Fyrri úrslitaleikur í Evrópukeppni félagsliða fór fram í Svíþjóð í dag þar sem heimamenn í Umeå tóku á móti Frankfurt.
Vieira Da Silva kom Umeå yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Conny Pohlers jafnaði metin aðeins stuttu síðar, á fimmtu mínútu.
Umeå var sterkari aðilinn í leiknum en náði ekki að skora öðru sinni og tryggja sér þar með sigurinn. Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Þjóðverjanna um næstu helgi og eru þeir með pálmann í höndunum.
Þessi lið mættust einnig í úrslitunum 2002 og 2004 en þá vann hvort lið sinn titil. Umeå vann einnig þennan titil árið 2003 og tapaði í fyrra fyrir Arsenal í úrslitunum.