Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, skall niður um 7,62 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 1.030 krónum á hlut. Á eftir fylgdir gengi bréfa í Bakkavör, sem féll um 4,79 prósent og í Straumi, sem féll um 4,76 prósent.
Þá lækkaði gengi bréfa í Marel Food Systems um 0,93 prósent og í Össuri um 0,51 prósent.
Ekkert félag hefur hækkað í verði á sama tíma.
Viðskipti voru nítján talsins upp á 60,1 milljón króna á fyrstu mínútum.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,6 prósent og stendur hún í 374 stigum.