Stúkan dýra 31. mars 2008 06:00 Ef ábyrg stjórnvöld væru við völd í Reykjavík væru viðbrögðin við svimandi háum bakreikningi frá KSÍ vegna stúkubyggingarinnar í Laugardal önnur en raun ber vitni. Hlutverk borgaryfirvalda ætti að vera það að halda utan um buddu borgarsjóðs og vísa ábyrgð borgarinnar á framúrkeyrslunni á bug, eins og efnisatriði málsins styðja. En bitur og særður meirihluti í Reykjavík, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann borgaráðs í broddi fylkingar, ólmast þess í stað við að koma ábyrgð yfir á pólitíska andstæðinga og þar með Reykjavíkurborg eftir langsóttum krókaleiðum. Svaðið sem Vilhjálmur og meirihlutinn heldur sig í er orðið niðurstappað og einmanalegt og vonin um að komast upp úr því virðist slokknuð, hagsmunir borgarinnar og önnur slík æðri markmið hafa fjarlægst og allt kapp er lagt á að draga fleiri í svaðið með réttu eða röngu. Þessi ófrægingarherferð meirihlutans er sérstaklega ómerkileg í ljósi þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét það sjálfur dragast í meira en þrjá mánuði að skipa fulltrúa meirihlutans í byggingarnefnd Laugardalsvallar eftir kosningar 2006. Hann getur því kennt sér sjálfum um það að ekki var fundað í byggingarnefnd það sumar. Vilhjálmur fékk einnig að vita um framútkeyrslu KSÍ sem borgarstjóri snemma hausts 2006 en hann gerði borgarráði aldrei grein fyrir málinu. Hins vegar lét Dagur B. Eggertsson borgarlögmann fara yfir málið um leið og honum var gert viðvart um það haustið 2007 og gerði borgarráði grein fyrir því í kjölfarið. Örvæntingarfullt fólk sem hefur engu að tapa sést ekki alltaf fyrir, það grípur stundum til örþrifaráða sem festa það í svaðinu og bætir í engu þeirra stöðu. Oddvitar meirihlutans í Reykjavík eru örvæntingarfullir og hafa pólitískt engu að tapa. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar miklu að tapa, því er óverjandi fyrir oddvitana örvæntingarfullu og aðra borgarfulltrúa meirihlutans að vinna geng hagsmunum borgarinnar, í langsóttri tilraun til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Elsa Smáradóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ef ábyrg stjórnvöld væru við völd í Reykjavík væru viðbrögðin við svimandi háum bakreikningi frá KSÍ vegna stúkubyggingarinnar í Laugardal önnur en raun ber vitni. Hlutverk borgaryfirvalda ætti að vera það að halda utan um buddu borgarsjóðs og vísa ábyrgð borgarinnar á framúrkeyrslunni á bug, eins og efnisatriði málsins styðja. En bitur og særður meirihluti í Reykjavík, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann borgaráðs í broddi fylkingar, ólmast þess í stað við að koma ábyrgð yfir á pólitíska andstæðinga og þar með Reykjavíkurborg eftir langsóttum krókaleiðum. Svaðið sem Vilhjálmur og meirihlutinn heldur sig í er orðið niðurstappað og einmanalegt og vonin um að komast upp úr því virðist slokknuð, hagsmunir borgarinnar og önnur slík æðri markmið hafa fjarlægst og allt kapp er lagt á að draga fleiri í svaðið með réttu eða röngu. Þessi ófrægingarherferð meirihlutans er sérstaklega ómerkileg í ljósi þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét það sjálfur dragast í meira en þrjá mánuði að skipa fulltrúa meirihlutans í byggingarnefnd Laugardalsvallar eftir kosningar 2006. Hann getur því kennt sér sjálfum um það að ekki var fundað í byggingarnefnd það sumar. Vilhjálmur fékk einnig að vita um framútkeyrslu KSÍ sem borgarstjóri snemma hausts 2006 en hann gerði borgarráði aldrei grein fyrir málinu. Hins vegar lét Dagur B. Eggertsson borgarlögmann fara yfir málið um leið og honum var gert viðvart um það haustið 2007 og gerði borgarráði grein fyrir því í kjölfarið. Örvæntingarfullt fólk sem hefur engu að tapa sést ekki alltaf fyrir, það grípur stundum til örþrifaráða sem festa það í svaðinu og bætir í engu þeirra stöðu. Oddvitar meirihlutans í Reykjavík eru örvæntingarfullir og hafa pólitískt engu að tapa. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar miklu að tapa, því er óverjandi fyrir oddvitana örvæntingarfullu og aðra borgarfulltrúa meirihlutans að vinna geng hagsmunum borgarinnar, í langsóttri tilraun til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar