðurstöður liggja ekki fyrir um afkomuna í fyrra en samkvæmt heimildum Markaðarins eru líkur á að um 300 milljónir punda falli hluthöfum hennar í skaut. Það jafngildir rúmum 46 milljörðum króna miðað við gengi evru í gær. Heildararðgreiðslur Iceland-keðjunnar síðastliðin þrjú ár nema 670 milljónum punda, eða rúmum 100 milljörðum króna. Gangi allt eftir munu Baugur, Fons (sem hvorugt er skráð á markað), Kaupþing og Landsbankinn fá tæpa 37 milljarða króna en Malcolm Walker, forstjóri Iceland, og aðrir stjórnendur hennar rest. Þetta verður jafnframt annað árið í röð sem arðgreiðsla frá versluninni slær Íslandsmet í krónum talið. Til samanburðar er næststærsta arðgreiðsla sögunnar greiðsla til Existu vegna hlutar í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo Group. Greiðslan, sem nam 13,7 milljörðum króna, féll félaginu í skaut á síðasta ári. Exista sat þá á rúmum fimmtán prósenta hlut í Sampo, sem skráð er í kauphöllina í Helsinki í Finnlandi. Félagið hefur bætt við sig síðan þá og fer nú með tæpan fimmtungshlut í félaginu. Væntar arðgreiðslur Existu vegna hlutarins í Sampo nú nema 138,6 milljónum evra fyrir síðasta ár. Það jafngildir rúmum 16,8 milljörðum króna miðað við gengi evru gagnvart krónu í gær. Til viðbótar þessu tekur Exista um 600 milljónir króna vegna stöðu sinnar í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Kaupþing og Exista fara saman með um 29 prósenta hlut í fyrirtækinu og fær Kaupþing, sem á fimmtung í félaginu, 1,3 milljarða króna. Undir smásjánni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. Arðgreiðslur til hluthafa bresku lágvörukeðjunnar Iceland er sú hæsta sem nokkuð félag hefur fengið utan landsteinanna. Niðurstöður liggja ekki fyrir um afkomuna í fyrra en samkvæmt heimildum Markaðarins eru líkur á að um 300 milljónir punda falli hluthöfum hennar í skaut. Það jafngildir rúmum 46 milljörðum króna miðað við gengi evru í gær. Heildararðgreiðslur Iceland-keðjunnar síðastliðin þrjú ár nema 670 milljónum punda, eða rúmum 100 milljörðum króna. Gangi allt eftir munu Baugur, Fons (sem hvorugt er skráð á markað), Kaupþing og Landsbankinn fá tæpa 37 milljarða króna en Malcolm Walker, forstjóri Iceland, og aðrir stjórnendur hennar rest. Þetta verður jafnframt annað árið í röð sem arðgreiðsla frá versluninni slær Íslandsmet í krónum talið. Til samanburðar er næststærsta arðgreiðsla sögunnar greiðsla til Existu vegna hlutar í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo Group. Greiðslan, sem nam 13,7 milljörðum króna, féll félaginu í skaut á síðasta ári. Exista sat þá á rúmum fimmtán prósenta hlut í Sampo, sem skráð er í kauphöllina í Helsinki í Finnlandi. Félagið hefur bætt við sig síðan þá og fer nú með tæpan fimmtungshlut í félaginu. Væntar arðgreiðslur Existu vegna hlutarins í Sampo nú nema 138,6 milljónum evra fyrir síðasta ár. Það jafngildir rúmum 16,8 milljörðum króna miðað við gengi evru gagnvart krónu í gær. Til viðbótar þessu tekur Exista um 600 milljónir króna vegna stöðu sinnar í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Kaupþing og Exista fara saman með um 29 prósenta hlut í fyrirtækinu og fær Kaupþing, sem á fimmtung í félaginu, 1,3 milljarða króna.
Undir smásjánni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira