Abbas reynir að styrkja sig í sessi Óli tynes skrifar 3. maí 2008 17:22 Mahmoud Abbas stjórnar frekar litlu. Í júní á síðasta ári ráku Hamas samtökin hann með allt sitt lið frá Gaza ströndinni, eftir harða bardaga. Og á Vesturbakkanum ráða hin ýmsu samtök vígamanna því sem þau vilja. Abbas forseti ætlar að byrja á því að reyna að ná þar undir sig stærstu borgunum. En eins og venjulega eru Ísraelar ekki mjög hjálpsamir. Það var svosem allt í lukunnar velstandi þegar liðsauki öryggissveita forsetans héldu innreið sína í Jenin í dag. Þúsundir fánaveifandi íbúa tóku á móti þeim. En þetta felur nöturlegan veruleika. Það er sótt að Mahmoud Abbas úr öllum áttum. Bæði af hans eigin landsmönnum og Ísraelum. Hans eigin menn bera á hann vopn og kverkatak Ísraela þýðir að efnahagurinn er í rúst. Abbas á allt sitt undir erlendri efnahagsaðstoð. Forsetinn reynir nú að taka til í eigin ranni með því að ná stjórn á borgum og bæjum á Vesturbakkanum, sem hafa eiginlega lifað sínu eigin lífi. Hann byrjaði á borginni Nablus fyrir nokkrum mánuðum, með því að senda þangað nýþjálfaðar öryggissveitir. Og nú er röðin komin að Jenin. Það gerir forsetanum erfitt fyrir að þrátt fyrir liðsaukann í Nablus halda Ísraelar áfram að ráðast þangað inn í leit að vígamönnum. Palestínumenn segja að þetta grafi undan valdi heimastjórnarinnar. Ísraelar halda því fram að öryggissveitirnar standi oft með vígamönnunum í stað þess að bjóða þeim byrginn. Mahmoud Abbas á því enn langt í land. Erlent Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Mahmoud Abbas stjórnar frekar litlu. Í júní á síðasta ári ráku Hamas samtökin hann með allt sitt lið frá Gaza ströndinni, eftir harða bardaga. Og á Vesturbakkanum ráða hin ýmsu samtök vígamanna því sem þau vilja. Abbas forseti ætlar að byrja á því að reyna að ná þar undir sig stærstu borgunum. En eins og venjulega eru Ísraelar ekki mjög hjálpsamir. Það var svosem allt í lukunnar velstandi þegar liðsauki öryggissveita forsetans héldu innreið sína í Jenin í dag. Þúsundir fánaveifandi íbúa tóku á móti þeim. En þetta felur nöturlegan veruleika. Það er sótt að Mahmoud Abbas úr öllum áttum. Bæði af hans eigin landsmönnum og Ísraelum. Hans eigin menn bera á hann vopn og kverkatak Ísraela þýðir að efnahagurinn er í rúst. Abbas á allt sitt undir erlendri efnahagsaðstoð. Forsetinn reynir nú að taka til í eigin ranni með því að ná stjórn á borgum og bæjum á Vesturbakkanum, sem hafa eiginlega lifað sínu eigin lífi. Hann byrjaði á borginni Nablus fyrir nokkrum mánuðum, með því að senda þangað nýþjálfaðar öryggissveitir. Og nú er röðin komin að Jenin. Það gerir forsetanum erfitt fyrir að þrátt fyrir liðsaukann í Nablus halda Ísraelar áfram að ráðast þangað inn í leit að vígamönnum. Palestínumenn segja að þetta grafi undan valdi heimastjórnarinnar. Ísraelar halda því fram að öryggissveitirnar standi oft með vígamönnunum í stað þess að bjóða þeim byrginn. Mahmoud Abbas á því enn langt í land.
Erlent Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira