Ekkert einhliða góðgerðastarf hjá ríkinu 9. apríl 2008 00:01 Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri Þjóðkirkjunnar, og Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri. Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup fylgist með af veggnum. Markaðurinn/Valli Við lítum ekki svo á að þetta sé framlag frá ríkinu heldur fyrst og fremst innheimtuþjónusta sem er kirkjunni vissulega mjög þýðingarmikil," segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um þau sóknargjöld sem renna til þjóðkirkjunnar. Allt eða ekkert frá ríkinu?Kirkjan í Krísuvík Misjafnt er hvernig staðið er að kirkjubyggingum. Einstakar sóknir bera yfirleitt kostnaðinn sem fylgir kirkjusmíðinni, en einnig fást styrkir úr jöfnunarsjóði sókna. Framlög í hann koma úr ríkissjóði, en byggt er á höfuðstól kirkjujarðanna sem runnu til ríkisins. Mynd/Sigurður Bogi SævarssonÁrlegar tekjur kirkjunnar nema um 4,2 milljörðum króna. Samkvæmt fjárlögum þessa árs rennur af því ríflega einn og hálfur milljarður króna til almenns rekstrar þjóðkirkjunnar.Einnig fer af því vel á áttunda hundrað milljóna króna til ýmissa sjóða kirkjunnar. Auk þess eru rétt tæpir tveir milljarðar króna í formi sóknargjalda þjóðkirkjunnar.Skilningur kirkjunnar manna á þessum fjárframlögum úr ríkissjóði er tvíþættur. Annars vegar eru það sóknargjöldin; þau gjöld sem fólk greiðir fyrir að vera í þjóðkirkjunni; um 860 krónur mánaðarlega á hvert mannsbarn sem er eldra en sextán ára og er skráð í þjóðkirkjuna. „Það er mjög þýðingarmikið að njóta þessarar innheimtuþjónustu hjá ríkinu," segir Guðmundur, sem bendir á að sama eigi við um öll önnur skráð trúfélög í landinu. Þau njóti sams konar innheimtuþjónustu hjá ríkinu. Heildarupphæð sóknargjalda þeirra nemur 234 milljónum króna. Féð sem fer til almenns rekstrar og það sem rennur í sjóðina er byggt á samkomulagi um jarðir þjóðkirkjunnar.„Í kirkjujarðasamkomulaginu er fólgið að jarðir kirkjunnar voru afhentar ríkinu gegn greiðslu launa presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Það gefur þá auga leið að helstu gjöld þar á móti eru þá laun á Biskupsstofu og launa- og embættiskostnaður prestsembættanna. Síðan eru framlög til kirkjumálasjóðs, jöfnunarsjóðs sókna og kristnisjóðs á fjárlögum einnig," segir Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri þjóðkirkjunnar.„Við lítum ekki á þetta sem neitt einhliða góðgerðastarf af hálfu ríkisins," segir Guðmundur Þór, „og ekki sanngjarnt að líta á það þannig. Við lítum á greiðslu ríkisins til þjóðkirkjunnar á fjárlögum sem endurgjald fyrir kirkjujarðir sem voru afhentar á móti og þjónustu sem kirkjan veitir um allt land. Þetta eru sex til sjö hundruð jarðir, mismunandi verðmætar, en sumar þeirra eru ákaflega verðmætar."Óvíst hver græðir á jörðunum„Menn reiknuðu þetta ekkert í smáatriðum, heldur var gert samkomulag sem endaði í þessu," segir Guðmundur Þór. Gengið var endanlega frá samkomulaginu árið 2006.Í því felst að ríkið tekur yfir megnið af jörðum kirkjunnar, sem hún eignaðist í aldanna rás, og greiðir á móti laun um 140 presta og prófasta vítt og breitt um land, auk þess að greiða laun starfsfólks Biskupsstofu. Þar starfa um tuttugu manns. Auk þess er greiðsla ríkisins til sjóða kirkjunnar byggð á þessu samkomulagi.Sóknargjöldin renna til einstakra sókna, í samræmi við fjölda skráðra í hverri og einni sókn. Það gefur auga leið að þar sem sóknarbörnin eru flest fær viðkomandi sókn mestar tekjur. Á þriðja hundrað sóknir eru í landinu. Þá fara framlög úr jöfnunarsjóði sókna til einstakra sókna.Reksturinn á núlli„Þjóðkirkjan er ekki rekin í hagnaðarskyni, þá ekki nema til þess að skapa andleg verðmæti," segir Guðmundur Þór. „Það er ekki ætlast til þess að við séum að safna fé," segir Sigríður Dögg og Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari bætir við: „Boðun fagnaðarerindisins, sem birtist í margs konar þjónustu, hlýtur að vera okkar kjarnastarfsemi." - En nú er þetta rekstur. Hvernig gengur hann?„Ef við lítum á rekstur Biskupsstofu árið 2007, þá myndi ég segja að við séum svona nokkurn veginn á núllinu. Það getur auðvitað komið fyrir að það verði hagnaður, en honum hefur þá verið varið til fjárfestinga eða uppgreiðslu á lánum."Fjármunir Biskupsstofu og sjóðanna renna annars að mestu leyti til launagreiðslna, helgihalds, kærleiksþjónustu, fasteigna hennar og viðhalds á þeim, auk útgáfustarfsemi, svo nokkuð sé nefnt. - Hverjar eru eignir kirkjunnar?Guðmundur Þór segir að kirkjan eigi um níutíu fasteignir um allt land. Þar af eru 36 prestsetursjarðir með prestbústöðum og jafn margir prestbústaðir á vegum kirkjunnar á þéttbýlisstöðum víða um land. „Við verðum að hafa í huga að sumt má tæplega kalla jarðir," segir Þorvaldur. Þetta séu í sumum tilvikum móar sem komnir séu í eyði. Sigríður Dögg bendir hins vegar á að samkvæmt fasteignamati nemi fastafjármunir kirkjumálasjóðs 2,5 milljörðum króna, samkvæmt efnahagsreikningi. Fastafjármunir sóknanna, sem að stofni til eru kirkjur, nemi 16,5 milljörðum króna, að brunabótamati.„Kirkjurnar ganga ekki kaupum og sölum, svo það er varla hægt að tala um markaðsvirði," segir Sigríður Dögg.Hún segir skuldirnar nema um 2,7 milljörðum króna í heild, svo eigið fé þjóðkirkjunnar nemi um fimmtán milljörðum króna.Hundruð sjálfboðaliða draga úr yfirbygginguViðmælendur Markaðarins telja að miðað við umfang starfs þjóðkirkjunnar sé varla hægt að tala um kostnaðarsama yfirbyggingu. „Miðað við þessa veltu og eiginfjárstöðu finnst mér það varla geta verið," segir Sigríður Dögg. Þorvaldur Karl segist ekki geta fullyrt hvað teljist eðlilegt í þessum efnum. „En einn samanburður getur verið áhugaverður. Eignirnar nema nú nokkuð mörgum milljörðum. Þeir sem bera ábyrgð á þeim eru sóknirnar. Þar eru allir kauplausir. Það starfa milli ellefu og tólf hundruð manns í sóknarnefndum, sem bera ábyrgð á þessu öllu, allt kauplaust."- En hvernig er greitt fyrir kirkjubyggingar? Borgar þjóðkirkjan fyrir það? „Sóknin sjálf kostar kirkjubygginguna og byggingu safnaðarheimilis ef því er til að dreifa. Sóknin getur fengið styrki úr jöfnunarsjóði sókna," segir Guðmundur Þór. Áður fyrr hafi sjálfboðastarf verið algengt við kirkjubyggingar auk þess sem kirkjan hafi fengið gjafir. Enn fremur sé eitthvað um að fyrirtæki og aðrir hafi styrkt kirkjusmíði. Hann bætir því við að einnig séu dæmi um að kirkja sé reist í einkaframkvæmd. Svo sé til dæmis um nýlega kirkju í Úthlíð í Biskupstungum.Sigríður Dögg bendir líka á að nokkrar kirkjur í landinu njóti sérstöðu og til byggingar þeirra hafi fengist fé á fjárlögum. Þetta séu svonefndar höfuðkirkjur, til þeirra teljist kirkjur eins og Hallgrímskirkja og Skálholtsdómkirkja.Efnahagsleg völd kirkjunnarVöld kirkjunnar hafa verið mikil hér á landi sem annars staðar í aldanna rás. Ekki einungis ægivald yfir íbúum landsins heldur einnig gríðarlegt efnahagslegt vald. Það endurspeglast meðal annars í þeim hundruðum jarða sem kirkjan byggir afkomu sína á nú. Flestar þeirra komust í eigu kirkjunnar á miðöldum. Auk þess var á elleftu öld samþykkt að leggja á svonefnda tíund, sem að miklu leyti rann til kirkjunnar.- En hefur kirkjan efnahagslegt vald nú?„Nei, við erum ekki á markaði með okkar eignir og arfurinn frá fortíðinni er nú í formi greiðslna frá ríkinu," segir Guðmundur Þór. „Við erum ekki eins og til dæmis sænska kirkjan sem hefur hluta sinna eigna á markaði." Þorvaldur Karl bætir við: „Þeir eiga hlutabréf og skóga. Þeir lifa bara á arðinum af sínum eignum." Sigríður Dögg segir að hér sé arðurinn af kirkjueignunum greiddur í gegnum ríkið. „Án þess að þetta hafi verið reiknað niður í kjölinn."En um tilurð eigna kirkjunnar segir Guðmundur Þór að algengt sé að menn slái því fram og alhæfi að kirkjan hafi eignast höfuðstólinn, jarðirnar, með umdeilanlegum hætti. „Sagt er að kirkjan hafi sölsað þær undir sig. Ég hef aldrei séð almennileg dæmi um hvað menn eru að tala um."Af moldu erum við kominEinn liður í fjármálum kirkjunnar er kirkjugarðarnir. Lítið er fjallað um þá hér. Um 800 milljónir króna renna árlega til kirkjugarða. Guðmundur Þór segir þetta almannaþjónustu. „Þjónusta kirkjugarðanna er veitt án tillits til þess í hvaða trúfélagi viðkomandi er. Það er eðlilegt að líta einnig á þennan þátt sem menningarmál og heilbrigðismál, en vissulega einnig trúmál." Undir smásjánni Úttekt Tengdar fréttir Skyldi pínast ævinlega í helvíti Greiðslur ríkisins til kirkjunnar nú byggja á jörðunum sem komust í hennar eigu í aldanna rás. 9. apríl 2008 00:01 Laun prestanna 9. apríl 2008 00:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Við lítum ekki svo á að þetta sé framlag frá ríkinu heldur fyrst og fremst innheimtuþjónusta sem er kirkjunni vissulega mjög þýðingarmikil," segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um þau sóknargjöld sem renna til þjóðkirkjunnar. Allt eða ekkert frá ríkinu?Kirkjan í Krísuvík Misjafnt er hvernig staðið er að kirkjubyggingum. Einstakar sóknir bera yfirleitt kostnaðinn sem fylgir kirkjusmíðinni, en einnig fást styrkir úr jöfnunarsjóði sókna. Framlög í hann koma úr ríkissjóði, en byggt er á höfuðstól kirkjujarðanna sem runnu til ríkisins. Mynd/Sigurður Bogi SævarssonÁrlegar tekjur kirkjunnar nema um 4,2 milljörðum króna. Samkvæmt fjárlögum þessa árs rennur af því ríflega einn og hálfur milljarður króna til almenns rekstrar þjóðkirkjunnar.Einnig fer af því vel á áttunda hundrað milljóna króna til ýmissa sjóða kirkjunnar. Auk þess eru rétt tæpir tveir milljarðar króna í formi sóknargjalda þjóðkirkjunnar.Skilningur kirkjunnar manna á þessum fjárframlögum úr ríkissjóði er tvíþættur. Annars vegar eru það sóknargjöldin; þau gjöld sem fólk greiðir fyrir að vera í þjóðkirkjunni; um 860 krónur mánaðarlega á hvert mannsbarn sem er eldra en sextán ára og er skráð í þjóðkirkjuna. „Það er mjög þýðingarmikið að njóta þessarar innheimtuþjónustu hjá ríkinu," segir Guðmundur, sem bendir á að sama eigi við um öll önnur skráð trúfélög í landinu. Þau njóti sams konar innheimtuþjónustu hjá ríkinu. Heildarupphæð sóknargjalda þeirra nemur 234 milljónum króna. Féð sem fer til almenns rekstrar og það sem rennur í sjóðina er byggt á samkomulagi um jarðir þjóðkirkjunnar.„Í kirkjujarðasamkomulaginu er fólgið að jarðir kirkjunnar voru afhentar ríkinu gegn greiðslu launa presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Það gefur þá auga leið að helstu gjöld þar á móti eru þá laun á Biskupsstofu og launa- og embættiskostnaður prestsembættanna. Síðan eru framlög til kirkjumálasjóðs, jöfnunarsjóðs sókna og kristnisjóðs á fjárlögum einnig," segir Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri þjóðkirkjunnar.„Við lítum ekki á þetta sem neitt einhliða góðgerðastarf af hálfu ríkisins," segir Guðmundur Þór, „og ekki sanngjarnt að líta á það þannig. Við lítum á greiðslu ríkisins til þjóðkirkjunnar á fjárlögum sem endurgjald fyrir kirkjujarðir sem voru afhentar á móti og þjónustu sem kirkjan veitir um allt land. Þetta eru sex til sjö hundruð jarðir, mismunandi verðmætar, en sumar þeirra eru ákaflega verðmætar."Óvíst hver græðir á jörðunum„Menn reiknuðu þetta ekkert í smáatriðum, heldur var gert samkomulag sem endaði í þessu," segir Guðmundur Þór. Gengið var endanlega frá samkomulaginu árið 2006.Í því felst að ríkið tekur yfir megnið af jörðum kirkjunnar, sem hún eignaðist í aldanna rás, og greiðir á móti laun um 140 presta og prófasta vítt og breitt um land, auk þess að greiða laun starfsfólks Biskupsstofu. Þar starfa um tuttugu manns. Auk þess er greiðsla ríkisins til sjóða kirkjunnar byggð á þessu samkomulagi.Sóknargjöldin renna til einstakra sókna, í samræmi við fjölda skráðra í hverri og einni sókn. Það gefur auga leið að þar sem sóknarbörnin eru flest fær viðkomandi sókn mestar tekjur. Á þriðja hundrað sóknir eru í landinu. Þá fara framlög úr jöfnunarsjóði sókna til einstakra sókna.Reksturinn á núlli„Þjóðkirkjan er ekki rekin í hagnaðarskyni, þá ekki nema til þess að skapa andleg verðmæti," segir Guðmundur Þór. „Það er ekki ætlast til þess að við séum að safna fé," segir Sigríður Dögg og Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari bætir við: „Boðun fagnaðarerindisins, sem birtist í margs konar þjónustu, hlýtur að vera okkar kjarnastarfsemi." - En nú er þetta rekstur. Hvernig gengur hann?„Ef við lítum á rekstur Biskupsstofu árið 2007, þá myndi ég segja að við séum svona nokkurn veginn á núllinu. Það getur auðvitað komið fyrir að það verði hagnaður, en honum hefur þá verið varið til fjárfestinga eða uppgreiðslu á lánum."Fjármunir Biskupsstofu og sjóðanna renna annars að mestu leyti til launagreiðslna, helgihalds, kærleiksþjónustu, fasteigna hennar og viðhalds á þeim, auk útgáfustarfsemi, svo nokkuð sé nefnt. - Hverjar eru eignir kirkjunnar?Guðmundur Þór segir að kirkjan eigi um níutíu fasteignir um allt land. Þar af eru 36 prestsetursjarðir með prestbústöðum og jafn margir prestbústaðir á vegum kirkjunnar á þéttbýlisstöðum víða um land. „Við verðum að hafa í huga að sumt má tæplega kalla jarðir," segir Þorvaldur. Þetta séu í sumum tilvikum móar sem komnir séu í eyði. Sigríður Dögg bendir hins vegar á að samkvæmt fasteignamati nemi fastafjármunir kirkjumálasjóðs 2,5 milljörðum króna, samkvæmt efnahagsreikningi. Fastafjármunir sóknanna, sem að stofni til eru kirkjur, nemi 16,5 milljörðum króna, að brunabótamati.„Kirkjurnar ganga ekki kaupum og sölum, svo það er varla hægt að tala um markaðsvirði," segir Sigríður Dögg.Hún segir skuldirnar nema um 2,7 milljörðum króna í heild, svo eigið fé þjóðkirkjunnar nemi um fimmtán milljörðum króna.Hundruð sjálfboðaliða draga úr yfirbygginguViðmælendur Markaðarins telja að miðað við umfang starfs þjóðkirkjunnar sé varla hægt að tala um kostnaðarsama yfirbyggingu. „Miðað við þessa veltu og eiginfjárstöðu finnst mér það varla geta verið," segir Sigríður Dögg. Þorvaldur Karl segist ekki geta fullyrt hvað teljist eðlilegt í þessum efnum. „En einn samanburður getur verið áhugaverður. Eignirnar nema nú nokkuð mörgum milljörðum. Þeir sem bera ábyrgð á þeim eru sóknirnar. Þar eru allir kauplausir. Það starfa milli ellefu og tólf hundruð manns í sóknarnefndum, sem bera ábyrgð á þessu öllu, allt kauplaust."- En hvernig er greitt fyrir kirkjubyggingar? Borgar þjóðkirkjan fyrir það? „Sóknin sjálf kostar kirkjubygginguna og byggingu safnaðarheimilis ef því er til að dreifa. Sóknin getur fengið styrki úr jöfnunarsjóði sókna," segir Guðmundur Þór. Áður fyrr hafi sjálfboðastarf verið algengt við kirkjubyggingar auk þess sem kirkjan hafi fengið gjafir. Enn fremur sé eitthvað um að fyrirtæki og aðrir hafi styrkt kirkjusmíði. Hann bætir því við að einnig séu dæmi um að kirkja sé reist í einkaframkvæmd. Svo sé til dæmis um nýlega kirkju í Úthlíð í Biskupstungum.Sigríður Dögg bendir líka á að nokkrar kirkjur í landinu njóti sérstöðu og til byggingar þeirra hafi fengist fé á fjárlögum. Þetta séu svonefndar höfuðkirkjur, til þeirra teljist kirkjur eins og Hallgrímskirkja og Skálholtsdómkirkja.Efnahagsleg völd kirkjunnarVöld kirkjunnar hafa verið mikil hér á landi sem annars staðar í aldanna rás. Ekki einungis ægivald yfir íbúum landsins heldur einnig gríðarlegt efnahagslegt vald. Það endurspeglast meðal annars í þeim hundruðum jarða sem kirkjan byggir afkomu sína á nú. Flestar þeirra komust í eigu kirkjunnar á miðöldum. Auk þess var á elleftu öld samþykkt að leggja á svonefnda tíund, sem að miklu leyti rann til kirkjunnar.- En hefur kirkjan efnahagslegt vald nú?„Nei, við erum ekki á markaði með okkar eignir og arfurinn frá fortíðinni er nú í formi greiðslna frá ríkinu," segir Guðmundur Þór. „Við erum ekki eins og til dæmis sænska kirkjan sem hefur hluta sinna eigna á markaði." Þorvaldur Karl bætir við: „Þeir eiga hlutabréf og skóga. Þeir lifa bara á arðinum af sínum eignum." Sigríður Dögg segir að hér sé arðurinn af kirkjueignunum greiddur í gegnum ríkið. „Án þess að þetta hafi verið reiknað niður í kjölinn."En um tilurð eigna kirkjunnar segir Guðmundur Þór að algengt sé að menn slái því fram og alhæfi að kirkjan hafi eignast höfuðstólinn, jarðirnar, með umdeilanlegum hætti. „Sagt er að kirkjan hafi sölsað þær undir sig. Ég hef aldrei séð almennileg dæmi um hvað menn eru að tala um."Af moldu erum við kominEinn liður í fjármálum kirkjunnar er kirkjugarðarnir. Lítið er fjallað um þá hér. Um 800 milljónir króna renna árlega til kirkjugarða. Guðmundur Þór segir þetta almannaþjónustu. „Þjónusta kirkjugarðanna er veitt án tillits til þess í hvaða trúfélagi viðkomandi er. Það er eðlilegt að líta einnig á þennan þátt sem menningarmál og heilbrigðismál, en vissulega einnig trúmál."
Undir smásjánni Úttekt Tengdar fréttir Skyldi pínast ævinlega í helvíti Greiðslur ríkisins til kirkjunnar nú byggja á jörðunum sem komust í hennar eigu í aldanna rás. 9. apríl 2008 00:01 Laun prestanna 9. apríl 2008 00:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Skyldi pínast ævinlega í helvíti Greiðslur ríkisins til kirkjunnar nú byggja á jörðunum sem komust í hennar eigu í aldanna rás. 9. apríl 2008 00:01