Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 10:25 Tónlistarmaðurinn Daniil er að gefa út plötu. Aðsend Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel. Platan heitir брат en það er skírskotun í rætur Daniils sem er ættaður frá Rússlandi. Nafnið þýðir einfaldlega bróðir og er borið fram brat. Daniil hefur getið af sér gott orð í íslensku tónlistarsenunni.Aðsend Lagið Hjörtu verður á plötunni er hér má sjá tónlistarmyndband við það, þar sem Daniil sameinar krafta sína við rapparann Birni: Daniil ræddi við blaðamann fyrir tveimur árum þegar hann gaf út plötuna 600 og segist þar meðal annars gríðarlega þakklátur að fá að vinna í tónlist. Lífið væri öðruvísi byggi hann í Rússlandi. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ sagði Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. Platan брат er unnin í samstarfi við pródusentinn Matthías Eyfjörð eða Matti eins og hann er betur þekktur og hefur verið í bígerð undanfarin tvö ár. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt þriðja platan sem þau gefa út með Daniil. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna) Tónlist Rússland Menning Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Platan heitir брат en það er skírskotun í rætur Daniils sem er ættaður frá Rússlandi. Nafnið þýðir einfaldlega bróðir og er borið fram brat. Daniil hefur getið af sér gott orð í íslensku tónlistarsenunni.Aðsend Lagið Hjörtu verður á plötunni er hér má sjá tónlistarmyndband við það, þar sem Daniil sameinar krafta sína við rapparann Birni: Daniil ræddi við blaðamann fyrir tveimur árum þegar hann gaf út plötuna 600 og segist þar meðal annars gríðarlega þakklátur að fá að vinna í tónlist. Lífið væri öðruvísi byggi hann í Rússlandi. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ sagði Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. Platan брат er unnin í samstarfi við pródusentinn Matthías Eyfjörð eða Matti eins og hann er betur þekktur og hefur verið í bígerð undanfarin tvö ár. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt þriðja platan sem þau gefa út með Daniil. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna)
Tónlist Rússland Menning Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira