Skólinn í Malenga Stefán Jón Hafstein skrifar 6. september 2008 05:15 Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo sem títt er um Malava sem bera í sér erfðaþátt pygmea. Þar sem hann situr virðulega klæddur í jakka með bindi við borð í kompu sinni ná spjöld hátt upp eftir öllum veggjum svo hvergi sér í. Þetta eru mætingatöflur, einkunnagröf, nemendaskrár og línurit. Allar þessar upplýsingar kæmust snyrtilega fyrir á einu skjali í töflureikni í tölvu. En hér er engin tölva. Ekki heldur sími. Hann og aðstoðarskólastjórinn sýna okkur pappaspjöld með ýmsum orðum sem skráð hafa verið með sandi og lími. Til lesæfinga; hér eru afskaplega fáar bækur. Foreldrar komu saman og bjuggu til orðaspjöldin. Fyrir utan kytruna er hálfköruð bygging úr heimagerðum múrsteinum. Foreldrar ætla að byggja skólabókasafn. Það vantar reyndar þakjárn og sement. Haft var samband við þingmann um að redda hlutum. Já, og reyndar vantar líka bækur. Á móti stendur gamla skólaálman með þakið hrunið inn í kennslustofu, en „nýja" álman sem senn verður 20 ára stendur hurðalaus, vanbúin öllu. Í skólanum eru 900 nemendur og átta kennarar. Hlutfall nemenda og kennara er 120:1 en „æskilegt" hlutfall í þessu landi er 60:1 gangi þróunarverkefni eftir. Ef allir krakkar á svæði skólans mættu væri hlutfallið 200 nemendur á hvern kennara; hér tíðkast það bara ekki að krakkarnir mæti allir í skóla. Skráð börn eru mikið fjarverandi og stúlkur ljúka oft ekki grunnskóla því ótímabær þungun er algeng. Krakkarnir ganga 5-15 km daglega í skólann. Í þorpunum í kring búa sjálfsþurftarbændur sem varla hafa í sig og á og þegar mikið er að gera á búinu getur verið þörf smárra handa að hjálpa til. Í skjóli við gömlu álmuna er bambusveggur og þar innan eru stúlkur sem kokka sér mat. Metnaðurinn er mikill fyrir hönd þeirra sem eiga að gangast undir samræmdu prófin. Tveimur mánuðum áður en þau hefjast er krökkunum sagt að mæta með steinolíu og mat, koma sér fyrir í skólanum með brekán og bastmottur og lesa af kappi. Piltar eru við samskonar matseld við hlóðir, kennarar stía sundur kynjunum til að halda aga og festu við próflærdóminn. Hér og þar standa litlar ferðatöskur með því sem þau hafa tekið með sér. Ef þau ná samræmdu prófunum geta þau sótt um framhaldsskóla. Þeir eru flestir óbyggðir í héraðinu og kennt á berri jörðinni eins og reyndar er títt með skóla í Malaví. Innan við 6-7% í hverjum árgangi fara í framhaldsskóla. Ástæða heimsóknar okkar er sú að Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hjálpað til við byggingu á nær tveimur tugum skóla í héraðinu og nú er komið að þessum. Gera þarf upp kennarahúsin, því án þeirra fæst ekki hæft starfsfólk. Koma þarf upp umhverfisvænum kömrum. Þá vantar húsgögn í kennslustofur, þjálfa þarf kennara, útvega námsgögn og lykilatriði í öllu skólastarfi er svo að bjóða upp á skólamáltíðir. Læsi í Malaví er rúmlega 60%, minna hjá konum en körlum. Skólastefna stjórnvalda næsta áratug gerir ráð fyrir að 20% af ríkisútgjöldum fari til menntamála, með aðaláherslu á grunnskóla, en líka með framlögum til leikskóla og framhaldsskóla auk fullorðinsfræðslu og menntabrauta fyrir unglinga sem hafa dottið úr skóla. Áætlunin er útfærð allt niður í fjölda lesbóka og blýanta sem hvert barn á að fá. Byggja á 500 skóla og útvega 650 000 skólamáltíðir árlega. Vonast er til að þá útskrifist 80% af hverjum árgangi úr grunnskóla sem væri stórkostlegt framfaraskref. Þetta kostar sitt. Ef hagvöxtur verður 6,5% árlega eins og spáð er, og framlög verða áfram 20% af ríkisútgjöldum, vantar 150 milljónir Bandaríkjadala árlega til að ná endum saman. Það eru litlir 12 milljarðar króna á ári hverju. Erlend ríki hafa skuldbundið sem svarar til helmingi þess fjár í ár, en óvíst er með framtíðina. Það vantar því töluvert mikið til að hægt sé að fjármagna þessa áætlun, enda landið með þeim fátækustu í heimi. Það má heita metnaðarfullt að verja fimmtungi ríkisútgjalda til menntamála, en lýsandi er fyrir stöðuna að á áratug þurfi samt að minnsta kosti 60 milljarða íslenskra króna erlendis frá til viðbótar við álíka upphæð sem nú er veitt á ári í þróunaraðstoð til menntamála. Og þá er allt annað eftir. En á næstunni eru samræmd próf í Malaví og krakkarnir sem nú kokka bak við hús og sofa á bastmottum allar nætur milli lestranna ætla sér stóra hluti hvað sem öllu líður. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo sem títt er um Malava sem bera í sér erfðaþátt pygmea. Þar sem hann situr virðulega klæddur í jakka með bindi við borð í kompu sinni ná spjöld hátt upp eftir öllum veggjum svo hvergi sér í. Þetta eru mætingatöflur, einkunnagröf, nemendaskrár og línurit. Allar þessar upplýsingar kæmust snyrtilega fyrir á einu skjali í töflureikni í tölvu. En hér er engin tölva. Ekki heldur sími. Hann og aðstoðarskólastjórinn sýna okkur pappaspjöld með ýmsum orðum sem skráð hafa verið með sandi og lími. Til lesæfinga; hér eru afskaplega fáar bækur. Foreldrar komu saman og bjuggu til orðaspjöldin. Fyrir utan kytruna er hálfköruð bygging úr heimagerðum múrsteinum. Foreldrar ætla að byggja skólabókasafn. Það vantar reyndar þakjárn og sement. Haft var samband við þingmann um að redda hlutum. Já, og reyndar vantar líka bækur. Á móti stendur gamla skólaálman með þakið hrunið inn í kennslustofu, en „nýja" álman sem senn verður 20 ára stendur hurðalaus, vanbúin öllu. Í skólanum eru 900 nemendur og átta kennarar. Hlutfall nemenda og kennara er 120:1 en „æskilegt" hlutfall í þessu landi er 60:1 gangi þróunarverkefni eftir. Ef allir krakkar á svæði skólans mættu væri hlutfallið 200 nemendur á hvern kennara; hér tíðkast það bara ekki að krakkarnir mæti allir í skóla. Skráð börn eru mikið fjarverandi og stúlkur ljúka oft ekki grunnskóla því ótímabær þungun er algeng. Krakkarnir ganga 5-15 km daglega í skólann. Í þorpunum í kring búa sjálfsþurftarbændur sem varla hafa í sig og á og þegar mikið er að gera á búinu getur verið þörf smárra handa að hjálpa til. Í skjóli við gömlu álmuna er bambusveggur og þar innan eru stúlkur sem kokka sér mat. Metnaðurinn er mikill fyrir hönd þeirra sem eiga að gangast undir samræmdu prófin. Tveimur mánuðum áður en þau hefjast er krökkunum sagt að mæta með steinolíu og mat, koma sér fyrir í skólanum með brekán og bastmottur og lesa af kappi. Piltar eru við samskonar matseld við hlóðir, kennarar stía sundur kynjunum til að halda aga og festu við próflærdóminn. Hér og þar standa litlar ferðatöskur með því sem þau hafa tekið með sér. Ef þau ná samræmdu prófunum geta þau sótt um framhaldsskóla. Þeir eru flestir óbyggðir í héraðinu og kennt á berri jörðinni eins og reyndar er títt með skóla í Malaví. Innan við 6-7% í hverjum árgangi fara í framhaldsskóla. Ástæða heimsóknar okkar er sú að Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hjálpað til við byggingu á nær tveimur tugum skóla í héraðinu og nú er komið að þessum. Gera þarf upp kennarahúsin, því án þeirra fæst ekki hæft starfsfólk. Koma þarf upp umhverfisvænum kömrum. Þá vantar húsgögn í kennslustofur, þjálfa þarf kennara, útvega námsgögn og lykilatriði í öllu skólastarfi er svo að bjóða upp á skólamáltíðir. Læsi í Malaví er rúmlega 60%, minna hjá konum en körlum. Skólastefna stjórnvalda næsta áratug gerir ráð fyrir að 20% af ríkisútgjöldum fari til menntamála, með aðaláherslu á grunnskóla, en líka með framlögum til leikskóla og framhaldsskóla auk fullorðinsfræðslu og menntabrauta fyrir unglinga sem hafa dottið úr skóla. Áætlunin er útfærð allt niður í fjölda lesbóka og blýanta sem hvert barn á að fá. Byggja á 500 skóla og útvega 650 000 skólamáltíðir árlega. Vonast er til að þá útskrifist 80% af hverjum árgangi úr grunnskóla sem væri stórkostlegt framfaraskref. Þetta kostar sitt. Ef hagvöxtur verður 6,5% árlega eins og spáð er, og framlög verða áfram 20% af ríkisútgjöldum, vantar 150 milljónir Bandaríkjadala árlega til að ná endum saman. Það eru litlir 12 milljarðar króna á ári hverju. Erlend ríki hafa skuldbundið sem svarar til helmingi þess fjár í ár, en óvíst er með framtíðina. Það vantar því töluvert mikið til að hægt sé að fjármagna þessa áætlun, enda landið með þeim fátækustu í heimi. Það má heita metnaðarfullt að verja fimmtungi ríkisútgjalda til menntamála, en lýsandi er fyrir stöðuna að á áratug þurfi samt að minnsta kosti 60 milljarða íslenskra króna erlendis frá til viðbótar við álíka upphæð sem nú er veitt á ári í þróunaraðstoð til menntamála. Og þá er allt annað eftir. En á næstunni eru samræmd próf í Malaví og krakkarnir sem nú kokka bak við hús og sofa á bastmottum allar nætur milli lestranna ætla sér stóra hluti hvað sem öllu líður. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar