Hagvöxtur og hamingja Þóra Helgadóttir skrifar 19. nóvember 2008 00:01 Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Að sjálfsögðu skipta menntun og reynsla höfuðmáli en útlit virðist hafa sitt að segja. En hvaða einkenni skipta máli þegar kemur að auði þjóða? Í viðamikilli rannsókn á hagþróun landa innan OECD, frá 2003, kom í ljós að fjárfesting, hvort sem hún er í fjármagni, mannauði eða rannsóknum og þróunarstarfsemi, skiptir lykilmáli til að tryggja umhverfi til vaxtar. Virk samkeppni á mörkuðum með vöru-, þjónustu og vinnuafl, sem og sveigjanleiki þeirra hefur jákvæð áhrif. Stærð hins opinbera dregur fremur úr hagvexti en sterkur fjármálamarkaður er talinn jákvætt merki. Fyrst og fremst er það þó stöðugleiki í hagkerfinu og sterkar stofnanir sem eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar. Brýnt er að tryggja stöðugt verðlag og koma í veg fyrir óþægilegar sveiflur í hagstærðum. ÍslandsformúlanÁrið 2007 var Ísland sjötta ríkasta land í heimi og var í efsta sæti hvað varðar lífsgæði þjóða að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu árum áður voru Íslendingar aðeins í 30. sæti hvað varðar ríkidæmi og því virtist sem Íslendingar fremur en aðrar þjóðir væru búnir að skapa kjöraðstæður til vaxtar í átt að auknum lífsgæðum. Samkvæmt flestum mælikvörðum var hvergi betra að búa en á Íslandi árið 2007. Aðeins ári síðar standa Íslendingar höllum fæti og útlit fyrir að þjóðin hrapi niður lista ríkustu þjóða heims. Við slíkar aðstæður er ekki úr vegi að spyrja hvað fór úrskeiðis. Á síðustu árum hefur menntunarstig þjóðarinnar stóraukist og nú er svo komið að Ísland er í öðru sæti meðal landa OECD hvað varðar útskriftarhlutfall úr fræðilegu háskólanámi. Fjárfesting í rannsóknar- og þróunarstarfsemi hefur líka tekið stökk og er nú með því mesta sem gerist innan OECD. Frelsi í viðskiptum hefur aukist til muna en árið 1980 var Ísland álíka samkeppnishæft og Kenía* en er nú talið eitt samkeppnishæfasta ríki í heimi í viðskiptum. Sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur aldrei verið meiri og virk samkeppni er á flestum sviðum viðskipta. Það var því líklega ekki fjárfestingin, samkeppnin eða sveigjanleikinn sem klikkaði. Líklega var það stöðugleikinn og gæði stofnana. Því miðurÍ Kína Óvíða í heiminum er hagvöxtur meiri en í Kína. Greinarhöfundur efast um að beint samband sé milli auðlegðar og hamingju en bendir á rannsóknir sem sýna að þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðist almennt hamingjusamari. Markaðurinn/GVAÞví miður tókst ekki að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og halda verðlagi og vaxtastigi stöðugu. Því miður voru stofnanir landsins ekki í stakk búnar til að takast á við það umhverfi sem skapaðist þegar hagkerfið var opnað og fór fyrir alvöru að eiga frjáls viðskipti við umheiminn. Því miður tókst ekki að takast á við vandamál á skilvirkan hátt og því miður virðast Íslendingar ekki hafa kúplað sig út úr pólitískum ráðningum embættismanna. Því miður vantaði samstarf milli peningamála- og fjármálastefnu í landinu. Því miður trúðu ráðamenn því að við gætum lifað við minnsta gjaldmiðil í heimi og hundsuðu kröfur atvinnulífsins. Því miður náðu stofnanir þjóðarinnar ekki að fylgja eftir nútímavæðingu atvinnulífsins. Oft er þörf en nú er nauðsyn að skapa umhverfi þar sem þjóðin getur haft ábata af fjárfestingum síðustu áratuga. Ísland ætti að geta skarað fram úr með sterkan mannauð að baki, góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sveigjanlega og samkeppnishæfa markaði að ógleymdum auðlindum landsins. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum, styrkja stofnanir landsins og endurbyggja trúverðugleika ráðamanna og þar af leiðandi Íslands á erlendri grundu. Það verður að tryggja leikreglur og umhverfi sem leyfa þessum fjárfestingum að blómstra Er auður sama og lífsgæði?Það eru ekki allir á einu máli um það að hagvöxtur og þar af leiðandi há landsframleiðsla á mann séu mælikvarðar sem beri að einblína á. Þess ber að geta að greinarhöfundur er langt frá því sannfærður um að auði fylgi ávallt hamingja. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Wharton-háskóla í Bandaríkjunum gefa hins vegar til kynna mjög sterkt samband milli landsframleiðslu á mann og hamingju. Þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðast almennt vera hamingjusamari. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ríkari þjóðir betur í stakk búnar til að tryggja þegnum sínum aðgengi að þáttum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og barnagæslu. Efnaðri þjóðir eiga einnig auðveldara með að takast á við vandamál líkt og fátækt og ójöfnuð. Hér á málshátturinn „Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“ ef til vill við. *Samkvæmt mælingum Fraser Institute Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Að sjálfsögðu skipta menntun og reynsla höfuðmáli en útlit virðist hafa sitt að segja. En hvaða einkenni skipta máli þegar kemur að auði þjóða? Í viðamikilli rannsókn á hagþróun landa innan OECD, frá 2003, kom í ljós að fjárfesting, hvort sem hún er í fjármagni, mannauði eða rannsóknum og þróunarstarfsemi, skiptir lykilmáli til að tryggja umhverfi til vaxtar. Virk samkeppni á mörkuðum með vöru-, þjónustu og vinnuafl, sem og sveigjanleiki þeirra hefur jákvæð áhrif. Stærð hins opinbera dregur fremur úr hagvexti en sterkur fjármálamarkaður er talinn jákvætt merki. Fyrst og fremst er það þó stöðugleiki í hagkerfinu og sterkar stofnanir sem eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar. Brýnt er að tryggja stöðugt verðlag og koma í veg fyrir óþægilegar sveiflur í hagstærðum. ÍslandsformúlanÁrið 2007 var Ísland sjötta ríkasta land í heimi og var í efsta sæti hvað varðar lífsgæði þjóða að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu árum áður voru Íslendingar aðeins í 30. sæti hvað varðar ríkidæmi og því virtist sem Íslendingar fremur en aðrar þjóðir væru búnir að skapa kjöraðstæður til vaxtar í átt að auknum lífsgæðum. Samkvæmt flestum mælikvörðum var hvergi betra að búa en á Íslandi árið 2007. Aðeins ári síðar standa Íslendingar höllum fæti og útlit fyrir að þjóðin hrapi niður lista ríkustu þjóða heims. Við slíkar aðstæður er ekki úr vegi að spyrja hvað fór úrskeiðis. Á síðustu árum hefur menntunarstig þjóðarinnar stóraukist og nú er svo komið að Ísland er í öðru sæti meðal landa OECD hvað varðar útskriftarhlutfall úr fræðilegu háskólanámi. Fjárfesting í rannsóknar- og þróunarstarfsemi hefur líka tekið stökk og er nú með því mesta sem gerist innan OECD. Frelsi í viðskiptum hefur aukist til muna en árið 1980 var Ísland álíka samkeppnishæft og Kenía* en er nú talið eitt samkeppnishæfasta ríki í heimi í viðskiptum. Sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur aldrei verið meiri og virk samkeppni er á flestum sviðum viðskipta. Það var því líklega ekki fjárfestingin, samkeppnin eða sveigjanleikinn sem klikkaði. Líklega var það stöðugleikinn og gæði stofnana. Því miðurÍ Kína Óvíða í heiminum er hagvöxtur meiri en í Kína. Greinarhöfundur efast um að beint samband sé milli auðlegðar og hamingju en bendir á rannsóknir sem sýna að þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðist almennt hamingjusamari. Markaðurinn/GVAÞví miður tókst ekki að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og halda verðlagi og vaxtastigi stöðugu. Því miður voru stofnanir landsins ekki í stakk búnar til að takast á við það umhverfi sem skapaðist þegar hagkerfið var opnað og fór fyrir alvöru að eiga frjáls viðskipti við umheiminn. Því miður tókst ekki að takast á við vandamál á skilvirkan hátt og því miður virðast Íslendingar ekki hafa kúplað sig út úr pólitískum ráðningum embættismanna. Því miður vantaði samstarf milli peningamála- og fjármálastefnu í landinu. Því miður trúðu ráðamenn því að við gætum lifað við minnsta gjaldmiðil í heimi og hundsuðu kröfur atvinnulífsins. Því miður náðu stofnanir þjóðarinnar ekki að fylgja eftir nútímavæðingu atvinnulífsins. Oft er þörf en nú er nauðsyn að skapa umhverfi þar sem þjóðin getur haft ábata af fjárfestingum síðustu áratuga. Ísland ætti að geta skarað fram úr með sterkan mannauð að baki, góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sveigjanlega og samkeppnishæfa markaði að ógleymdum auðlindum landsins. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum, styrkja stofnanir landsins og endurbyggja trúverðugleika ráðamanna og þar af leiðandi Íslands á erlendri grundu. Það verður að tryggja leikreglur og umhverfi sem leyfa þessum fjárfestingum að blómstra Er auður sama og lífsgæði?Það eru ekki allir á einu máli um það að hagvöxtur og þar af leiðandi há landsframleiðsla á mann séu mælikvarðar sem beri að einblína á. Þess ber að geta að greinarhöfundur er langt frá því sannfærður um að auði fylgi ávallt hamingja. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Wharton-háskóla í Bandaríkjunum gefa hins vegar til kynna mjög sterkt samband milli landsframleiðslu á mann og hamingju. Þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðast almennt vera hamingjusamari. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ríkari þjóðir betur í stakk búnar til að tryggja þegnum sínum aðgengi að þáttum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og barnagæslu. Efnaðri þjóðir eiga einnig auðveldara með að takast á við vandamál líkt og fátækt og ójöfnuð. Hér á málshátturinn „Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“ ef til vill við. *Samkvæmt mælingum Fraser Institute
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun