Önnur plata Lay Low nefnist Farewell Good Night"s Sleep og fer fyrsta lagið af henni, By and By, í spilun í dag. Platan kemur út sextánda október á vegum Cod Music og um kvöldið mun Lay Low halda útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún verður einnig á meðal þeirra sem spila á Iceland Airwaves-hátíðinni skömmu síðar.
Lay Low tók plötuna upp í Toreag-hljóðverinu í London með upptökustjóranum Liam Watson sem hefur unnið með stórum nöfnum á borð við The White Stripes og Supergrass. Naut hún einnig aðstoðar hljóðfæraleikaranna Carwyn Ellis, Ed Turner, Rupert Brown, Matt Radford, Jason Wilson og BJ Cole.