Stúkan dýra 31. mars 2008 06:00 Ef ábyrg stjórnvöld væru við völd í Reykjavík væru viðbrögðin við svimandi háum bakreikningi frá KSÍ vegna stúkubyggingarinnar í Laugardal önnur en raun ber vitni. Hlutverk borgaryfirvalda ætti að vera það að halda utan um buddu borgarsjóðs og vísa ábyrgð borgarinnar á framúrkeyrslunni á bug, eins og efnisatriði málsins styðja. En bitur og særður meirihluti í Reykjavík, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann borgaráðs í broddi fylkingar, ólmast þess í stað við að koma ábyrgð yfir á pólitíska andstæðinga og þar með Reykjavíkurborg eftir langsóttum krókaleiðum. Svaðið sem Vilhjálmur og meirihlutinn heldur sig í er orðið niðurstappað og einmanalegt og vonin um að komast upp úr því virðist slokknuð, hagsmunir borgarinnar og önnur slík æðri markmið hafa fjarlægst og allt kapp er lagt á að draga fleiri í svaðið með réttu eða röngu. Þessi ófrægingarherferð meirihlutans er sérstaklega ómerkileg í ljósi þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét það sjálfur dragast í meira en þrjá mánuði að skipa fulltrúa meirihlutans í byggingarnefnd Laugardalsvallar eftir kosningar 2006. Hann getur því kennt sér sjálfum um það að ekki var fundað í byggingarnefnd það sumar. Vilhjálmur fékk einnig að vita um framútkeyrslu KSÍ sem borgarstjóri snemma hausts 2006 en hann gerði borgarráði aldrei grein fyrir málinu. Hins vegar lét Dagur B. Eggertsson borgarlögmann fara yfir málið um leið og honum var gert viðvart um það haustið 2007 og gerði borgarráði grein fyrir því í kjölfarið. Örvæntingarfullt fólk sem hefur engu að tapa sést ekki alltaf fyrir, það grípur stundum til örþrifaráða sem festa það í svaðinu og bætir í engu þeirra stöðu. Oddvitar meirihlutans í Reykjavík eru örvæntingarfullir og hafa pólitískt engu að tapa. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar miklu að tapa, því er óverjandi fyrir oddvitana örvæntingarfullu og aðra borgarfulltrúa meirihlutans að vinna geng hagsmunum borgarinnar, í langsóttri tilraun til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Elsa Smáradóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Ef ábyrg stjórnvöld væru við völd í Reykjavík væru viðbrögðin við svimandi háum bakreikningi frá KSÍ vegna stúkubyggingarinnar í Laugardal önnur en raun ber vitni. Hlutverk borgaryfirvalda ætti að vera það að halda utan um buddu borgarsjóðs og vísa ábyrgð borgarinnar á framúrkeyrslunni á bug, eins og efnisatriði málsins styðja. En bitur og særður meirihluti í Reykjavík, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann borgaráðs í broddi fylkingar, ólmast þess í stað við að koma ábyrgð yfir á pólitíska andstæðinga og þar með Reykjavíkurborg eftir langsóttum krókaleiðum. Svaðið sem Vilhjálmur og meirihlutinn heldur sig í er orðið niðurstappað og einmanalegt og vonin um að komast upp úr því virðist slokknuð, hagsmunir borgarinnar og önnur slík æðri markmið hafa fjarlægst og allt kapp er lagt á að draga fleiri í svaðið með réttu eða röngu. Þessi ófrægingarherferð meirihlutans er sérstaklega ómerkileg í ljósi þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét það sjálfur dragast í meira en þrjá mánuði að skipa fulltrúa meirihlutans í byggingarnefnd Laugardalsvallar eftir kosningar 2006. Hann getur því kennt sér sjálfum um það að ekki var fundað í byggingarnefnd það sumar. Vilhjálmur fékk einnig að vita um framútkeyrslu KSÍ sem borgarstjóri snemma hausts 2006 en hann gerði borgarráði aldrei grein fyrir málinu. Hins vegar lét Dagur B. Eggertsson borgarlögmann fara yfir málið um leið og honum var gert viðvart um það haustið 2007 og gerði borgarráði grein fyrir því í kjölfarið. Örvæntingarfullt fólk sem hefur engu að tapa sést ekki alltaf fyrir, það grípur stundum til örþrifaráða sem festa það í svaðinu og bætir í engu þeirra stöðu. Oddvitar meirihlutans í Reykjavík eru örvæntingarfullir og hafa pólitískt engu að tapa. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar miklu að tapa, því er óverjandi fyrir oddvitana örvæntingarfullu og aðra borgarfulltrúa meirihlutans að vinna geng hagsmunum borgarinnar, í langsóttri tilraun til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Höfundur er borgarfulltrúi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun