Evrópusambandið er ekki svarið 2. apríl 2008 00:01 Fella þarf niður tolla af landbúnaðarvörum til að hér lækki vöruverð. Karl Wernersson segir ljóst að tollarnir myndu þurfa að hverfa kæmi til inngöngu landsins í Evrópusambandið og spyr hvers vegna ekki sé strax gripið til þessa ráðs.Markaðurinn/Jón sigurður „Við höfum sjálf yfir að ráða þeim meðölum sem þarf til að lækka vöruverð og slá á þenslu og þurfum ekki Evrópusambandið til," segir Karl Wernersson og bendir á að í innkaupakörfu heimilanna séu landbúnaðarafurðir 46 prósent af matvælum. „Og hver ákveður verðið á þeim? Jú, íslensk stjórnvöld," segir hann og spyr hvers vegna hér séu ekki felldir niður tollar, enda sé niðurfelling tolla og vörugjalda helsta ástæða þess að matarverð lækki við inngöngu í Evrópusambandið. „Þá yrðu felldir niður verndartollar og hægt að flytja inn kjúklinga frá Evrópu." Enn fremur telur Karl að ekki þurfi að koma til Evrópusambandsaðild til að hér náist að lækka vexti til jafns við það sem gerist í útlöndum. „Seðlabankinn hækkar vexti til að draga úr eftirspurn og hækka greiðslubyrði heimila og fyrirtækja til að draga úr umsvifum þeirra og þar með þenslu í hagkerfinu." Hann bendir hins vegar á að greiðslubyrði heimilanna ráðist fyrst og fremst af húsnæðislánum og á þau hafi stýrivextir bankans engin áhrif. Þá hafi verðbólguskot nánast engin áhrif þar á heldur. „Af því vextirnir eru verðtryggðir fær fólk vaxtahækkunina lánaða til langst tíma, en ef lánin væru með nafnvexti sem fylgdu vöxtum Seðlabankans væri staðan allt önnur. Raunveruleikinn er sá að vaxtahækkanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á einn stærsta útgjaldalið heimilanna. Með hönd á lausninni Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, segir ljóst að hér þurfi að grípa til aðgerða til að auka virkni peningamálastefnunnar.Markaðurinn/GVA Karl segir skipulag fasteignamarkaðar hér og aðkomu Íbúðalánasjóðs því gera það að verkum að hagstjórnartæki Seðlabankans, sem eigi meðal annars að hafa áhrif á einkaneyslu, ekki virka sem skyldi. „Nokkurra þúsunda króna hærri vaxtareikningur á mánuði vegna verðtryggingar breytir litlu um neyslumynstur fólks til langs tíma," segir hann og bendir um leið á að viðvarandi viðskiptahalli valdi líka þrýstingi á gengi krónunnar. „Og viðskiptahallinn stafar ekki bara af fjárfestingu heldur líka að stórum hluta af einkaneyslu. Fyrr en við getum verið hér með hagstjórnartæki sem koma við buddu hins almenna launamanns virka hagstjórnartækin ekki." Karl slær fram sem áhugaverðum valkosti til lausnar á efnahagsvandanum afnámi verðtryggingar lána og upptöku fljótandi vaxta á íbúðalán. Karl leggur að sama skapi áherslu á að greint verði á milli almennrar húsnæðislánastarfsemi til fólks með góðar tekjur sem bankarnir eru fullfærir um að sinna og hins vegar þeirrar stefnu að styðja efnaminna fólk til þess að eignast eigið húsnæði. „Þannig mætti nota Íbúðalánasjóð til að aðstoða þá sem ekki ráða sjálfir við að koma sér upp þaki yfir höfuðið en ekki þannig að allir landsmenn njóti niðurgreiddra íbúðavaxta. Íbúðalánasjóður á að fullnægja brýnum þörfum efnaminna fólks en ekki ýta undir aukna eyðslu þeirra sem hafa nóg á milli handanna." Með því að fella niður tolla, bæði á landbúnaðarvörur og annan varning þar sem ríkið fái ráðið, og beita hagstjórnartækjum sem virki segir Karl að hér mætti ná niður verðbólgu og þá væri hægt að lækka hér vexti til jafns við það sem gerist í Evrópu. „En auðvitað er það mikilvægast að hið opinbera gangi alltaf á undan með góðu fordæmi og dragi úr útgjöldum sínum til að draga úr þenslu í hagkerfinu." Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Við höfum sjálf yfir að ráða þeim meðölum sem þarf til að lækka vöruverð og slá á þenslu og þurfum ekki Evrópusambandið til," segir Karl Wernersson og bendir á að í innkaupakörfu heimilanna séu landbúnaðarafurðir 46 prósent af matvælum. „Og hver ákveður verðið á þeim? Jú, íslensk stjórnvöld," segir hann og spyr hvers vegna hér séu ekki felldir niður tollar, enda sé niðurfelling tolla og vörugjalda helsta ástæða þess að matarverð lækki við inngöngu í Evrópusambandið. „Þá yrðu felldir niður verndartollar og hægt að flytja inn kjúklinga frá Evrópu." Enn fremur telur Karl að ekki þurfi að koma til Evrópusambandsaðild til að hér náist að lækka vexti til jafns við það sem gerist í útlöndum. „Seðlabankinn hækkar vexti til að draga úr eftirspurn og hækka greiðslubyrði heimila og fyrirtækja til að draga úr umsvifum þeirra og þar með þenslu í hagkerfinu." Hann bendir hins vegar á að greiðslubyrði heimilanna ráðist fyrst og fremst af húsnæðislánum og á þau hafi stýrivextir bankans engin áhrif. Þá hafi verðbólguskot nánast engin áhrif þar á heldur. „Af því vextirnir eru verðtryggðir fær fólk vaxtahækkunina lánaða til langst tíma, en ef lánin væru með nafnvexti sem fylgdu vöxtum Seðlabankans væri staðan allt önnur. Raunveruleikinn er sá að vaxtahækkanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á einn stærsta útgjaldalið heimilanna. Með hönd á lausninni Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, segir ljóst að hér þurfi að grípa til aðgerða til að auka virkni peningamálastefnunnar.Markaðurinn/GVA Karl segir skipulag fasteignamarkaðar hér og aðkomu Íbúðalánasjóðs því gera það að verkum að hagstjórnartæki Seðlabankans, sem eigi meðal annars að hafa áhrif á einkaneyslu, ekki virka sem skyldi. „Nokkurra þúsunda króna hærri vaxtareikningur á mánuði vegna verðtryggingar breytir litlu um neyslumynstur fólks til langs tíma," segir hann og bendir um leið á að viðvarandi viðskiptahalli valdi líka þrýstingi á gengi krónunnar. „Og viðskiptahallinn stafar ekki bara af fjárfestingu heldur líka að stórum hluta af einkaneyslu. Fyrr en við getum verið hér með hagstjórnartæki sem koma við buddu hins almenna launamanns virka hagstjórnartækin ekki." Karl slær fram sem áhugaverðum valkosti til lausnar á efnahagsvandanum afnámi verðtryggingar lána og upptöku fljótandi vaxta á íbúðalán. Karl leggur að sama skapi áherslu á að greint verði á milli almennrar húsnæðislánastarfsemi til fólks með góðar tekjur sem bankarnir eru fullfærir um að sinna og hins vegar þeirrar stefnu að styðja efnaminna fólk til þess að eignast eigið húsnæði. „Þannig mætti nota Íbúðalánasjóð til að aðstoða þá sem ekki ráða sjálfir við að koma sér upp þaki yfir höfuðið en ekki þannig að allir landsmenn njóti niðurgreiddra íbúðavaxta. Íbúðalánasjóður á að fullnægja brýnum þörfum efnaminna fólks en ekki ýta undir aukna eyðslu þeirra sem hafa nóg á milli handanna." Með því að fella niður tolla, bæði á landbúnaðarvörur og annan varning þar sem ríkið fái ráðið, og beita hagstjórnartækjum sem virki segir Karl að hér mætti ná niður verðbólgu og þá væri hægt að lækka hér vexti til jafns við það sem gerist í Evrópu. „En auðvitað er það mikilvægast að hið opinbera gangi alltaf á undan með góðu fordæmi og dragi úr útgjöldum sínum til að draga úr þenslu í hagkerfinu."
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira