Ný þöggunarstefna? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 18. nóvember 2008 00:01 Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. Er það til marks um máttleysi þegar hrint er af stað skipulegri vinnu við endurmat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóru máli? Er það til marks um fum að á landsfundi flokksins í ársbyrjun verði tekin afstaða til þessa máls eftir að það hafi verið skoðað og rætt opinskátt í nýju ljósi? Auðvitað ekki. Jón Kaldal aðhyllist bersýnilega einhvers konar þöggunarstefnu. Honum finnst greinilega ekki að lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eigi að virkja flokksmenn sína í opinni umræðu um mikilvæg mál, þar sem málin eru rædd á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Það finnst honum máttlaust. Honum finnst þetta óttalegt fum. Sannleikurinn er sá að innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum farið fram miklar og kraftmiklar umræður um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Okkar forystumenn hafa alla tíð verið í forystu þeirrar umræðu. Það var á grundvelli slíkrar umræðu sem flokkurinn hafði forystu um EES-samninginn, ásamt Alþýðuflokknum. Snemma árs 2007 lauk stefnumótun nefndar í Evrópumálum, sem allir stjórnmálaflokkar komu að og þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hafði forystu um. Núverandi ríkisstjórn hefur síðan skipað Evrópumálunum í tiltekinn farveg undir forystu tveggja öflugra þingmanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið virkur þátttakandi í umræðunni um stöðu Íslands í evrópsku samhengi. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir slíkri umræðu. Þvert á móti. Við höfum hvatt til hennar, við höfum tekið þátt í henni og sett fram sjónarmið okkar. Og við teljum nauðsynlegt að þessari umræðu vindi fram. Og nú í breyttri heimsmynd og vegna nýrrar stöðu okkar í ljósi fjármálakreppunnar, ákveður Sjálfstæðisflokkurinn að skoða þessi mál vegna gjörbreyttra aðstæðna. Við slíkt endurmat er það grundvallaratriði að fram fari lýðræðislegar opnar umræður. Þannig vinnur Sjálfstæðisflokkurinn og lætur tilraunir til þöggunar ekki trufla sig. Við slíkt endurmat þarf að skoða stöðu okkar í víðu ljósi, en ekki út frá því þrönga sjónarhorni sem allt of mikið hefur einkennt Evrópuumræðuna upp á síðkastið og hefur til dæmis nær einokað leiðaraskrif Fréttablaðsins um þessi mál upp á síðkastið. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. Er það til marks um máttleysi þegar hrint er af stað skipulegri vinnu við endurmat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóru máli? Er það til marks um fum að á landsfundi flokksins í ársbyrjun verði tekin afstaða til þessa máls eftir að það hafi verið skoðað og rætt opinskátt í nýju ljósi? Auðvitað ekki. Jón Kaldal aðhyllist bersýnilega einhvers konar þöggunarstefnu. Honum finnst greinilega ekki að lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eigi að virkja flokksmenn sína í opinni umræðu um mikilvæg mál, þar sem málin eru rædd á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Það finnst honum máttlaust. Honum finnst þetta óttalegt fum. Sannleikurinn er sá að innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum farið fram miklar og kraftmiklar umræður um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Okkar forystumenn hafa alla tíð verið í forystu þeirrar umræðu. Það var á grundvelli slíkrar umræðu sem flokkurinn hafði forystu um EES-samninginn, ásamt Alþýðuflokknum. Snemma árs 2007 lauk stefnumótun nefndar í Evrópumálum, sem allir stjórnmálaflokkar komu að og þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hafði forystu um. Núverandi ríkisstjórn hefur síðan skipað Evrópumálunum í tiltekinn farveg undir forystu tveggja öflugra þingmanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið virkur þátttakandi í umræðunni um stöðu Íslands í evrópsku samhengi. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir slíkri umræðu. Þvert á móti. Við höfum hvatt til hennar, við höfum tekið þátt í henni og sett fram sjónarmið okkar. Og við teljum nauðsynlegt að þessari umræðu vindi fram. Og nú í breyttri heimsmynd og vegna nýrrar stöðu okkar í ljósi fjármálakreppunnar, ákveður Sjálfstæðisflokkurinn að skoða þessi mál vegna gjörbreyttra aðstæðna. Við slíkt endurmat er það grundvallaratriði að fram fari lýðræðislegar opnar umræður. Þannig vinnur Sjálfstæðisflokkurinn og lætur tilraunir til þöggunar ekki trufla sig. Við slíkt endurmat þarf að skoða stöðu okkar í víðu ljósi, en ekki út frá því þrönga sjónarhorni sem allt of mikið hefur einkennt Evrópuumræðuna upp á síðkastið og hefur til dæmis nær einokað leiðaraskrif Fréttablaðsins um þessi mál upp á síðkastið. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun