Brasilíumaðurinn Jo sem kostaði Manchester City hátt í 20 milljónir punda, mun væntanlega spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í Þórshöfn í Færeyjum annað kvöld þegar City mætir EB/Streymur í Uefa keppninni.
Lærisveinar Mark Hughes ætla ekki með neitt varalið til Þórshafnar og þar verða menn eins og Micah Richards og Richard Dunne með í för.
Um 250 stuðningsmenn ætla að fylgja City til Þórshafnar, en Streymur þarf að spila leikinn á Þórsvelli þar sem heimavöllur liðsins tekur aðeins 1000 manns - eða þriðjung af íbúum bæjarins.